9.1.2016 | 16:25
Úrkomumet í janúar
Þennan dag, 10. janúar, árið 2002 mældist mesta sólarhringsúrkoma sem mælst hefur í nokkrum mánuði á landinu á veðurstöð. Úrkoman var 293,3 mm á Kvískerjum. Þetta er talsvert meiri úrkoma heldur en að meðaltali mælist fyrstu þrjá mánuði ársins í Reykjavik og reyndar meiri úrkoma heldur en einstaka sinnum hefur mælst á heilu ári á þeim veðurstöðvum þar sem úrkoma er jafnaði lítil. Á einum sólarhring! Þetta gerðist í mikilli sunnanátt og fór hiti þennan dag í 15,8 stig á Eskifirði og 15,0 á Dalatanga.
Mikil hlýindi voru framan af mánuðinum og þann 6. mældist mesti hiti sem mælst hafði í Reykjavík í janúar, 10,6 stig (var slegið þ. 4. 2014,10,7°). Sama dag mældist mesti janúarhiti í Borgarfirði, 11,8 stig á Hvanneyri og 11,2 stig í Stafholtsey. En hæsti hiti mánaðarins á veðurstöð kom þann 6. þegar 16,2 stig mældust á Seyðisfirði og sama dag fauk janúarmetið á Nautabúi í Skagafirði þar sem hitinn fór í 12,5 stig. Þann 16. kom mesti janúarhiti sem mælst hefur við Mývatn, 10,2 stig í Reykjahlíð. Á suðaustanverðu landinu voru janúarhitamet einnig slegin í mánuðinum, 10,6 stig þ.7 á Kirkjubæjarkalustri en daginn áður 10,6 stig í Vík í Mýrdal og sama dag og aftur þann næsta 10,0 stig á Vatnsskarðshólum. Loks voru met slegin á suðurlandsundirlendi, 11,3 stig á Hellu þ.6. og sama dag 10,2 stig á Jaðri í Biskupstungum og Hjarðarlandi og 10,0 stig þ. 4. í Þykkvabæ. Síðasta þriðjung mánaðarins kólnaði mjög svo meðalhiti alls mánaðarins varð ekki ýkja hár þó hann væri vel yfir meðallagi.
Mánaðarúkoman á Kvískerjum þennan mánuð árið 2002 var 905,3 mm og er það mesta mánaðarúrkoma sem mælst hefur á veðurstöð í janúar og sú næst mesta í nokkrum mánuði. Þetta er á einum mánuði rúmum 20 mm meiri úrkoma en meðalársúrkoman í Reykjavík á þessari öld. Á Fagurhólsmýri og í Snæbýli var úrkoman einnig sú mesta sem mælst hefur í janúar.
Janúar 2002 var þvi engan veginn hversdagslegur vetrarmánuður.
Veðurfar | Breytt 20.1.2016 kl. 12:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.12.2015 | 11:41
Beðið eftir storminum
Í nótt fór frostið í Möðrudal á Fjöllum í -21,0 stig í hægum vindi.
Snjódýptin í Reykjavik er nú fallin niður í 28 sentímetra. Hún er ekki lengur meðal mestu snjódýptar á landinu eins og hún var um tíma en þó sú mesta sem fregnir eru af á öllu sunnanverðu landinu, sunnan Borgarfjarðar.
Mest er snjódýptin núna hins vegar við Skeiðsfossvirkjun í Fljótum, 86 sentímetrar. Á Akureyri er hún 70 sentímetrar.
Og nú bíðum við eftir storminum ógurlega. Vindhraðinn er kominn upp í 25m/s á Stórhöfða.
Mánaðarvöktun veðurs | Breytt 5.1.2016 kl. 15:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.12.2015 | 13:03
Enn bætir í snjóinn í Reykjavík
Snjódýptarmetið í Reykjavík í desember hefur nú enn verið slegið. Snjódýptin var 44 cm í morgun. Það er reyndar meiri snjódýpt í nokkrum mánuði síðan um mánaðarmótin janúar febrúar árið 1952 en þá komst snjódýptin í sama snjóakastinu í 42 cm þann 31. janúar og í 48 cm 1.og 2. febrúar. Mest hefur snjódýptin í Reykjavík mælst 55 cm 18. janúar 1937. Sá snjór stóð þó afar stutt við. Varla gafst ráðrúm til að mæla hann!
Snjórinn í dag er þá sá þriðji mesti í nokkrum mánuði siðan mælingar hófust fyrir rúmum 90 árum í Reykjvik.
Ég man vel eftir þessum snjó 1952 sem barn í Laugarneshverfinu. Hann hvarf ekkert strax.
Þetta er sem sagt aftakaástand sem Reykvíkingar geta búist við að upplifa svo sem einu sinni eða tvisvar á ævi sinni. Það hefur því lítið upp á sig að segja: "við búum á Íslandi" eða "svona er Ísland" eins og sumir eru að segja núna í þeirri meiningu að þetta sé svo alvanlagt íslenskt ástand. Það er það nefnilega alls ekki fyrir Reykjavik nema á margra áratuga fresti að meðaltal.
Við síðasta bloggpistil hér á undan fylgir skjal um snjóalög í Reykjavík frá því Veðurstofan var stofnuð. Þar sést hve Reykjavík er í rauninni snjóléttur staður.
Mánaðarvöktun veðurs | Breytt 7.12.2015 kl. 11:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.12.2015 | 11:50
Snjódýptarmet í desember í Reykjavík
Snjódýptin i morgun í Reykjavík mældist 42 sentímetrar. Það er nýtt met fyrir desember.
Gamla metið var 33 sentímetrar frá 29. desember 2011.
Aðeins hefur mælst meiri snjódýpt en þetta í nokkrum mánuði 5. febrúar 1984 (43 cm), 1. og 2. og febrúar 1952 (48 cm), 31. janúar 1952 (42 cm) en þetta var í sama snjóakasti, 18. janúar 1937 (55 cm).
Hér fylgir með skjal um snjóalög í Reykjavik í mánuði hverjum. Frá hægri til vinstri: snjólagsprósenta mánaðarins (100% er alhvítt alla daga), mest snjódýpt (án dagsetninga), fjöldi alauðra daga, fjöldi alhvitra daga og loks lengst til hægri fjöldi alhvítra daga eftir árum og er þá byrjað í september og fram í maí.
Myndin er tekin í morgun eftir að birta tók. Stækkar ef smellt er á hana.
Veðurfar | Breytt s.d. kl. 14:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.11.2015 | 13:25
Stopular úrkomu og snjólagspplýsingar
Í nótt mældist frostið á Brúarjökli -23,1 stig. Og er það reyndar mesta frost sem mælst hefur þennan dag á landinu frá því a.m.k. 1949. Gamla metið var -22,7 sem kom á Brú á Jökuldal árið 1973. En þetta segir samt ekki sérlega mikið um mikla kulda í nóvember því þessi dagur er með óvenjulega hátt lágmarksgildi miðað við nóvemberdaga. Þann 23. árið 1996 fór frostið jafnvel í 30,1 stig á sjálfvirku stöðinni á Neslandatanga við Mývatn (og -30,4 daginn eftir). Það er fyrsta dagsetning að vetri sem frost á landinu fer í 30 stig eða meira en fyrsta dagsetning fyrir 25 stiga frost er 4. nóvember og var það líka árið 1996 og einnig á Neslandatanga. Hér er miðað við frá og með 1949.
Snjódýpt í morgun var mæld 30 cm í Reykjavik. En á Ólafsfirði var hún 50 cm. Hugsanlega hefur snjódýptin þar í gær verið meiri en í Reykjavík sem þá var með mestu snjódýpt á landinu miðað við upplýsingar sem bárust en þann dag komu ekki neinar upplýsingar um snjólag á Ólafsfirði.
Á Akureyri hefur verið gefin upp alauð jörð frá 23. nóvember en daginn áður var gefin upp snjódýpt uppá 23 sentímetra. Síðan kom allmikil hláka og má vera að snjólaust hafi orðið um tíma en síðustu tvo daga í frosti allan sólarhringinn hefur úrkoman þar mælst yfir 6 mm. Þar hlýtur því að vera dálítill snjór á jörðu. Athygli var vakin á þessu atriði hér í gær í athugasemd við bloggfærslu dagsins. Það er auðvitað lélegt að ég skuli ekki hafa áttað mig á þessu en það eru ansi mörg atriði sem ég þarf að fylgjast með daglega til að halda úti fylgiskjalinu við þessa bloggsíðu.
Reyndar eru upplýsingar frá ýmsum veðurstöðvum um úrkomu og snjóalög sem koma inn á vef Veðurstofunnar óþolandi stopular og hefur svo lengi verið þó skeytastöðvar séu yfirleitt góðar.Ein stöð gefur kannski einhvern dag upp mestu snjódýpt sem þá mælist á landinu en svo koma bara engar upplýsingar frá henni í marga daga. En þegar þetta gerist gefur vefurinn upp með plúsmerki að engar upplýsingar hafi borist frá viðkomandi stöð. Það er hins vegar nýlunda að stöðvar gefi upp alauða jörð þegar allar líkur benda til að svo sé þó ekki.
En kannski er þetta liður í þeim breytingum á veðurþjónustu sem Veðurstofan hefur tilkynnt á heimasíðu sinni með talsverðum tilþrifum!
Viðbót: Úrkoman í dag frá kl. 9-18 á Akureyri var 8,8 mm í frosti og hvergi meiri á landinu. Nú verður spnanndi að sjá hvort þar verði enn alauð jörð í fyrramálið!
Viðbót 30.11.: Snjódýpt á Akureyri í morgun var 33 cm.
Mánaðarvöktun veðurs | Breytt 1.12.2015 kl. 00:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006