Færsluflokkur: Guð sé oss næstur
15.6.2008 | 23:17
Beðið fyrir Vantrú í Laugarneskirkju
Bjarni Karlsson bað fyrir félaginu Vantrú í messu í Laugarneskirkju í kvöld. Hann bað reyndar ekki um það að guð leiddi félagsmenn til réttrar trúar heldur eitthvað í þá veru að þeim vegni vel að leita sannleikans.
Mér finnst alltaf svo yfirlætislegt þegar trúaðir menn eru að biðja upphátt fyrir trúleysingjum: Sjáið þessa syndara hér? Ekki veitir nú af að biðja fyrir þeim! Geta þeir ekki gert það í hljóði?
Einföld mannþekking og félagsleg þekking segir manni að þetta sé eins konar ögrun. Margir trúleysingjar standast nefnilega ekki reiðari en þegar allt í einu er farið að biðja fyrir þeim. Það hélt ég að jafn ágætur og vitur maður og Bjarni Karlsson ætti að vita.
Það fór líka fyrir brjóstið á mér að Bjarni prédikaði á móti greininni "Trúlausi guðfræðingurinn" sem birtist í dag í Fréttablaðinu. Hana skrifaði Teitur Atlason sem lauk BA prófi í guðfræði en hætti svo námi og er nú í Vantrú. Auðvitað má gagnrýna þær skoðanir sem þar koma fram í sjálfu sér.
Mér finnst hins vegar ósanngjarnt þegar prestar nota prédikunarstólinn til að nafngreina menn sem skrifað hafa blaðagreinar og ráðast gegn skoðunum þeirra. Eðlilegt væri að svara þeim í blöðunum. Bjarni sagði að Teitur hæddist að hugmyndinni um fórnardauða Jesú sem mér finnst hann reyndar ekki gera eins og ég skil háð þó hann tali gegn hugmyndinni.
Messa er athöfn þar sem menn sem vegið er að geta ekki svarað fyrir sig á sama vettvangi. Höfundur greinarinnar hefði alveg getað verið viðstaddur án þess að geta komið nokkrum vörnum við.
Ég segi fyrir mig að ég yrði æfur, og er ég þó skapstillingarmaður hinn mesti, ef prestur í stólnum nefndi mig þar með nafni og réðist að skoðunum mínum í blaðagrein frammi fyrir söfnuðinum. Ég myndi fara með það undireins fyrir siðanefnd presta til að vita hvað þeir hefðu um það að segja. Í slíkum nefndum verða menn að rökstyðja niðurstöðu sína vandlega eftir siðfræðilegum brautum (líka siðanefndir trúarstofnana), ekki trúarlegum.
Svona eiga menn bara ekki að gera. Það er lágmark að svara mönnum á þeim vettvangi þar sem jafnræði ríkir með þeim sem hafa ólíkar skoðanir.
Guð sé oss næstur | Breytt 6.12.2008 kl. 17:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (49)
30.5.2008 | 12:59
Leiðum þá til hjálpræðis!
Myndir nást af óþekktum ættbálki í Brasilíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Guð sé oss næstur | Breytt 6.12.2008 kl. 17:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
18.4.2008 | 17:02
Trúarjátning
Kristindómurinn er afburða hallærisleg trúarbrögð, allt þetta blóð Krists, upprisustand og þrenningarhjal. Að ekki sé minnst á fádæma kærleiksmjálmið.
Ég er hallur undir gyðingdóm.
Gamli góði jahve er minn guð!
Hann er sko harður nagli og enginn elsku Jesú!
Eins og alvöru guð á að vera.
Guð sé oss næstur | Breytt 6.12.2008 kl. 17:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2008 | 12:35
Blessun trúarinnar
Ég las í einhverju blaði að hinir kaþólsku foreldrar leikkonunnar frægu Heather Graham hafi algjörlega hafnað henni eftir að hún lék í þeirri átakanlegu mynd Boogie Nights sem fjallar um klámiðnaðinn.
Þetta voru foreldrar sem höfnuðu barni sínu fyrir það eitt að leika í kvikmynd sem auðvitað er leikur en ekki raunveruleiki. Af því að barnið var ekki eins og foreldrarnir vildu að það væri eftir þeirra kreddum.
Kaþólskan leggur kærleikann í rúst.
Guð sé oss næstur | Breytt 6.12.2008 kl. 18:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2.2.2008 | 22:01
Lesið á bloggi
Ég las það á bloggi í dag að ég væri skilningslaus í garð þeirra sem þjást af þunglyndi og sorg.
Sorg og þunglyndi er reyndar sitt hvort fyrirbærið. En ókei, ég er últra skilningslaus á þunglyndi manna, sorg og sút.
Þetta er víst eitthvað út af borgarstjóranum sem ég er sagður vera svona vondur.
Og ég las þetta á kristilegri bloggsíðu.
Ég veit ekki hvar maður væri með ódyggðirnar ef ekki væru þessar Jesúsíður til að leiðbeina manni alltaf á hina einu réttu lífsins braut.
Guð sé oss næstur | Breytt 6.12.2008 kl. 18:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
1.2.2008 | 00:47
Hórdómur
Hver sem gengur að eiga fráskilda konu, drýgir hór.
Dragið eigi þessi orð í efa, þér vantrúaðir!
Eigi skulið þér heldur ætla að ég fari hér með dár og spé!
Ég vitna í guðsorð eins og þau fram ganga af munni guðssonarins - eða var það mannssonarins?
Kemur út á eitt!
Annað hvort erum vér kristin þjóð eða vér erum ekki kristin þjóð.
Séum vér kristin þjóð skulum vér heiðra herrann Krist og hans heilögu orð.
Hvað eruð þeir margir meðal yðar, þér hórkarlar, sem gengið hafa að eiga fráskilda konu?
Og hvað eru þær margar meðal yðar, þér skækjur, sem gengið hafa að eiga fráskilda menn?
Gjörið því eldsnögga iðran því dagur dómsins er nær en þér ætlið, þér eiturnöðrur og höggormar, sem veltist um í syndum yðrar!
Guð sé oss næstur | Breytt 6.12.2008 kl. 18:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
23.1.2008 | 14:26
Er kristindómurinn heimskulegustu trúarbrögð mannkynsins?
Ég meina það. Hver getur trúað því að maður sem var krossfestur, dáinn og grafinn hafi risið upp í holdinu á þriðja degi og vandrað um meðal manna í fjörtíu daga og stigið svo til himna fyrir framan nefið á lærisveinum sínum?
Er ekki til of mikils mælst að nútímamenn trúi slíkri sögu?
Ef menn trúa henni ekki dettur hins vegar botninn úr kristindómnum því hann segir að Jesús hafi gert þetta TIL ÞESS AÐ friðþægja fyrir syndir mannkynsins svo að hver sem á hann trúi glatist ekki heldur öðlist eilíft líf.
Óskaplega held ég annars að eilíft lif sé langdregið og leiðinlegt.
Nú, en ef menn trúa ekki upprisunni fellur sem sagt allt heila klabbið um sjálft sig.
Gyðingdómur, Íslam, hindúsmi og búddatrú bjóða ekki upp á SVONA MIKLA heimsku.
Kristindómurinn er geggjuðustu trúarbrögð mannkynssögunnar.
Og svo innan sviga: (Syndir mínar eru nú orðnar svo miklar og margíslegar að þær verða aldregi að eilífu fyrirgefnar).
Guð sé oss næstur | Breytt 6.12.2008 kl. 18:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (88)
4.1.2008 | 11:59
Engum er skemmt nema skrattanum
Það er sem sagt alveg ljóst að það hefur ekkert upp á sig að ræða um trúmál á Moggablogginu. Þá mætir bara fjandinn sjálfur á svæðið í ljósum logum og á hala hans sitja tíu þúsund trúlausir drýsildjöflar!
Engum er skemmt nema skrattanum.
Guð sé oss næstur | Breytt 6.12.2008 kl. 18:22 | Slóð | Facebook
2.1.2008 | 10:21
Trúarbragðafræðsla í skólum
Í Morgunblaðinu í dag er merkileg grein um trúarbragðafræðslu í skólum. Í henni tekur Guðmundur Ingi Markússon trúarbragðafræðingur undir orð séra Þórhalls Heimissonar um slaka stöðu trúarbragðafræðinnar í skólum, allt upp í háskólastig og segir að það þurfi að styrkja stöðu trúarbragðafræðslunnar.
En svo kemur aðalatriðið. Guðmundur Ingi telur að í umræðunni undanfarið hafi lítill greinarmunur verið gerður á trúarbragðafræðum og kristnum fræðum. Og hann neitar því að kristinfræðin í kennsluefni íslenskra skóla falli undir trúarbragðafræði (og þar af leiðandi undir trúarbragðafræðslu, bæti ég við).
Trúarbragðafræði, segir Guðmundur Ingi, er veraldleg fyrst og síðast. Kristin fræði falli hins vegar undir trúaruppeldi. Það eigi að vera í höndum kirkjunar. Guðmundur telur að það sé grundvallaratriði að skólarnir séu veraldlegar stofnanir. Þeir eigi að sjálfsögðu að fjalla um kristna trú og kirkju og hlut hennar í menningu og sögu þjóðarinnar en það verði að vera af veraldlegum sjónarhóli trúarbragðafræðinnar. Hann nefnir síðan þær mörgu veraldlegu fræðigreinar sem þau fræði sækja aðferðafræði sína til.
Þarna finnst mér Guðmundur Ingi Markússon hitta naglann á höfuðið. Í nýársprédikun sinni sagði biskupinn að brýnt væri "að stórefla kristnifræði í skólunum, jafnframt aukinni fræðslu í almennum trúarbragðafræðum."
Hér sýnist mér að biskup vilji fyrst og fremst auka trúaruppeldi í skólum með því að stórefla þá kristnifræði sem þegar er fyrir í námsskrá og kennsluefni en samrýmist ekki hlutlausu fræðslustarfi en er fremur trúaruppeldi.
Blasir þetta ekki við hvað þeir vilja: Fyrst mikil kristnifræði - trúaruppeldi - síðan einhver almenn fræðsla um trúarbrögð.
Og þetta held ég að sé einmitt grunntónninn hjá flestum þeim sem tekið hafa til máls undanfarið um Það að nauðsynlegt sé að auka kristinfræði í skólunum. Meira trúaruppeldi!
Guð sé oss næstur | Breytt 6.12.2008 kl. 18:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (58)
30.12.2007 | 11:56
Kristin gildi
Í Morgunblaðinu í gær er fjallað um bókina Örstutt frásögn af eyðingu Indíalanda eftir Bartolomé de Las Casas. Bókin lýsir grimmdarlegri útrýmingu Spánverja á 70 miljónum frumbyggja Ameríku.
Greinarhöfundur veltir fyrir sér ástæðunum fyrir grimmd Spánverja og spyr svo þessarar frómu spurningar: " Var jafnvel einhver rót þessarar grimmdar í kristninni ...?"
Má spyrja svona á þessum trúareldmóðstímum?
Eitt er víst. Kristnar þjóðir hafa ekki verið eftirbátar ókristinna þjóða í grimmd og miskunnarleysi, nema síður sé. Samt má ætla að þær hafi verið löðrandi í kristnum gildum.
Hverju breyta þá eiginlega þessi kristnu gildi?
Guð sé oss næstur | Breytt 6.12.2008 kl. 18:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (235)
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006