Færsluflokkur: Mánaðarvöktun veðurs
17.1.2012 | 19:54
Snjólaust í Reykjavík og hiti yfir meðallagi
Þegar janúar er hálfnaður er hitinn í Reykjavík 0,9 stig yfir meðallagi. Og í morgun var jörð þar talin alauð samkvæmt reglum en þær líta framhjá klakabunkum og snjólænum. Síðar i dag fór reyndar að snjóa.
Það er því ekki hægt að segja að þessi janúar sverji sig alveg í ætt við desember sem sannarlega var ansi kaldur og einstaklega snjóamikill.
Framundan eru þó því miður engin hlýindi.
Úrkoman í Reykjavík er þegar komin 17% fram yfir meðaltal alls janúarmánaðar.
Mánaðarvöktun veðurs | Breytt 29.1.2012 kl. 00:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.1.2012 | 19:28
Næstum því algjör merkingarleysa
Borgarstjórinn sagði í kvöldfréttum Rikisútvarpsins að við búum á Íslandi. Með því vildi hann réttlæta það ástand sem ríkir víða hvað hálku varðar í höfuðborginni. Það skal játað að erfitt er við hana að eiga þegar snjóar og snjóar meira ofan í það sem fyrir er, en þessi orð eru nákvæmlega það mesta rugl sem hægt er að segja varðandi vandamál sem stafa af veðri, þó það sé reyndar oft sagt, að við búum á Íslandi.
Það getur líka snjóað heil ósköp á Norðulöndum, Rússlandi, sums staðar í Evróu, Japan, Kóreu, Kína, Íran, Norður-Ameríku og víða annars staðar á norðlægum breiddargráðum.
Íslenskt veðurfar hefur auðvitað sín sérkenni en er samt í grundvallaratriðum ekkert öðruvísi en veðurfar á norðlægum slóðum hvað varðar vandræði af venju fremur miklum snjó og ýmsum öðrum aftökum í veðri. Mestu varðar góð og skipuleg viðbrögð. Að lýsa því yfir sem skýringu eða afsökun vegna afleiðinga veðuratburða, að við búum á Íslandi, er næstum því fullkomin merkingarleysa.
Mánaðarvöktun veðurs | Breytt 16.1.2012 kl. 19:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
9.1.2012 | 13:58
Enn bætist við hálkuna
Það er rétt hjá borgarstjóra að óvenjulega mikill snjór er nú í Reykjavík. Þetta er óneitanlega sérstakt ástand. En það gerist samt alltaf annað slagið. Og borgin hlýtur að geta brugðist við því til að tryggja öryggi borgaranna. Tugir manna hafa slasast og ekki víst að þeir vilji sýna mikinn skilning. Margar götur og gangstéttir hafa verið í óbreyttu standi í marga daga. Hitt er annað mál að borgararnir verða líka að sýna skynsemi og verja sig sjálfir.
Ég fékk mér til að mynda forláta mannbrodda og hleyp um allt eins og ólmur kálfur!
Nú mun enn bæta við snjó næstu daga.
Spáð er hláku á föstudaginn en það þarf mikla og langa hláku til að leysa allan klakann.
Í verstu tilfellum getur svona ástand varað í nokkrar vikur.
Borgarstjóri biður um skilning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánaðarvöktun veðurs | Breytt s.d. kl. 19:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.1.2012 | 18:54
Ósýnilegi maðurinn
Ekki hafa komið veðurskeyti inn á vef Veðurstofunnar, að ég held, það sem af er ársins frá Reykjum í Hrútafirði og Hrauni á Skaga. Manni dettur nú í hug hvort veðurathuganir hafi lagst þar niður um áramótin eða hvort þetta er aðeins tímabundið. Hins vegar hafa komið snjódýptarmælingar frá Hlaðhamri við Hrútafjörð. Þar hafa lengi verið gerðar veðurfarsathuganir.
Mér finnst að þegar veðurstöðvar hætta eigi að tilkynna það á vef Veðurstofunnar.
Mælingar frá úrkomustöðvum koma áfram ansi stopult inn á vefinn. Það er bagalegt þegar stöðvar gefa upp svo mikla snjódýpt t.d. einn dag að hún er sú mesta á landinu en svo heyrist ekkert frá þeim marga næstu daga og enginn veit hvar mesta snjódýpt hefur mælst á landinu.
Alla tíð hafa veðurstofustjórar verið talsvert áberandi í íslensku þjóðlífi og komið opinberlega fram á ýmsan hátt, skrifað greinar og veitt viðtöl og meira að segja séð um sjónvarpsveðurfregnir, oft glaðir og hýrir í bragði.
Mér skilst að einhvers konar veðurstofustjóri sé enn við lýði. En hann heyrist aldrei nefndur og kemur aldrei opinberlega fram. Ekki veit ég hver hann er.
Veit það nokkur?
Af er að minnsta kosti sú tíð að veðurstofustjóri njóti vinsælda og virðingar meðal veðurnörda og almennings.
Nú er hann bara ósýnilegi maðurinn.
En hvað um það. Fylgiskjalið alræmda sem hefur verið ósýnilegt það sem af er ársins er nú allt í einu orðið sýnilegt hér á bloggsíðunni, Reykjavík og landið á blaði 1 en Akureyri á blaði 2. -
Já, hvar annars staðar en á anarkistaveðursíðunni Allra veðra von?!
Mánaðarvöktun veðurs | Breytt 8.1.2012 kl. 12:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.12.2011 | 16:09
Ekki alhvítur desember í Reykjavík
Í morgun var talin flekkótt jörð í Reykjavík af snjó en snjódýpt samt talin 7 cm. Þetta er nákvæmlega það sem ég var að tala um í siðasta bloggpistli, snjódýpt væri oft tilgreind þó jörð væri aðeins að hálfu leyti hulin snjó eins og var í morgun.
Það er því öruggt að þessi desember ætlar ekki að verða sá fyrsti í höfuðborginni sem talinn er alhvítur alla morgna en það hefur aldrei átt sér stað síðan byrjað var að fylgjast með slíku fyrir einum 85 árum síðan.
Meðalhitinn í Reykjavík er nú -2,4 stig sem líka er 2,4 stig undir meðallaginu.
Í nótt fór hitinn á Dalatanga í 12,0 stig en 13,2° á sjálfvirka mælinum á sama stað. Þetta er mesti hiti sem enn hefur mælst á landinu í mánuðinum. Í Reykjavík fór hitinn í 7,5 stig í gærkvöldi.
Mér finnst gott að fá þessa litlu hláku, þó ekki væri nema vegna þess að víða á gangstéttum er nú svo mikið af auðum skellum að hægt er að forðast að ganga á klaka sem er alveg skelfilega háll. Einn vinur minn datt um daginn og brotnaði mjög illa.
Það var smárok sums staðar í nótt og sumir fjölmiðlar eru að segja að nú sé komið vont veður í stað þess góða sem átti að hafa verið í froststillunni.
Það er samt besta veður núna þó ekki sé frost. Og ég er þakklátur fyrir alla hláku þá skammvin sé. Allt er betra en kuldi dag eftir dag eftir dag.
Það þyrfti bara að koma góð hláka í nokkra daga til að hreinsa upp allan snjóinn. En því er nú víst ekki að heilsa.
Nenni svo ekki að taka það fram enn einu sinni að ekkert er ömurlegra en hvít jól nema ef vera skyldi hvít jól með hörkufrosti!
Mánaðarvöktun veðurs | Breytt 1.1.2012 kl. 01:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.12.2011 | 23:40
Löng snjóhulutímabil í Reykjavík
Alhvít jörð hefur nú verið í Reykjavík frá 26. nóvember eða í 22 daga samfellt og jörð var flekkótt tvo næstu dagana þar á undan.
Þau gögn sem ég hef aðgang að um daglega snjóhulu í borginni ná því miður aðeins til haustins 1985. Í þeim er snjóhula tilgreind og hvort alhvítt er eða flekkótt jörð. Alltaf er snjódýptin með þegar alhvítt er en stundum er hún líka tilgreind í gögnunum, jafnvel heilmikill, þó jörð sé talin aðeins flekkótt. Satt að segja átta ég mig ekki alveg á þessu en í töflunum í fylgiskjalinu við bloggfærsluna hef ég sleppt snjódýptartölum þegar jörð er ekki talin alhvít en bara þá sett orðið ''flekkótt''. Á stöku stað verður þetta dálítið skondið, heilmikil snjódýpt fyrir og eftir en svo flekkótt á milli! En ég nennti ekki að útbúa sérstakan dálk fyrir snjóhulu sem alltaf er hvort sem er algjör í þessum töflum nema þegar flekkótt er.
Lítill snjór hefur verið síðustu ár. Og snjóhulan núna er lengsta tímabil með alhvítri jörð í Reykjavík síðan um áramótin 2004 til 2005. Seint á árunum 2000 og 1999 komu þó lengri tímabil og sérstaklega var snjóasælt árin 1989, 1990 og 1992 og komu þá miklu lengri tímabil með alhvítri jörð. Þetta er samt ekki nákvæmt yfirlit. Ýmis önnur tímabil geta hugsanlega komist upp á dekk. En þetta er svona það sem virðist stinga mest í augu.
Í öðru fylgiskjalinu má sjá þessi tímabil (hitt er það hefðbunda um veðurlag mánaðarins). Þar er árið í svörtum dálki, síðan viðkomandi mánuður ársins með númeri mánaðarins, dagsetning og loks snjódýptin sjálf í lituðum dálkum. Þetta ætti að vera auðskilið og kannski hafa einhverjir snjófíklar gaman af.
Verði alhvítt framyfir jól fer þetta að nálgast alvöru snjóaskeið.
Miklar líkur á hvítum jólum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánaðarvöktun veðurs | Breytt 21.12.2011 kl. 19:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
8.12.2011 | 19:25
Milt veðurfar!
Ekki er hægt að segja annað en að nú sé kuldakast á landinu. Í nótt fór frostið í -24,5 stig á Brú á Jökuldal en -27,8 við Upptyppinga. Í gær var einnig mjög kalt.
Ekki sé ég betur en dagshitamet í meðalhitakulda hafi verið slegið þann 5. og 6. á Akureyri. Dagshitamet á landinu í lágmarkshita var og slegið í nótt og einnig í fyrradag eins og sjá má í fylgiskjalinu. Hins ber þó að gæta að meiri kuldi, yfir -30 stig, hefur áður komið um þetta leyti þó ekki hafi hann einmitt fallið á þessa daga. Ekki hefur neins konar kuldametum verið ógnað í Reykjavík.
Eigi að síður sést nú vel hve Ísland er í raun vetrarmilt land. Alla daga í þessu kuldakasti hefur hiti þó einhvers staðar farið yfir frostmarkið. Þar munar mestu um Surtsey. Hún er ný veðurstöð og því ekki hægt að bera hana saman við fyrri kuldaköst en jafnvel á Stórhöfða, sem lengi hefur athugað, hefur hámarkshiti aðeins verið um frostmark þegar hann hefur verið lægstur þessa daga.
Maður bíður svo spenntur eftir hlákunni og rauðu jólunum!
Mánaðarvöktun veðurs | Breytt 17.12.2011 kl. 13:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
6.12.2011 | 11:56
Góð spurning eða vond
Í nótt varð frostið á Neslandatanga í Mývatni -27,3 stig og veit ég ekki betur en það sé dagshitamet fyrir kulda á landinu frá a.m.k. 1949. Einnig var meðalhitinn á Akureyri í gær sá lægsti sem komið hefur þennan dag frá sama tíma.
Sjá hið svellandi svala fylgiskjal!
Var ég ekki að segja það fyrir nokkrum dögum að við fengjum nægan kulda á næstunni?! Og enn spái ég og spái ég: það munu koma enn meiri fimbulkuldar áður en jörð sekkur í sæ og auðn og myrkur mun leggjast yfir veröldina.
Og vel að merkja: Hvar í andskotanum eru þessi svonefndu gróðurhúsaáhrif!!??
(Var hann ekki góður þessi?).
Mánaðarvöktun veðurs | Breytt 8.12.2011 kl. 19:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.12.2011 | 19:45
Kuldar
Jæja, þá er jólamánuðurinn runninn upp, hvítur og kaldur, eins og menn vilja víst hafa hann.
Og menn munu fá nóg af kulda á næstunni!
Fylgiskjalið fylgist með.
Mánaðarvöktun veðurs | Breytt 6.12.2011 kl. 11:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.11.2011 | 14:46
Spennandi
Þegar tveir þriðju af mánuðinum er liðinn er meðalhitinn í Reykjavík 6,7 stig eða 5,0 stig yfir meðallagi. Á Akureyri er hitinn 4,9 stig yfir meðallagi. Sjá nánar í fylgiskjalinu.
Fremur kalt var fyrstu tvo dagana í þessum mánuði og er meðalhitinn í Reykajvík frá þeim þriðja 7,3 stig eða 5,7 stig yfir meðallagi.
Þetta er allnokkuð. En árið 1945 var meðalhitinn þ. 20. í höfuðborginni 8,0 stig. Þá var mælt við Austurvöll við nokkuð sérstakar aðstæður, en jafnvel þó þessi tala sé færð yfir á núverandi stað Veðurstofunar var meðalhitinn 20 fyrstu dagana 7,6 stig árið 1945.
Árið 1956, sem er hlýjasti nóvember á Akureyri, var meðalhinn þar 6,9 stig þann 20.
Nú eru mestu hlýindin liðin hjá svo meðalhitinn mun fara að lækka. Þessi mánuður mun ekki slá hitametið í Reykjavík eða Akureyri.
En þetta er ekki alveg allt. Tiltölulega hlýjast er á austurlandi og á Egilsstöðum virðist meðalhitinn það sem af er vera jafnvel um sex og hálft stig yfir meðallagi fyrstu tuttugu dagana. Hann stendur í um 6,3 stigum. Þetta eru ekki alveg nákvæmar tölur en varla skakkar miklu. Meðalhiti alls mánaðarins á Egilsstöðum 1961-1990 er -0,7 stig en frá þessum degi til mánaðarloka mun hinn nátturlegi hitafallandi vera um hálft stig eða kannski ívið meira. Hlýjasti heili nóvember á Egilsstöðum er 5,0 stig árið 1993. Mælingar hófust árið 1948 en á Hallormsstað og Seyðisfirði, sem hafa talsvert lengri mælingasögu, er það einmitt nóvember 1993 sem þar hefur verið hlýjastur.
Ef ekki fer allt á versta veg verður spennandi að sjá lokatölur mánaðarins fyrir hitann, bæði einstakar stöðvar og landið í heild.
Fylgiskjalið horfir stolt og einbeitt til framtíðar á sinn sjálfstæða hátt!
Mánaðarvöktun veðurs | Breytt 1.12.2011 kl. 00:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006