Spennandi

Þegar tveir þriðju af mánuðinum er liðinn er meðalhitinn í Reykjavík 6,7 stig eða  5,0 stig yfir meðallagi. Á Akureyri er hitinn 4,9 stig yfir meðallagi. Sjá nánar í fylgiskjalinu.

Fremur kalt var fyrstu tvo dagana í þessum mánuði og er meðalhitinn í Reykajvík frá þeim þriðja 7,3 stig eða 5,7 stig yfir meðallagi.

Þetta er allnokkuð. En árið 1945 var meðalhitinn þ. 20. í höfuðborginni  8,0 stig. Þá var mælt við Austurvöll við nokkuð sérstakar aðstæður, en jafnvel þó þessi tala sé færð yfir á núverandi stað Veðurstofunar var meðalhitinn 20 fyrstu dagana 7,6 stig árið 1945.

Árið 1956, sem er hlýjasti nóvember á Akureyri,  var meðalhinn þar 6,9 stig þann 20.  

Nú eru mestu hlýindin liðin hjá svo meðalhitinn mun fara að lækka. Þessi mánuður mun ekki slá hitametið í Reykjavík eða Akureyri.

En þetta er ekki alveg allt. Tiltölulega hlýjast er á austurlandi og á Egilsstöðum virðist meðalhitinn það sem af er vera jafnvel um sex og hálft stig yfir meðallagi fyrstu tuttugu dagana. Hann stendur í um 6,3 stigum. Þetta eru ekki alveg nákvæmar tölur en varla skakkar miklu. Meðalhiti alls mánaðarins  á Egilsstöðum 1961-1990 er -0,7 stig en  frá þessum degi til mánaðarloka mun hinn nátturlegi hitafallandi vera um hálft stig eða kannski ívið meira. Hlýjasti heili nóvember á Egilsstöðum er 5,0 stig árið 1993. Mælingar hófust árið 1948 en á Hallormsstað og Seyðisfirði, sem hafa talsvert lengri mælingasögu, er það einmitt nóvember 1993 sem þar hefur verið hlýjastur.

Ef ekki fer allt á versta veg verður spennandi að sjá lokatölur mánaðarins fyrir hitann, bæði einstakar stöðvar og landið í heild.

Fylgiskjalið horfir stolt og einbeitt til framtíðar á sinn sjálfstæða hátt! 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Æ, ég gleymdi. Auðvitað fer allt á versta veg!

Sigurður Þór Guðjónsson, 21.11.2011 kl. 15:16

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Þetta blessast allt síðustu þrjá daga mánaðarins, Sigurður minn. Þeir munu færa til okkar fáheyrð hlýindi, sem fara vel í fylgiskjalinu;-)

Halldór Egill Guðnason, 22.11.2011 kl. 02:21

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ef mér misreiknast ekki er þessi nóvember í Reykjavik 4,3 stig sem gerir hann að sjöunda hlýjasta nóvember. Það er út af fyrir sig ágætt en síðasta daginn féll mánaðarhitinn um 0,4 stig þann eina dag. Annars hefði hann komist í fjórða sæti ásamt nóvember 2002 og 1968 á eftir 1945, 1956 ogh 1958.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 1.12.2011 kl. 10:22

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Gleymdi 1876 sem líka var hlýrri en 2011.

Sigurður Þór Guðjónsson, 1.12.2011 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband