Hitamet eđa einhvers konar svindl í Reykjavík?

Í morgun klukkan 9 sýndi kvikasilfurshámarksmćlir í Reykjavík 13,3 stig. Ţađ er ţá nýtt hitamet í nóvember. Mest hefur áđur mćlst 12,6 stig 19. nóvember 1999. Lesiđ er á ţessa hámarksmćla tvisvar á sólarhring. Klukkan 18 og er ţá lesinn mestur hiti sem mćldist frá ţví klukkan 9 um morguninn og svo er lesiđ klukkan 9 ađ morgni og er ţá skrráđur mesti hiti sem mćldist frá klukkan 18 daginn áđur.  Reglur Veđurstofunnar kveđa á um ađ hiti sé skráđur á ţann dag sem lesiđ er jafnvel ţó mesti hitinn hafi t.d. mćlst í raun  rétt eftir klukkan 18 daginn áđur. En ekki  telur anarkistaveđurbloggsíđa eins og Allra veđra von sig bundna af ţessum reglum og reynir hvađ hún getur, ţó ekki sé ţađ alltaf auđvelt og án ţess ađ gera of mikiđ veđur út af vafa sem stundum verđur, ađ meta hvorum megin miđnćttis hćsti hiti hefur mćlst ef morgunhámarkiđ kl. 9 er hćrra en dagshámarkiđ kl. 18 daginn áđur. 

Klukkan 18 í gćr var hitinn í Reykjavík 11,5 stig en hámark lesiđ af kvikasilfursmćli 11,9 stig. Á föstum athugunartímum á ţriggja tíma fresti eftir kl 18 náđi hiti aldrei 11 stigum á kvikasilfursmćlinum sem er reyndar annar mćlir en hámarkshitamćlirinn. En svo voru ţessi 13,3 stig á hámarksmćlinum kl. 9. 

Lítum ţá á sjálfvirku mćlana sem mćla alveg stöđugt hámarkshita.  Frá ţví á hádegi í gćr hefur sjálfvirki mćlirinn í Reykjavík ekki sýnt hćrra en 11,8 stig og var ţađ á milli kl. 14 og 15 í gćr og aftur milli kl. 16 og 17 en eftir klukkan 18 hefur hann ekki fariđ hćrra en 11,4 stig og var ţađ milli klukkan 18 og 19. Búveđurstöđin í Reykjavík hefur frá ţví um hádegi í gćr sýnt mest 11,7 stig milli klukkan 16 og 17. Á sama tíma var Reykjavíkurflugvöllur međ sitt hámark, 12,1 stig. Korpa hefur fariđ mest í 11,9 stig frá hádegi í gćr og var ţađ á milli klukkan 16 og 17. 

Er von ađ mađur spyrji hvort taka eigi ţá mark á ţessari hámarksmćlingu kvikasilfursmćlisins upp á 13,3 stig sem hlýtur ţá ađ hafa komiđ einhvern tíma eftir klukkan 18 í gćr. 

Ţetta skipti kannski allt saman litlu máli ef ekki vćri beinlínis um algjört mánađarmet ađ rćđa.

En úr ţví svo er gćti ţetta ekki veriđ meira pirrandi! 

 


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Sveinbjörnsson

Ţarf ađ fá botn í ţetta Sigurđur !

Ein leiđin er ađ skođa METAR-bókina á VÍ međ flugvallarathugunum.  Ţar er fćrđur hiti úr sjálfvirkum mćli á klst. fresti sem stađsettur er inni í sama búri og hámarksmćlirinn.  Sjálfvirka stöđin Reykjavík (1475) er síđan í hinu horni mćlareitsins. 

ESv

Einar Sveinbjörnsson, 16.11.2011 kl. 00:38

2 Smámynd: Halldór Egill Guđnason

Stend enn á ţví fastar en fótunum, ađ ţetta verđi einhver hlýjasti nóvember sem um getur. (Spáđi ţví strax ţann 1.11.) Ţetta međ mćlana ţarf helst ađ vera á hreinu;-)

Halldór Egill Guđnason, 16.11.2011 kl. 02:23

3 Smámynd: FORNLEIFUR

Ef ţađ stendur Svavar Guđnason á hitamćlinum er ekkert hćgt ađ treystaessu.

FORNLEIFUR, 19.11.2011 kl. 05:49

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband