Fćrsluflokkur: Ég
4.10.2007 | 20:08
Nú skyldi ég hlćgja, vćri ég ekki dauđur
Í fyrrakvöld ţegar ég var ađ reyna ađ sofna á hóteli i Salzburg varđ mér svo kalt ađ mér hefur bara aldrei orđiđ jafn kalt.
Daginn eftir, fann ég ađ ég var ađ fá andstyggilegt kvef. Ţann dag fór ég ţrjár flugferđir og bjóst fastlega viđ ađ farast í hverri ţeirra, fyrst međ rellu til Vínar ţar sem viđ biđum í fjóra tíma, svo í ţotu til Kaumannahafnar, ţar sem aftur var beđiđ í fjóra tíma, og loks var flogiđ heim. Ţangađ komum viđ klukkan ellefu ađ Vínartíma og höfđum veriđ á fótum frá klukkan sex um morguninn. Ţá var ég kominn međ ţennan líka lugnabólguhóstann og var eins og aumingi ytra sem innra.
Í morgun var ég kominn međ hita en átti ekkert ađ éta og missti hitamćlinn svo hann brotnađi. En ţađ var gaman ađ skođa kvikasilfriđ sem ţeir mćla hörđu frostin međ og pota í ţađ og sjá hvernig ţađ sundrast og leitar alltaf saman aftur. En ég varđ ađ storma út í veđur og vind, dem Schnee, dem Regen, dem Wind entgegen, til ađ kaupa mér hitamćli og mat. Ohne rast und Ruh! Vel á minnst: Ég hef ţyngst um ţrjú kíló í ferđinni. Ég nenni yfirleitt aldrei ađ éta en í útlöndum er svo sem lítiđ viđ ađ vera annađ en éta - og sofa.
Nú er ég hér međ 39 stiga hita og get ekkert étiđ. Ţetta er eitthvađ annađ en kvef. Ćtli ég sé ekki kominn međ hundaćđi bara. Ég finn ađ óráđiđ er alveg ađ koma yfir mig. Ég stend nefnilega í ţeirri bjargföstu trú ađ hún Tóta mín pönkína sé bara fyrrverandi pönkína en hef ţađ hins vegar á hreinu ađ hún er nú orđin algjör skönkína.
Ég á von á Mala klukkan níu í kvöld. Ef ég verđ ţá ekki steindauđaur úr lugnabólgu og hungri.
Eftirmáli: Ţađ var alveg frábćrt veđur, nema einn dag í Austurríki. Alparnir voru ólýsanlega fallegir. Nú skil ég hvađ Schubert var ađ fara í sinni síđustu og mögnuđustu sinfóníu en viđ vorum ađ fylgja í fótspor hans í ferđinni. Taliđ er ađ landslagiđ hafi orđiđ kveikjan ađ ţessari sinfóníu. Og ţessi tónlist er nú eitthvađ annađ en ţessi Enimen eđa hvern andskotann hann heitir. Ég hef aldrei ţolađ hann enda aldrei heyrt međ honum eitt einasta lag!
Nú er mér ţungt fyrir brjósti. Samt skyldi ég hlćgja vćri ég ekki dauđur yfir ţví ađ eiga von á honum Mala mínum núna klukkan níu.
Ég | Breytt 6.12.2008 kl. 19:09 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (9)
29.9.2007 | 20:13
Kveđja frá Vín
Ég | Breytt 5.12.2008 kl. 20:27 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (9)
25.9.2007 | 10:28
Farinn!
Ég | Breytt 5.12.2008 kl. 20:28 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)
24.9.2007 | 21:26
Vitiđi hvađ!
Hann Mali minn fór í fóstriđ í kvöld til systur minnar. Og hvađ haldiđi? Eru ţá ekki mamma hans og Salka systir hans ţar líka og verđa í nokkra daga í heimsókn. Ţađ var víst fagnađarfundur ţegar fjölskyldan sameinađist og mikiđ malađ. Nú er ég bara skíthrćddur um ađ Mali vilji ekkert međ mig hafa ţegar ég kem til baka.
Hvers virđi er ţessi Schubert miđađ viđ hann Mala? Annars er Mali svo fyrirfeđarmikill ađ hann skyggir gjörsamlega á mig síđan hann kom í húsiđ. Eins og sjá má á myndinni.
Ég | Breytt 6.12.2008 kl. 21:19 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
23.9.2007 | 19:33
Ferđalag um Schubertsslóđir
Síđdegis á ţriđjudaginn held ég ásamt fimm öđrum áleiđis til Vínbarborgar. Viđ erum allir miklir ađdáendur tónskáldsins Franz Schuberts sem hér á Íslandi er ţekktastur fyrir ađ hafa samiđ lagiđ sem sungiđ er viđ textann: "Mikiđ lifandis skelfingar ósköp er gaman ađ vera svolítiđ hífađur". Flestir ţekkja líka Ave Maríu eftir hann og jafnvel líka Silunginn og Álfakónginn.
Schubert var borinn og barnfćddur í Vín og bjó ţara alla sína skömmu ćvi. Viđ ćtlum ađ skođa sögustađi sem tengjast honum í borginni, húsiđ ţar sem hann fćddist og ađra bústađi hans, húsiđ ţar sem hann dó, skólann ţar sem stundađi nám í, byggingar ţar sem tónverk hans voru flutt, hús ţar sem vinir hans bjuggu og krár og kaffihús sem vitađ er ađ hann stundađi. Auđvitađ eru sum ţessara húsa horfin en stađirnir ţar sem ţau stóđu eru enn á sínum stađ. Ţađ er ég sem hef skipulagt ferđina í höfuđdráttum en ég hef aflađ mér nákvćmrar upplýsinga um hvar ţessara stađa er nú ađ leita eftir núverandi gatnakerfi. Fyrir ofan sést húsiđ Ţar sem Schubert samdi Álfakónginn og ţađ stendur enn.
Schubert gerđi ekki víđreist um sína daga.En tvö sumur var hann tónlistarkennari hjá greifafjölskyldu sem bjó í Zeléz og var ţá í Ungverjalandi en heitir nú Zeliozovice og er í Slóvakíu og er myndin af greidahöllinni. Ţangađ höldum viđ einnig og förum sem nćst ţá leiđ sem Schubert fór og lá í gegnum Búdapest. Sagt er, og ađ líkindum er eitthvađ hćft í ţví, ađ Schubert hafi orđiđ ástganginn af Karolínu, annari greifadótturinni sem hann kenndi á stađnum. Á leiđinni til baka förum viđ m.a. gegnum Pressburg sem áđur var en heitir nú Bratisvlava en ţar dó Karolína. Hún átti mörg nótnahandrit Schuberts.
Nćst síđasta áriđ sem Schubert lifđi dvaldist hann nokkra daga í Graz, sem nú er nćst stćrsta borg Austurríkis og hana munum viđ skođa. Á leiđinni ţangađ er ćtlunin ađ koma viđ í Eisenstadt en ţangađ kom Schubert nokkrum vikum áđur en hann dó og ţar starfađi tónskáldiđ Jósef Haydn lengst af ćvi sinnar, en hann er einn af stćrstu snillingum tónlistarsögunnar ţó hann sé oft í skugga Mozarts og Beethovens.
Allir bjuggu ţessir menn í Vínarborg og ţó ferđ okkar séu ađallega stíluđ upp á Schubert munum viđ auđvitađ hafa augum opin fyrir sögustöđum em tengjast öđrum stórséníum sem bjuggu í borginni međan hún var mesta tónlistarsetur heimsins.
Viđ förum líka til St. Pölten, ţar sem Schubert samdi óperu sína Alfonso og Estrellu sem er ađ verđa kunn á síđari árum, og ađ höllinni í Atzenbrugg ţar sem hópurinn sem var í kringum Schubert fór í nokkra daga frí í nokkur sumur. Ţar var fariđ í samkvćmisleiki og iđkuđ tónlist og á vellinum framan viđ höllina voru leiknir boltaleikir.
Schubert fór tvisvar til Steyr sem talin er einhver fegursta borg Austurríkis og var ţar reyndar gerđur ađ heiđursfélaga Tónlistarfélagsins međan hann var enn á lífi. Viđ förum ţangađ og komum viđ í Kremsmünster og klaustrinu í St. Florian ţar sem Anton Bruckner gerđi garđinn frćgan. Besti vinur Schuberts var frá Linz og ţangađ kom Schubert einnig um sína daga og viđ fylgjum dyggilega í hans fótspor. Sömuleiđis förum viđ til Gmunden sem myndin hér er af.
Sumariđ 1825, ţegar Schubert var 28 ára, fór hann í lengstu ferđina á ćvi sinni. Ţá kom hann ekki ađeins til Steyr og Linz heldur einnig til Salzburg, fćđingarstađar Mozarts. Ţađ er samt einkennilegt ađ í bréfum ţar sem Schubert lýsir ferđinni til Salzburg nákvćmlega er hvergi minnst á Mozart en hins vegar mikiđ sagt frá ţví ţegar hann kom ađ gröf Michaels Haydns, bróđur Jósefs, sem grafinn er í borginni.
Lengst frá Vínarborg komst Schubert um sína daga til Gastein og var ţar nokkrar vikur. Náttúrufegurđin ţar hafđi djúp áhrif á hann og hann hóf ţá ađ semja sína síđustu og mestu sinfóníu, hina svonefndu stóru" C-dúr sinfóníu til ađgreiningar frá annarri sinfóníu sem hann hafđi áđur samiđ í sömu tóntegund. Sú stóra" er gegnnumsýrđ af náttúrudulúđ og náttúrutignun sem var reyndar algeng á rómantíska tímabilinu og er runnin frá heimspekingnum Schelling.
Viđ fljúgum svo frá Salzburg til Kaupmannahafnar og ţađan heim.
Ég veit ekki til ađ nokkurn tíma hafi veriđ farin ferđ ţar sem menn feta nákvćmlega í fótspor Schuberts um Austurríki og nágrannalöndin. Viđ ferđafélagarnir munum ađ sjálfsögđu taka myndir, bćđi ljósmyndir og videómyndir á góđar vélar.
Ţeir sem verđa í ferđinni auk mín eru Haukur Guđlaugsson organisti og fyrrverandi Söngmálastjóri Ţjóđkirkjunnar, Jón B. Guđlaugsson, sem kunnur er sem ţáttagerđarmađur í útvarpi og ţýđandi og ţulur í sjónvarpsţáttum, nú síđast í ţáttunum um sólkerfiđ, Ólafur Thoroddsen tćknimađur og flugstjórarnir Leifur Árnason og Ólafur W. Finnsson.
Ég á ekki von á ţví blogga neitt frá og međ ţriđjudeginum og ţar til komiđ verđur heim eftir eina tíu daga.
Vegna fjölda fyrirspurna er rétt ađ upplýsa ađ Mali litli verđur í fóstri hjá systur minni međan ég er í ferđinnni. Hún á tvo harđsvírađa útiketti svo Mali hlýtur ađ mannast all mjög - kattast vildi ég sagt hafa - međan hann verđur hjá Helgu frćnku sinni.
Ég | Breytt 6.12.2008 kl. 20:24 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (7)
16.9.2007 | 19:45
Ég og löggan
Vinkona mín hringdi í mig í gćrkvöldi og spurđi hvort ég hefđi nokkuđ lent illa í löggunni. Ég virtist hafa á henni svo illan bifur ađ sér hefđi nú bara dottiđ ţetta í hug.
Kannski hefur fleirum dottiđ ţetta í hug.
En ţessu er fljótsvarađ: Ég hef aldrei lent í löggunni. Ég hef aldrei veriđ handtekinn enda ekki ađ drekka og dópa og fremja glćpi. Ekki einu sinni ađ pissa á almannafćri.
Ég hef sem sagt ekkert sérstakt á móti löggunni. Mér finnst meira ađ segja eins og mörgum öđrum ađ Jón Geir sé rosalega krúttlegur.
Hins vegar komu ţarna upp tvö löggumál á sama tíma sem ég skrifađi um, stóra Jóns Geirs búningamáliđ og litla guttamáliđ međ víkingasveitinni. Finna má ađ hvoru tveggja án ţess ađ vera á móti löggunni svona yfirleitt.
Ţađ er ţví bara tilviljun ađ ég skuli hafa veriđ ađ skrifa tvisvar núna gegn blessađri lögreglunni sem er sómi og skjöldur landsins ţegar menn lenda í vandrćđum.
Mér er síđur en svo alls varnađ ţegar lögreglan er annars vegar. Aldrei mundi ég ybba gogg viđ hana ef hún birtist á sviđinu ţar sem ég vćri, en mér skilst ađ hún megi hvergi láta sjá sig án ţess ađ verđa fyrir einelti og ađkasti. Ég mundi hins vegar lúffa ţegar í stađ og verđa eins og bráđiđ smjer.
Ţetta vildi ég sagt hafa um mig og lögguna tll ađ létta af vinkonum mínum og vinum ţungum áhyggjum.
Ég | Breytt 5.12.2008 kl. 20:43 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
11.9.2007 | 12:38
Ég og bókmenntirnar
Nú stendur yfir bókmenntahátíđ. Ekki hef ég lesiđ eina einustu bók eftir ţá erlendu höfunda sem mćttir eru til leiks. Ég vissi ekki einu sinni ađ flestir ţeirra vćru til.
Sú var tíđin ađ ég var allur á kafi í bókmenntum og las eiginlega allt sem tönn á festi. Ég ţekkti íslenskar bókmenntir, fornar og nýjar, afar vel og las alla höfunda kerfisbundiđ, bók fyrir bók. Ég las líka heilmikiđ af útlendum bókum. En fyrir svona fimmtán árum fór ţetta ađ breytast. Ég fór smám saman ađ lesa minna og nú er svo komiđ ađ ég les lítiđ af ţví sem kallađ er fagurbókmenntir. Ég hef til dćmis ekki fylgst kerfisbundiđ međ íslenskum bókmenntum ţessi fimmtán ár. Ég hef lesiđ bók og bók. Og ţađ sem ég hef lesiđ heillar mig ekki. Síđasta haust ćtlađi ég ađ byrja á ţví ađ lesa ţađ sem ég hef ekki nennt ađ lesa síđustu árin. Ţegar til kom brast mig úthald. Ţćr bćkur sem ég las héldu einfaldlega ekki áhuga mínum. Mér fannst alltaf ađ ég gćti gert eitthvađ betra viđ tímann. Og ég gafst upp. Ţađ er samt á dagskrá ađ gera ađra tilraun.
Ég er samt ekki hćttur ađ lesa. Ég er sílesandi. En í stađ ţess ađ lesa ímyndanir skálda les ég frćđilega bćkur um veröldina; sagnfrćđi, heimspeki og vísindi, alveg sérstaklega náttúruvísindi.
Ekki veit ég hvernig á ţessari breytingu stendur. Ekki hefđi ég trúađ ţví ţegar ég var ungur ef ţví hefđi veriđ spáđ fyrir mér ađ ţegar ég vćri loksins orđinn gamall og vitur ađ fagurbókmenntir hćttu ađ heilla mig upp úr skónum. Ţćr hafa samt enn smávegis ađdráttarafl. En bara ţegar ég er í vissri stemningu. Áđur höfđu ţćr ćtíđ ađdráttarafl. Ég hlusta líka miklu minna á tónlist en ég gerđi áđur en finnst samt alltaf jafn mikiđ til hennar koma. Hún er miklu ćđri listgrein en bókmenntirnar.
Alveg sama hvađ bókmenntanördarnir segja!
Já, ég er kominn langa leiđ frá bókmenntadellu fyrri ára.
Ég er loksins orđinn gamall og vitur.
Andbókmenntalegur eftirmáli: Í dag er hvorki meira né minna en ţessi sögufrćgi 11. september. Ósköp er hann leiđinlegur. Ţá var nú gamli 12. september betri: "Draumur fangans" og allt ţađ, uppáhaldslagiđ í Guantanamo. En í dag á ein af bestu vinkonum mínum afmćli og einn af bestu vinum mínum líka. Bćđi eru ţau orđin hundgömul og batna ekki međ árunum. Ég veit ađ ţau lesa alltaf bloggiđ mitt og eru mér hjartanlega sammála um ţetta.
Ég | Breytt 5.12.2008 kl. 20:52 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
1.9.2007 | 17:28
Myndlistarsýning, ferđalag og fjarhrif
Í dag var ég viđ opnun myndlistarsýningar Kjartans Ólasonar í Ásmundarsal. Ţar eru ansi hreint sláandi myndir á veggjum. Međal sýningargesta var Sigurjón Magnússon rithöfundur sem skrifađi skáldsöguna um Kristmann Guđmundsson skáld. Ég man alltaf ţegar ég heyrđi sem unglingur viđtal Jónasar Jónassonar viđ Kristmann í útvarpinu. Ég hafđi ţá engar fyriframskođanir á skáldinu en fannst ţegar ég hlustađi ađ ţađ gengi ekki alveg heilt til skógar. Ég skynjađi kal á sálinni.
Ég las allar helstu bćkur Kristmanns nokkrum árum seinna. Hann er ekki mikiđ skáld, en ţćgilega lćsilegur. Verk hans eru nú ađ mestu gleymd eins og ţau eiga skiliđ. Hins vegar var svívirđilega fariđ međ Kristmman á sínum tíma af vinstri mönnum. Ekki síst af alkóhólistanum Sverri Kristjánssyni sem mjög hefur veriđ hampađ af vinstra genginu. Mér fannst hann fyrst og fremst vera hrokagikkur og skrifa upphafinn, flatan og tilgerđarlegan stíl.
Aggi ljósmyndari var líka ţarna og viđ spjölluđum um Elvis. Svo var ţarna ćgilega sćt kona sem ég veit ekkert hver er. Nú ţarf ég ađ fara ađ leggjast í njósnir.
Í kvöld fer ég á fund hjá Schuberthópnum. Viđ erum nokkrir félagar sem erum ađ undirbúa ferđ til Austurríkis, Ungverjalands og Slóvakíu. Viđ ćtlum ađ ţrćđa nákvćmlega alla sögustađi sem tengjast Schubert. Ţađ er ég sem hef skipulagt hvađ á ađ skođa en ađrir sjá um praktísku hliđina, svo sem ţađ ađ ganga frá gistingu og bílaleigu.
Ég hef oft komiđ til Vínarborgar. En ţađ er í mér einkennilegur kvíđi út af ţessari ferđ. Mér finnst eins og ţađ gerist eitthvađ. Hvađ skyldi ţađ nú vera?
Ég finn oft á mér hitt og ţetta. Ég finn til dćmis iđulega ţegar koma sérlega krúttlegar athugasemdir inn á bloggiđ mitt. Ţá fć ég alltaf sérstaka tilfinningu og fer ađ gá á bloggiđ. Ţađ bregst ekki ađ ţá er komin athugasemd frá Zou eđa Pönkaranum eđa Skessu eđa einhverjum öđrum stórvinum í blogginu.
En ég finn aldrei á mér leiđinlegar athugasemdir.
Ég | Breytt 5.12.2008 kl. 21:04 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (15)
24.8.2007 | 18:56
Sicko í stađ sjálfsvígs
Nú er mér öllum lokiđ. Ég var búinn ađ skrifa langa og feikna grimma fćrslu um vitleysisganginn í framkvćmdastjóra Geđhjálpar ađ vilja láta kryfja allt gamalt fólk til ađ gá hvort ţađ hefđi framiđ sjálfsvíg. En viti menn! Einmitt ţegar ég ćtlađi ađ birta fćrsluna kom ég viđ eitthvađ á músinni og fćrslan hvarf út í tómiđ.
Ég sem var í svo flottum ham.
Í gćr sá ég myndina Sicko eftir hann Michael Moore. Jú, ţetta er grátbrosleg mynd og allt ţađ en mér finnst hún samt rýrasta myndin sem ég hef séđ eftir hann.
Hún er svo fjandi vćmin. Kellíngar eilíflega skćlandi alla myndina. Mér finnst í lagi ađ fólk grenji hátöfum í lífinu ef illa liggur á ţví. En ađ grenja í kvikmynd er meira en ég fć afboriđ.
Ég | Breytt 6.12.2008 kl. 19:28 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
20.8.2007 | 01:12
Undarlegar tengingar í lífinu
Horfđi í kvöld á myndina um morđiđ á Gunnari Tryggvasyni leigubílstjóra áriđ 1968 í syrpunni um sönn íslensk sakamál.
Ţegar ég var um tvítugt bjó ég á Kambsvegi í Reykjavík. Einu sinni tók ég leigubíl heim til mín. Ég tók mjög vel eftir bílstjóranum vegna ţess ađ ţađ vantađi á hann annađ eyrađ. Nokkrum dögum seinna var framiđ ţetta morđ og ţegar ég sá mynd af hinum myrta ţekkti ég strax manninn sem hafđi ekiđ mér heim fáeinum dögum áđur. Og hann hafđi reyndar átti heima nokkrum húsum ofar á Kambsveginum.
Ţegar ég var tíu ára var ég nokkrar vikur međ fjölskyldunni í sumarbúđstađ í Skorradal. Viđ vorum ţar međ lítinn og fallegan hvolp sem hét Kópur. Ţá var hundahald bannađ í Reykjavík og ţegar viđ komum aftur í bćinn var hvolpurinn settur í fóstur hjá manni sem bjó skammt utan viđ bćinn. Og ţađ var einmitt mađurinn sem grunađur var um morđiđ á Gunnari leigubílstjóra en var sýknađur fyrir rétti. Svona getur mađur tengst mönnum og atburđum á hinn undarlegasta hátt.
Til hćgri er mynd af mér og hvolpnum. Ég er ansi góđur međ mig á myndinni en hundurinn samt miklu betri. Hćgt er ađ stćkka myndina međ tvíklikki til ađ sjá ţađ.
Einkennileg var ţessi mynd í sjónvarpinu. Mađurinn var sýknađur fyrir dómi en samt var eins og myndin vildi endilega gera hann sekan ţó ţađ vćri sláandi í málinu ađ ekki var nokkur leiđ ađ finna ástćđu fyrir ţví ađ sakborningurinn hefđi viljađ myrđa manninn.
Ţetta er ćgilega vond sjónvarpsmynd.
Ég | Breytt 6.12.2008 kl. 19:29 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
Fćrsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síđur
- Sólarminnstu júlímánuđir
- Ţíđukaflar ađ vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveđriđ frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauđ
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veđriđ í Reykjavík
- Slćr júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuđir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síđur ]
Eldri fćrslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006