Hitamet fyrir norðan

Hitinn fór í dag í 16,9 stig á Skjaldþingsstöðum í Vopnafirði sem er mesti hiti sem mælst hefur í janúar á veðurstöðvum í því héraði en þær ná til ársins 1930 fyrir janúar.  Á sjálfvirku stöðinni mældust  17,6 stig. Á Sauðanesvita fór hitinn í 16,6 stig sem er mesti hiti sem þar hefur mælst frá 1990. Á Staðarhóli í Aðaldal mældist hitinn 15,0 sem er met frá 1962.

Á sjálfvirku stöðinni á Siglufirði fór hitinn í 16,6 stig og 15,6  á Ólafsfirði og 15,3 á Hallormsstað en svo hátt fór hitinn aldrei þar á mönnuðu stöðinni árin 1938-1990 og munar miklu.  

Aðeins á einum stað á Spáni og öðrum í Portugal mældist meiri hiti í dag í Evrópu en hér á landi.

Mesti hiti sem mælst hefur á landinu í janúar er 18,8 stig og komu á Dalatanga þ. 14. 1992. Sama dag mældust 17,5 stig á Akureyri.

Mjög hlýtt loft sunnan út höfum er yfir landinu eins og sjá má hér fyrir neðan. Skammt fyrir sunnan land er 10 stiga hiti í kringum 1300 til 1400 metra hæð.

rhavn002.gif


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ég er á því að allt hafi umpólast. Danmörk er kominn á miðjan norðurpólinn og á Íslandi verður brátt hægt að týna vetrarappelsínur af trjám í Vopnafirði og ólífur í Biskupstungum. Ef þetta heldur áfram flyt ég heim og gerist gondólari. Ég er fyrir sumar og sól allt árið.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 25.1.2010 kl. 20:44

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Danmörk komin, átti þetta að vera. En ég fer brátt að tala ítölsku.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 25.1.2010 kl. 20:45

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þú getur líka mælt á gullaldar golfrönsku. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 26.1.2010 kl. 00:05

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Le Figaro Mali, Það geri ég nú þegar, og var tími til kominn nú þegar íslenskan á að fara í pant hjá ESB vegna Icesave skuldar. Við getum ekki mjálmað á forn-indóevrópsku tumgumáli ef við komust inn á bónuð teppi ESB.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 26.1.2010 kl. 08:12

5 Smámynd: Haraldur Sigurðsson

Vá! Furðulegt að sjá þessa heitu tungu sem teygir sig upp Atlantshafið úr suðri og sleikir Ísland. Varla varir það lengi....

Haraldur Sigurðsson, 26.1.2010 kl. 12:26

6 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Þetta er sérstakt náttúrufyrirbæri. Mig minnir að fyrir nokrum árum hafi aðstæður verið svipaðar í janúar og Hornbjargsviti hafi verið heitasti staður Evrópu.

Sigurbjörn Sveinsson, 26.1.2010 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband