Hvaða fornrit

Um þessa frétt vakna ýmsar spurningar.

Hvað rannsókn eða rannsóknir voru þetta?

Hvaða fornrit er átt við? Mig minnir að það séu tvær stuttar frásagnir um veðurfar í Landnámu. Einhverjar fleiri í biskupasögum. En töluvert í fornannálum.

Íslendingasögur hafa marga undanfarna áratugi ekki verið taldar marktækar heimildir um veðurfar. Ekki veit ég til þess að frásagnir þeirra um veður hafi verið rannsakaðar sérstaklega, hvað þá bornar saman við náttúrufarslega veðurvísa.


mbl.is Fornritin góð heimild um veður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég heyrði utan af mér að síðbúnum yfirlesara Nature hafi ofboðið bullið í greininni um Íslendingasögurnar - en það hafi verið of seint - greinin var komin í prentun. Sama heimild taldi greinina þó góða að öðru leyti. Ég hef ekki lesið hana ennþá.

Trausti Jónsson (IP-tala skráð) 9.3.2010 kl. 23:26

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Síðbúinn yfirlesari NATURE. Hann væri skemmtilegt að sjá. Greinilega skarpari en þeir sem fyrstir fá.

Þetta er eins og mörg önnur vitleysan, þar sem (mestmegnis) bandarískir vísindamenn telja sig læsa á íslenska menningarsögu. Fyrst verða þeir að læra að lesa.

Eitthvað segir mér, að þessar niðurstöður á skeljum, hafi áður verið uppi á borði.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 10.3.2010 kl. 00:48

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Og hér má lesa greinina

Sigurður Þór Guðjónsson, 10.3.2010 kl. 09:38

4 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Ég las greinina og verð að viðurkenna að þekking mín á annálum og veðurfari í þeim er ekki nógu gott til að dæma um hvort þar sé bull eða ekki. Hitt er annað að þetta er stórmerkileg rannsókn ein og sér - óháð tengingu við fornannálana/fornritin.

Höskuldur Búi Jónsson, 10.3.2010 kl. 11:06

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Já.

Sigurður Þór Guðjónsson, 10.3.2010 kl. 11:22

6 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Sigurður.

Umfjöllun um rannsóknir á skeljum við Orkneyjar í The Times:


March 11, 2010

Weather eye: Orkney shells yield clues to ancient climate

http://www.timesonline.co.uk/tol/news/weather/article7056875.ece

div#related-article-links p a, div#related-article-links p a:visited { color:#06c; }

In about the 9th century the Vikings invaded Orkney, which became a colony of Norway until the islands were annexed by Scotland in 1472. The Vikings thrived on farming and fishing, but what was the climate like in those days?

On a sandy beach at Quoygrew on the island of Westray, Orkney, waves have scoured a bank and revealed a Viking rubbish tip of seashells from limpets, possibly used as bait by Viking fishermen between AD800 and AD1200. And those shells have yielded a fascinating archive of ancient climate.

Shellfish grow all year round, and each year of their growth shows up as very thin lines in their shells, giving their age. The temperature of each season can also be read from the proportions of two different forms of oxygen that were in the seas when the limpets were alive — cold seas are rich in one type of oxygen and warmer seas have more of the other type. And the Orkney shells taken from the 9th and 10th centuries show that sea temperatures, and hence the climate, were similar to today. However, detailed analysis revealed that summer temperatures were slightly warmer than today, and winter slightly cooler. Why the seasons were more exaggerated in Viking days is not clear, though.

In fact, the climate of modern Orkney and Shetland is remarkably mild all year round and has the smallest daily temperature range over the year in the UK. This is thanks to the mild waters of the North Atlantic Drift, the extension of the Gulf Stream, which keeps the islands warm in winter but cool in summer. That said, local people say that they have nine months of winter and three months of bad weather.

Ágúst H Bjarnason, 12.3.2010 kl. 06:40

7 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll aftur Sigurður

Bara að benda á umfjöllun hjá The Observatory þar sem Dr David Whitehouse skrifar og Ísland kemur við sögu...

New technique shows Roman Warm Period Warmer than Present Day

Wednesday, 10 March 2010 23:39 Dr. David Whitehouse
 

 Þar stendur á miðri síðunni eða svo:

"... Oxygen isotope values for the two oldest bivalves in the study show a cold spell between 360 BC to 240 BC that has some of the coldest temperatures in the entire series of observations that stretch to about 1660 AD. Following this period it seems that temperatures increased rapidly such that temperatures from 230 BC are significantly higher. In fact a shell from 130 BC recorded the highest temperature in the entire 2,000-year dataset.

Between 230 BC and 40 AD there was a period of exceptional warmth in Iceland that was coincident with the Roman Warm Period in Europe that ran from 200 BC to 400 AD. This Icelandic shell data series suggests that the RWP had higher temperatures that those recorded in modern times.

By 410 AD there had been a return to cooler temperatures presaging the onset of a cold and wetter era called the Dark Ages Cold Period between 400 AD and 600 AD.

The subsequent warming trend in Iceland took place from 600 AD to 760 AD about a century before prolonged warming began in Europe than in the subsequent centuries led to the Medieval Warm Period that was about as warm as the Roman one.

Iceland was initially settled between 865 AD – 930 AD, and it is often assumed this happened when the climate was favorably warm for sea voyages and settlement. The reconstructed temperatures in this study suggest they were high just before Iceland’s initial settlement began but deteriorated shortly afterwards.

The study's findings suggest that details of climate recorded in Icelandic sagas are reasonably accurate.

In the 1000s the Icelandic “Book of Settlements” reports a famine so severe “men ate foxes and ravens” and “the old and helpless were killed and thrown over cliffs.” According to his shells, it was a difficult period with summer water temperatures peaking at only 5-6 degree C, down from as high as 7.5-9.5 degree C only 100 years earlier. ..."

Ágúst H Bjarnason, 12.3.2010 kl. 14:15

8 identicon

Sæll Sigurður

 Hafðu bestu þökk fyrir alla vinnuna við annálana, sem ég sá

á heimasíðu Veðurstofunnar.  

Hér eru tvær örritgerðir um staðbundna vinda sem sagt er frá í Eglu og Laxdælu.  Þær voru birtar í ráðstefnuriti ICAM sl. sumar (bls. 4-7:

http://www.pa.op.dlr.de/icam2009/extabs/ICAM2009-AnnMeteo44-OralPresentations.pdf

Haraldur Ólafsson (IP-tala skráð) 14.3.2010 kl. 11:36

9 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hér er hægt að klikka beint á greinarnar sem Haraldur sendi.

Sigurður Þór Guðjónsson, 14.3.2010 kl. 12:21

10 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Takk fyrir þetta Haraldur! Alveg stórmerkilegt! Kannski eiga svo fleiri íslendingasögur eftir að fá uppreisn æru en Egla og Laxdæla sem heimildir um veðurlag og veðurfar. Ekki er ólíklegt að þar finnist ýmislegt fleira um veðurlag ef að væri gáð.

Sigurður Þór Guðjónsson, 14.3.2010 kl. 12:27

11 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Þetta er skemmtilegt viðfangsefni og fræðandi. Ég er orðinn tútinn af fróðleik um katabatic vinda, fallvinda eða fjallvinda eða hvað menn vilja kalla þá á íslensku.

Það er ekki alveg borðleggjandi að höfundur Eglu lýsi hér hinu sérstaka fyrirbæri, sem vel er þekkt í fjörðum Noregs sbr. grein Haraldar og félaga. Mér finnst það þó líklegra en að um einfalda áttarlýsingu sé að ræða. Það væri forvitnilegt að finna samtímaheimildir í Noregi til samanburðar og svo er margt í málhefð almennings í fjörðum Noregs ennþá ævafornt.

Ég verð þó að gera athugasemd óskylda umræðuefninu. Ólafur Þórðarson hefur tæplega skrifað Laxdælu nema skv. fyrirsögn. Á Laxdælu eru augljós merki konu. Etv. hefur amma hans, Guðný, sagt afkomendum sínum en ekki Ólafi. Þau voru ekki samtíða.     

Sigurbjörn Sveinsson, 16.3.2010 kl. 12:44

12 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Sigurður, þeir vitna í Ogilvie (tilvitnum 30), og m.a. í greinina í Acta Archaeologica, sem var skrifuð í framhaldi af þeim  fyrirlestri  sem Ogilvie hélt árið 1989 í Maine í Bandaríkjunum, sem ég gagnrýndi mjög. Þetta eru ekki góð vísindi. Heimildarýni náttúrufræðinga er hér ekki upp á marga fiska.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 18.3.2010 kl. 07:32

14 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Menn verða að gera sér grein fyrir aldri og ritunartíma heimilda. Í mörgum af þeim greinum sem hér hafa verið nefndar og menn tengja í, er greinilegt að höfundarnir hafa ekki nennt því.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 18.3.2010 kl. 07:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband