3.4.2010 | 10:39
Litlir karlar
Það er ekki hægt að segja annað en Páfagarður leggist lágt með því að líkja við gyðingaofsóknir fréttum mjög virtra fjölmiðla sem virðast benda til þess að páfinn hafi hylmd yfir kynferðisbrot gegn börnum. Enda hafa talsmenn gyðinga og fórnarlamba barnakynferðisofbeldis lýst yfir viðbjóði sínum á orðum þessa húsprédikara Páfagarðs.
Sumir hafa fundið að því að menn setji út á kaþólsku kirkjuna vegna misnotkunar presta á börnum. Segja að slík misnotkun sé svo algeng í mannlífinu og barnaníðingar finnist alls staðar, í skólum, barnaheimilum og svo framvegis. En þetta með kaþólsku kirkjuna snýst ekki um einstaklinga endilega heldur afstöðu. Það er leyndin sem virðist hafa verið kerfisbundin, aðgerðaleysið, sem ýmsir yfirmenn kaþólsku kirkjunnar viðhöfðu EFTIR að þeim var ljóst að kynferðismisnotkun var beitt sem hneykslar fólk. Veraldlegar stofnanir hafa ekki kóað eins mikið með brotlegum einstaklingum í sínum röðum.Kaþólska kirkjan er afar voldug stofnun. Gagnvart henni voru varnarlaus börn sem voru í hennar umsjá. Þetta er því mjög alvarlegt mál frá mörgum sjónarhornum. Ekki nema von að menn hneykslist og það á ekki á nokkurn hátt að bera í bætifláka fyrir kikjuna. En nú gerist gamla sagan: þolendurnir breytast jafnvel í sökudólga, misgerðarmennirnir, kirkjunnar þjónar og sú stofnun sem kóaði með þeim og gerði þeim fært að halda misnotkuninni áfram, verður að nokkurs konar fórnarlambi.
Það kemur ekki síst vel fram í þessu dæmi um frétt sem bendir til þess að páfinn hafi vitað af kynferðismisnotkun án þess að hafast neitt að.
Gagnrýna samlíkingu í Páfagarði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Það er varla við öðru að búast af mönnum sem dýrka bók sem hreinlega lofsamar nauðganir... og þá einna helst á hreinum meyjum...
En hey kannski ætti kaþólska kirkjan að spá í því að hún sjálf stundaði gyðingaofsóknir í margar aldir...
DoctorE (IP-tala skráð) 3.4.2010 kl. 11:23
Sussss DoctorE
Hamarinn, 3.4.2010 kl. 12:56
Helvíti er svo sneisafullt af prestum og kirkjunnar fólki, að þar er ekkert pláss fyrir mig og þig Doctor....ef djöfulinn er að finna einhversstaðar, þá er það í kirkju...
Hroki kirknanna gagnvart manneskjum er botnlaus, og sú andskotans ósvífni sem er falin í afstöðu stofnunarinnar gagnvart brotum sinna manna er djöfulleg...í mínum huga er prestshempan ávísun á spillingu og mannfyrirlitningu...
Haraldur Davíðsson, 3.4.2010 kl. 22:30
Húsprédikarinn hefur nú beðið gyðinga og þolendur kynferðisofbeldis afsökunar á ummælum sínum og ber að virða það.
Sigurður Þór Guðjónsson, 5.4.2010 kl. 12:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.