Heppni að ekki sé austanátt

Mikil röskun hefur orðið á flugi í norðanveðri Evrópu vegna gossins í Eyjafjallajökli. Margir flugvellir eru lokaðir og flug liggur einfaldlega niðri.

Mjög sterkur vestanvindur er yfir landinu og austur um sem ber öskuna með sér.

Annað kvöld mun snúast til skammvinnrar norðanáttar og mun aska þá berast yfir sveitirnar fyrir sunnan jökulinn en síðan á að snúast aftur til vestanáttar.

Við erum heppinn í bili að ekki skuli vera ákveðin austanátt eins og var dögum saman fyrir skömmu. 

Þá væru flugvellirnir í Keflavík og Reykjavík báðir lokaðir. En reyndar er ekki flogið  núna til Norðurlanda að minnsta kosti.

Á myndinni má sjá vestanstrenginn yfir landinu á austurleið eins og hann lítur út í kringum 9 km hæð. Skotvindurinn, feikna hvass, sums staðar yfir 100 hnútar, kringum 55 m/s,  er beint yfir landinu. Gosmökkurinn nær reyndar ekki svona hátt upp en vindafarið er ekki ósvipað neðar.

Kortið er af Brunni Veðurstofu Íslands.

hirlam_jetstream_2010041506_00.gif

 

 


mbl.is Aldrei áður jafn mikil röskun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

segir maður ekki „úr“ brunni?

Brjánn Guðjónsson, 22.4.2010 kl. 11:57

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Jú, kannski en það er of seint að byrgja brunninn þegar barnið hefur dottið ofan í hann.

Sigurður Þór Guðjónsson, 22.4.2010 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband