Hve nær er nóg nóg

Það er auðvitað gaman að gera sér glaðan dag. En allt hlýtur að vera best í hófi. Skemmtanafíkn Íslendinga á vegum bæjarfélaga, sem hófst til hæstu hæða meðan græðgisdellan var sem mest, hlýtur samt að vera búin að fá á sig hreinlega nevrótískan svip.

Skíðavikan, Aldrei fór ég suður, Hafnardagar, Bjartir dagar, Sjóarinn síkáti, Útifjör, Víkingahátíðin, Jónsmessuhátíðir, Bjartar nætur, Bjartir dagar, Sólseturshátíð, Lummudagar, Blóm í bæ, Humarhátíð, Írskir dagar, Þjóðlagahátíð, Sæluhelgi, Skógarhátíðin mikla, Brú til Borgar,  Bryggjuhátíð, Húnavaka, Kátt í Kjós, Sænskir dagar, Danskir dagar, Kátir dagar, Reykholtshátíð, Mærudagar, Tálknafjör, Síldarævintýrið, Aldrei fór ég suður, Mýraeldar, Tekið til kostanna, Sæluvika, Vor í Árborg, Skjaldborg, Eldur í Húnaþingi, Síldarævintýrið, Fiskidagurinn mikli, Grímsævintýri, Ormsteiti, Grenivíkurgleði, Kántrýhátíð, Sveitasæla, Blómstrandi dagar, Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, Neistaflug, Sandgerðisdagar, Ljósanótt, Veturnætur, Haustfagnaður, Dagar myrkurs.

Hér er ekki allt upp talið.

Maður er manns gaman og eflaust er sumt sem hér er upptalið ágæt  skemmtun. En það er heldur ekki hægt að horfa framhjá því að magnið eitt og sér er  bókstaflega  undravert í litlu landi þar sem hægðarleikur er fyrir marga að færa sig af einni hátíð yfir á aðra. Vera í samfelldu ''fjöri'' allan bjartari helming ársins og lengur þó. Og þessu fylgir oft mikill ''erill'' eins og það er kurteislega orðað en það er annað orð yfir mikið og almennt fyllirí. 

Er þetta ekki orðið hrein della?

Jón Gnarr borgarstjóri í Reykjavík er að hugsa um að sleppa flugeldasýningunni á Menningarhátíð. 

Vonandi gerir hann það. Og vonandi verða þau viðbrögð líka til þess að menn fari að íhuga almennt hvort þessi skemmtanafíkn Íslendinga á vegum bæjarfélaga sé ekki komin út í  hreinar öfgar. Að einhvern tíma verði nóg alveg yfrið nóg.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er til nægjanlegt magn af víni til að uppfarta allar þessar samkomur. Þarf ekki Jesúm Krist til að breyta sjó í vín og skótaui í þjóna. Það er engu líkara en þegnarnir séu mettaðir af fimm brauðsneyðum og tveimur fiskum... en eitt kraftaverkið hjá svo fátækri þjóð

daniel magnússon (IP-tala skráð) 11.8.2010 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband