Ćvisögubrot um kistindómsfrćđslu í skóla

Veturinn 1961-1962 var ég í öđrum bekk í Gagnfrćđaskóla austurbćjar. Ţennan vetur var ţar starfandi málfundaklúbbur og sá um hann Erlendur Jónsson kennari, síđar ritdómari og skáld. Einu sinni var umrćđuefniđ hvort kristindómsfrćđsla í skólum vćri ćskileg. Ég hafđi framsögu um efniđ ásamt fleirum og flutti skrifađa rćđu.

Ég var 14 ára. 

Nćsta vetur var ég í landsprófi. Um voriđ veiktist ég og gat ekki tekiđ prófin. Ég settist ţví aftur í landsprófsbekk haustiđ 1963 og var ţá orđinn 16 ára.

Skólablađiđ hét Blysiđ. Ritstjóri ţess ţennan vetur var Óttar Guđmundsson sem síđar varđ kunnur geđlćknir. Ţađ ćxlađist ţannig ađ rćđan mín um kristindómsfrćđsluna í skólum var birt í Blysinu skömmu fyrir jól. 

Ég var andvígur kristindómsfrćđslunni og fćrđi fyrir ţví ýmis rök sem margir mundu nú telja góđ og gild. Áréttađi ađ kenna ćtti almennt um trúarbrögđ heimsins en á ţessum árum var aldrei minnst á nein trúarbrögđ í skólunum nema kristnina og ţađ voru enn kenndar biblíusögur. En ég gerđi líka gys ađ meyfćđingunni. Ég benti á ţau orđ ritningarinnar ađ María hafi veriđ föstnuđ Jósef og guđ hafi ţví augljóslega brotiđ sitt eigiđ bođorđ sem hann vildi ađ mennirnir hefđu í heiđri, sem sé ţađ ađ drýgja ekki hór. Ekki fć ég annađ séđ en ađ ţessi rökfćrsla standist alveg.

Greinin var samt kannski nokkuđ ungćđisleg enda var hún skrifuđ af 14 ára unglingi. 

Blađiđ kom út 16. desember.

Ég var eitthvađ lasinnn daginn eftir og fór ekki í skólann. En fyrir hádegi hringdu til mín strákarnir  í  ritnefndinni. Ţeir sögđu ađ skólastjórinn vćri ćfur yfir birtingu greinarinnar og hefđi haldiđ yfir ţeim skammarrćđu og skipađ ţeim ađ rífa síđuna međ greininni úr ţeim blöđum sem enn átti eftir ađ dreifa til nemenda. Strákarnir sögđu ađ skólastjóri hefđi sagt ađ tćpt vćri ađ ritnefndin fengi ađ halda áfram námi viđ skólann og kennarinn sem var ábyrgđarmađur blađsins héldi starfi sínu.

Skólastjóri kallađi síđan nemendur og kennara til fundar á sal. Ţar afsakađi hann ţessa grein og sagđi ađ hún túlkađi einungis afstöđu eins nemenda en ekki skólans í heild - rétt eins og menn vissu ekki ađ hver sem skrifađi í skólablađiđ gerđi ţađ á eigin ábyrgđ.

En skólastjóri gerđi meira. Ég gat ţess ađ ég hefđi veikst veturinn áđur. Ţá varđ ég fyrir hastarlegum og margendurteknum hjartsláttartruflunum og var settur í ítarlega rannsókn á sjúkrahúsi. Síđar kom í ljós ađ um var ađ rćđa ţađ sem nú yrđi kallađ  kvíđaröskun. Mér var vísađ til sálfrćđings sem ég talađi viđ í nokkur skipti. Ţessi hjartsláttarköst hurfu svo alveg á  fáum árum. 

Ađ sögn skólafélaga minna í ritnefndinni, sem ég skrásetti samdćgurs í dagbókina, gerđi skólastjórinn Sveinbjörn Sigurjónsson í rćđu sinni beinlínis lítiđ úr grein minni međ ţví ađ ýja ađ andlegri vanheilsu nemandans sem  skrifađi hana. Og nefndi ţví til sönnunar viđtölin viđ sálfrćđinginn. 

Nemendur klöppuđu ekki fyrir rćđu skólastjóra og ţađ var kurr í ţeim eftir hana.

Margir hringdu í mig. Ţeirra á međal var Jón Sigurđsson sem síđar varđ ráđherra og bankastjóri og hafđi veriđ  mjög atkvćđamikill á málfundum međan hann var í skólanum og Ármann Sveinsson, fađir Birgis alţingismanns, efnismađur sem lést langt fyrir aldur fram. Ţetta atvik flaug um bćinn og var mikiđ rćtt í öllum famhaldsskólum. Allir hneyksluđust á athćfi skólastjórans. 

Mér fannst ég ekki taka ţetta neitt inn á mig í fyrstu. En hins vegar lćstust saman  á  mér hnén í tvo daga svo ég gekk um eins og spýtukall! Feginn var ég ţó ađ hafa ekki veriđ í skólanum ţegar skólastjórinn kallađi á sal. Síđar tók skólastjórinn mig  á  eintal. Hann sakađi mig um dómgreindarleysi en sagđi ađ ekki yrđi meira gert í málinu.

En fjölskylda mín vildi gera meira í málinu. Hún hafđi samband viđ nokkra lögfrćđinga sem sýndu engan áhuga fyrr en Ţorvaldur Ţórarinsson tók ţetta upp á arma sína. Strákarnir í ritnefndinni sögđu honum söguna. Ţovraldur sagđi ađ lokum ađ hann myndi kvarta til menntamálaráđuneytisins. 

Leiđ nú og beiđ fram yfir áramót. Föstudaginn 3. janúar 1964 birtist frétt á baksíđu Vísis undir fyrirsögninni ''Grein ''klippt'' úr skólablađi''. Ţar segir: ''Gísli Sigurbjörnsson, forstjóri, hefir bent blađinu á ađ rétt fyrir jólin hafi birzt grein í skólablađi einu hér í borg ţar sem fariđ sé slikum orđum um kristindóminn ađ alla, sem virđa ţau mál einhvers, hljóti ađ setja hljóđa.'' Gísli kvađst ''engan veginn gera ţetta til ţess ađ fordćma ţann pilt, sem greinina hefđi ritađ ...heldur einvörđungu í ţeirri von ađ fyrirbyggja mćtti í framtíđinni ađ slíkar ritsmíđir unglinga í ríkisskólunum kćmu fyrir almenningssjónir.'' Einnig talađi Vísir viđ skólastjórann sem ''harmađi'' ţennan atburđ og sagist hafa klippt greinina úr blađinu. Vísir hafđi hins vegar ekki fyrir ţví ađ rćđa viđ fjölskyldu mína og  hvađ ţá mig sjálfan.

Gísli Sigurbjörnsson tók fram í Vísi ađ hann hefđi látiđ ýmsa yfirmenn skóla og kirkjumála vita af ţessu, svo sem biskupinn, frćđslumálastjóra, frćđslustjóra Reykjavíkur, námsstjóra Gagnfrćđastigs og formann Prestafélags Íslands, ađ ógleymdum menntamálaráđherra. 

Eftir á ađ hyggja finnst mér merkilegt ađ frá svona atburđi skuli vera skýrt í áhrifamiklum fjölmiđli, eins og Vísir ţá var, án ţess ađ nokkrar minnstu umrćđur yrđu um máliđ á opinberum vettvangi. Samt er ţarna lýst feimnislausri skođanakúgun á trúarlegum grunni og fjallađ um grein skóladrengs eins og um vođaverk vćri ađ rćđa. Mér finnst líka athyglisvert ađ allir ţessir háu herrar,  forsvarsmenn mennta-og kirkjumála, skuli hafa vitađ um ţessa atburđi og látiđ bara eins og ekkert vćri,

Ţetta minnir  mig ansi mikiđ á óttann og undirgefnina sem kom fram í dönsku myndinni Draumurinn sem Ríkissjónvarpiđ sýndi fyrir nokkrum dögum. Ofbeldi gegn nemendum í skólum  er látiđ átölulaust.   

Í dagbók minni segir 12. febrúar 1964 ađ ég hafi frétt ađ menntamálaráđuneytiđ hafi veitt skólastjóranum áminningu. Ekki lćt ég ţess getiđ hvernig ég hafi frétt ţetta en ţykist alltaf hafa munađ ađ ţađ hafi veriđ Óttar Guđmundsson sem sagđi mér ţađ. Hins vegar man ég ekki og nefndi ţađ aldrei í dagbókinni ađ ég hafi frétt nokkuđ meira af málinu eftir öđrum leiđum og veit ţví í rauninni ekki hvađ gerđist. Og fram á ţennan dag hef ég aldrei haft geđ i mér til ađ grafast fyrir um ţađ.    

Ég minntist á ţessa atburđi á fasbókarsíđu minni fyrir nokkrum dögum. Eins og mönnum er kunnugt er fasbókin opinber vettvangur ţó hver og ein síđa sé ekki öllum opin. Ţá kom Gísli Gunnarsson prófessor í sagnfrćđi viđ Háskóla Íslands međ athugaemdir. Hann var kennari viđ Gagnfrćđaskóla austurbćjar ţegar ţessir atburđir gerđust og sagđist muna vel eftir ţeim. Hann segir ađ kennararnir hafi mjög reiđst atferli skólastjórans. En ekki hafa ţeir ţó reiđst ţađ mikiđ ađ reiđi ţeirra yrđi sýnileg út á viđ. 

Gísli segir ađ ţessi framkoma skólastjóra hafi veriđ mjög ólik honum ţví hann hafi veriđ mannvinur og húmanisti. Hann hafi hins vegar gert ţetta vegna ţrýstings hákristinna manna innan í valdakerfinu og utan ţess.

- Innan í valdakerfinu.

Ţađ voru áhrifamiklir trúađir valdamenn ađ beita sér bak viđ tjöldin gegn dreng í framhaldsskóla! Hvađa menn skyldu ţetta hafa veriđ? Reyndar heyrđi ég á ţessum tíma raddir um ţetta.

Gísli segir líka ađ kennarinn sem var ábyrgđarmađur blađsins hafi fengiđ óţćgilegar símhringingar frá trúmönnum og misst svefn um skeiđ. Um atvikin hafi hins vegar ekki veriđ talađ og ţau  voru  aldrei rćdd á kennarafundi. En skólastjórinn hafi heldur ekki fengiđ neinn stuđning frá kennurum.  

Af mér er ţađ hins vegar ađ segja ađ eftir ţetta fylltist ég óyndi miklu og hćtti í skólanum eftir fáeinar vikur.

Mér fannst ég hafa veriđ smánađur og niđurlćgđur frammi fyrir öllum í skólanum. 

Og ţó nú sé liđin nćstum ţví hálf öld síđan ţessir atburđir gerđust  hef ég aldrei treyst mér til ađ segja ýtarlega frá ţeim.

En nú er ég loksins búinn ađ ţví. 

Og mikiđ vona ég ađ kristileg gildi séu núna meira i hávegum höfđ međal skóla-og valdamanna en ţau voru á ţessum árum.  

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birnuson

Kćrar ţakkir, Sigurđur.

Birnuson, 22.10.2010 kl. 14:53

2 identicon

Takk fyrir ţetta. Grána gamla voru stundum mislagđar hendur.

Gudmundur Bjarnason (IP-tala skráđ) 22.10.2010 kl. 17:06

3 identicon

Takk fyrir greinina Sigurđur.

Ţetta er ekkert annađ en fasismi skólastjóra og heigulsháttur kennara sem nú segja skođun sína fimm áratugum of seint.

Pabbi minn, Sveinbjörn Markússon, kenndi í Austurbćjarskólanum (barnaskólanum) um ţetta leyti.

Ţar virtist frekar róttćkur andi á kennarastofunni.

Man sjálfur eftir hvađ mér misbauđ kristnifrćđikennsla í barnaskóla. Hafđi meiri áhuga á útţennslu alheimsins og ţróunarkenningunni en um ţađ vissu kennarara nánast ekki neitt.

Björn R. Sveinbjörnsson (IP-tala skráđ) 22.10.2010 kl. 18:59

4 identicon

Sćll Sigurđur. 

Mig langar ađ ţakka ţér fyrir ţessa frásögn. Hún segir mikiđ um mannlegar brotalamir og ţann "sjálfvirka sleppibúnađ" sem gjarnan er á viđbrögđum ţegar einhver ruglar viđteknum hugmyndum, einkum ef valdinu í samfélaginu er ógnađ. Gott fólk er fćrt um ađ gera vonda hluti ef ţađ er bara nógu hrćtt.

Ađ ţví leyti sem trú á guđ gerir menn rúđustrikađa er trúin vond. En sé hún farvegur víđsýni og jafnađar er hún góđ. Af ávöxtunum skuliđ ţiđ ţekkja ţá, sagđi góđur mađur.

Bjarni Karlsson (IP-tala skráđ) 22.10.2010 kl. 23:00

5 identicon

Takk kćrlega fyrir ađ deila ţessari reynslusögu. Tek fram ađ ég er mótmćlendatrúar og styđ ţćr hefđir sem skapast hafa í okkar skólakerfi og ţjóđfélagi varđandi hátíđir barna er tengjast jólum og páskum.

Var einmitt ađ hugsa um líkinguna međ dönsku myndinni Draumurinn og ţinni lífsreysnlu ţegar ég var stutt kominn ađ lesa ţessa reynslusögu. Ţetta er ţađ sama og í kvikmyndinni. Hreint ofbeldi.

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráđ) 22.10.2010 kl. 23:11

6 Smámynd: Ólafur Ţórđarson

Mjög áhugaverđ frásögn. Ţannig er ţađ ađ allir ţeir hlutir sem viđ upplifum á yngri árum hafa áhrif á hvernig mođum úr seinni árunum.

Ólafur Ţórđarson, 23.10.2010 kl. 01:06

7 identicon

Mögnuđ frásögn, takk!

Jórunn (IP-tala skráđ) 23.10.2010 kl. 03:15

8 identicon

Áhrifamikil frásögn sem setti mig hljóđa. Ţetta hefur veriđ skelfileg lífreynsla fyrir ţig sem ungan dreng!

Ţađ ađ ţessi umrćđa virđist ekki komin nema 2 skref áfram síđan ţetta var er umhugsunarvert, en kirkjunarmenn hafa alltaf haft og hafa enn mikil ítök á háum stöđum.

kv,

Björk

Björk (IP-tala skráđ) 23.10.2010 kl. 13:27

9 Smámynd: Óli Jón

Ţessi hagsmunamaskína kristinnar trúar hérlendis er enn virk og er skemmst ađ minnast öfgakenndra viđbragđa viđ fyrirćtlan ţáverandi menntamálaráđherra ţegar hún ćtlađi ađ fjarlćgja tilvísanir í kristiđ siđgćđi úr lögum um leik- og grunnskóla. Ţetta er fámennur hópur sem enn grćđir á ţví ađ viđ, sem ţjóđ, erum feimin viđ ađ gagnrýna kirkjuna, enda höfum viđ veriđ alin upp í óttablandinni og skilyrtri virđingu viđ hana. En ţađ er ađ breytast núna, sem betur fer, og ţess verđur ekki langt ađ bíđa uns trúnni verđur komiđ fyrir á sinn réttmćta stađ, á hliđarlínunni í ţjóđfélaginu, enda á hún ekki heima hvergi nema ţar.

Óli Jón, 23.10.2010 kl. 18:22

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband