Fall októbers er mikið

Meðalhitinn í október í Reykjavík er nú fallinn niður í 7,2 stig eftir að hafa verið 9,5 stig fyrstu 17 dagana. 

Veðurspáin til mánaðarloka er afleit og ef hún gengur eftir er ekki annað að sjá en meðalhitinn falli jafnvel niður í svona 5 og hálft stig. Þá sitjum við uppi með mánuð sem er aðeins um hálfu stigi hlýrri en október var að jafnaði árin 1931 til 1960 en nokkru kaldara var 1961 til 1990. 

Það er orðið alveg ljóst að mánuðurinn kemur hvergi nærri mánaðarhitametum. 

Fyrir norðan er nú vetrarveður. Á hádegi var sex stiga frost á Akureyri og stefnir jafnvel í kaldasta 25. október sem þar hefur komið í a.m. k. rúm sextíu ár. En þess ber að gæta að aðrir dagar um þetta leyti hafa þar orðið talsvert kaldari.

Þessi október hefur fallið og fall hans er mikið.

Allt þetta má sjá í fylgiskjalinu.  

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Í draumi er fall hans falið

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.10.2010 kl. 23:37

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Já, heldur betur. Og þið hafið ekki fengið neina hausthitabylgju til ykkar, sjaldan því vant.

Sigurður Þór Guðjónsson, 25.10.2010 kl. 23:50

3 identicon

Jón bóndi (IP-tala skráð) 26.10.2010 kl. 00:32

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Jón bóndi mættur á svæðið til að taka mig i bóndabeygju.

Sigurður Þór Guðjónsson, 26.10.2010 kl. 01:12

5 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Það er notalegt til þess að hugsa, að haustið ætlar verða eins og öll hin haustin,  þar sem allt fellur faðm endurtekningar með eðlilegu fráviki.  

Sigurbjörn Sveinsson, 28.10.2010 kl. 23:03

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mánuðurinn er að spjara sig ofurlítið betur í hitanum en spár gerðu um tíma ráð fyrir.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 29.10.2010 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband