Október ekki međal ţeirra tíu hlýjustu

Međalhitinn í október er 6,3 stig í Reykjavík en 4,3 á Akureyri.

Mánuđurinn kemst ekki á lista yfir tíu hlýjustu októbermánuđi í Reykjavík og heldur ekki yfir landiđ.

Samt er hann kringum 1,8 stig yfir međallagi á landinu. Hann er svipađur og október 2001 en annars verđur ađ fara til 1985 til ađ finna hlýrri október, bćđi fyrir landiđ og Reykjavík. Í Reykjavík er ţetta ţó ađeins 14. hlýjasti október frá 1866. Á landinu tel ég ţetta vera 13. hlýjasta október frá sama tíma.

Sem sagt ekkert til ađ gera veđur út af hér á Allra veđra von!

Eins og menn vćntanlega muna byrjađi mánuđurinn međ miklum hlýindum. Ţann 17. var međalhitinn í Reykjavík 9,4 stig eđa 4,4 stig yfir međallagi. En ţađ sem eftir var mánađarins var međalhitinn 2,5 eđa 1,1 stig undir međallagi. En hann hefđi alveg getađ veriđ ţrjú stig fyrir neđan međallag!

Af hlýjum október ađ vera er ţetta sólríkur mánuđur, sólarstundir líklega yfir hundrađ í höfuđstađnum. Sumir kvörtuđu um rigningar en úrkoma var ţó minna en helmingur ţess sem venja er í Reykjavík en um međallag á Akureyri.

Sem fyrr er hćgt ađ sjá ýmislegt varđandi mánuđinn í fylgiskjalinu, blađi eitt og tvö.

Og nú er veislan búin og ég spái fádćma harđindum og vetrarhörkum framundan! 

Mun sá vetur skuldalurkur og Hreggviđur hinn meiri kallađur verđa. 


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Hér verđur sem sagt allra óveđra von međ ísum og svellalögum langt fram á sumar.

Emil Hannes Valgeirsson, 1.11.2010 kl. 12:34

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hvernig lítur áriđ út í heild?

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.11.2010 kl. 12:43

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband