Algjört möst

Séra Örn Bárður Jónsson sendi fimmtán ára strák, sem skrifað hafði athugasemd á bloggsíðu hans, leiðbeiningar um hvar bráðamóttöku geðdeildar Landspítalans væri að finna. Hafði strákurinn skrifað grein á Vantrú þar sem hann gagnrýndi Örn Bárð og Þjóðkirkjuna.

Lítum á: Annars vegar er landþekktur prestur sem oft er kallaður til í sjónvarpi og útvarpi þegar rætt er um málefni kirkju og trúar. Það bendir til að hann njóti vissrar virðingar. Auk þess mun hann áreiðanlega njóta stuðnings Ríkiskirkjunnar ef hann þarf á að halda. Hins vegar er óþekktur fimmtán ára strákur sem hefur ekkert á bak við sig nema hugsun sína. Enga stofnun, ekkert kennivald. 

Ekki þarf að fara í grafgötur með það að óbein, en samt mjög skýr, ábending prestsins um að eitthvað væri athugavert við geðheilsu stráksins var ekki sett fram af umhyggju og velvild heldur til að hæðast að honum og niðurlægja.

Virtur prestur gegn fimmtán ára unglingi. 

Í leiðinni er fordómum gegn geðsjúkdómum gefið sterklega undir fótinn. Í gær var Elín Ebba Ásmundsdóttir að ræða um þá og fleira í viðræðum við Þórhall í sjónvarpinu. 

Þar er enn langt í land. 

Þessi frétt lét mig óneitanlega minnast minnar eigin reynslu sem unglings hvað varðar gagnrýni á trúarleg málefni. Þar átti reyndar ekki prestur í hlut en trúaðir einstaklingar samt og ýmsir prestar vissu af málinu og létu sér að því er virðist bara vel líka. Tímarnir breytast ansi hægt.

En það er tilhlökkunarefni þegar séra Örn Bárður tekur virðingarleysi gagnvart fólki og fordóma næst fyrir í einhverri prédikun sinni. Er hann ekki alltaf að prédika í þá áttina eins og sá sem siðferðilegt vald hefur?

Það verður nú alveg endilega að útvarpa þeirri þrumuprédkun.  Algjört möst!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ríkiskirkjan er afæta á íslensku samfélagi; Stráksi fær stóran PLÚS.

Svo bara verða þeir sem játast undir kristni að lesa sér til, lesa frigging bókina. Það er besta leiðin til að hætta að trúa, þetta er ekkert nema gömul handbók þrælahaldara.

doctore (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 12:46

2 identicon

Presturinn eitthvað að afsaka sig... og tekur svo tappann úr með að segja þetta
Í samskiptum mínum við öfgatrúaða guðleysingja á vefnum hef ég ekki stundað rannsóknir á aldri þeirra sem þar birta ofsafengin, yfirdrifin og oft á tíðum tryllt viðbrögð við málflutningi mínum og annarra presta.
http://visir.is/sera-orn-bidst-fyrirgefningar---vissi-ekki-ad-drengurinn-vaeri-olograda/article/2011846576287

Augljóslega er karlinn algerlega úti á þekju með allt.

En folks, lesa biblíu, þið munuð skammast ykkar óendanlega mikið fyrir að játast undir hana.

doctore (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 13:46

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Réttlætir það að gera lítið ur geðheilsu manna þó þeir telji þá vera öfgafulla guðleysingja? Það er ásteytingarefnið hér.

Sigurður Þór Guðjónsson, 26.1.2011 kl. 14:10

4 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Presturinn á að kunna að stilla skapi sínu í hóf, engin spurning. Unglingaaldurinn er viðkvæmt skeið og það þarf að fara varlega í hvernig talað er við börn.

Hvað skrifaði strákurinn til að kveikja svona í prestinum?

Ólafur Þórðarson, 26.1.2011 kl. 14:24

5 Smámynd: Pétur Harðarson

Hmmm... í fréttinni frá 25. jan tal Örn um strákinn sem "einhvern 15 ára strák" og vill svo ekki tala meir um málið. 26. jan. er hann svo auðmýktin uppmáluð og segjist ekki hafa gert grein fyrir að hann væri að skrifast á við "myndugan viðmælanda". Þetta verður að teljast frekar hæpin iðrun sem nægir varla fyrir farmiða úr helvíti.

Pétur Harðarson, 26.1.2011 kl. 14:40

6 identicon

Prestarnir láta bara svona vegna þess að þeir vita að "málstaður" þeirra er óverjandi með öllu.
Eins og Daniel Dennett segir um marga presta, hann hefur stúderað þá, talað við marga.
 Margir þeirra eru trúleysingar, en sjá sér ekki fært að hætta vegna þess að það myndi enginn vilja ráða guðfræðing í vinnu, þetta er gagnslaust nám.
Svo eru enn aðrir prestar sem trúa ekki lengur á guð, en trúa einfaldlega á trúna/kirkjuna.

doctore (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 14:54

7 identicon

Hér er viðtal við kappann, fyrir þá sem hafa áhuga
http://doctore0.wordpress.com/2011/01/15/daniel-dennett-interview-with-dan-barker/

doctore (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 14:57

8 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

 

?'' Ég geri ráð fyrir að foreldrar drengsins beri fulla ábyrgð á vafri hans á vefnum, skoðunum hans og framkomu.Ég biðst að sjálfsögðu afsökunar og fyrirgefningar á að hafa ekki gengið úr skugga um að viðmælandi minn á vefnum væri lögráða og þar með myndugur viðmælandi." Segir í afsökunarbeiðninni.
Fyrst er geðheilsan dreginn í efa svo myndugleiki drengsins og ábyrgð á skoðunum sínum. Er hægt að ganga lengra í því að niðurlægja einn mann? Hvað á að segja um svona framkomu?

Sigurður Þór Guðjónsson, 26.1.2011 kl. 16:25

9 identicon

Er einhvers annars að vænta frá mönnum sem telja sjálfa sig vera umboðsmenn "The master of the universe", já og boða það að 99% af íslendingum sem hafa fæðst verði pyntaðir til eilífðar.. og telja það vera gott. held ekki.
Reyndar eru sumir prestar hér að reyna að fela það sem biblían segir um það.. segja að þetta tákni eitthvað annað en það táknar.. þegar Sússi ætlar að henda okkur, vinum og vandamönnum í eldhaf.
Haldið þið að það sé ekki næs í himnaríki, að horfa á börnin sín brenna fyrir það eitt að geta ekki trúað á bjánann í biblíunni.

Það eitt að samþykkja svona boðskap er staðfesting á geðveiki þess sem trúir/dýrkar og boðar þetta þvaður.
Skömm fyrir ríkið og okkur öll að borga undir þetta pakk

DoctorE (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 18:58

10 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mér finnst þú nú Doksi kríta ansi liðugt með geðveikiskrítinni. Einstaklingar sem standa mér og eflaust þér framar að vitsmunum og þroska og geðheilbrigði trúa nú á guð en auðvitað líka annars konar fólk En áttu nokkuð kisu á lager, helst krassandi og hvæsandi?

Sigurður Þór Guðjónsson, 26.1.2011 kl. 19:10

11 identicon

Ég hika ekki við að benda á geðveiki þegar prófessional biblíupumparar eru annars vegar, þeir hafa enga afsökun, þeir hafa lesið dæmið... það er bara tvennt sem kemur til greina: Svindl eða geðveiki.. eða sambland af þessu tvennu.


Aðrir vita ekki betur, hafa ekki kynnt sér efnið, bara látið mata sig, eru fórnarlömb.

Jú ég luma alltaf á kisum sko

DoctorE (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 19:59

12 identicon

Þetta sem þú varst að segja um mig Siggi...

;)

DoctorE (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 23:09

13 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mali skríður nú bara undir rúm af hræðslu!

Sigurður Þór Guðjónsson, 26.1.2011 kl. 23:39

15 identicon

Ef presturinn færi eftir biblíu, sem hún segir um óþekka krakka; Samkvæmt henni þá á að grýta þá til dauða. Flettið þessu upp ef þið trúið mér ekki, þetta stendur í hornsteini íslands..

DoctorE (IP-tala skráð) 27.1.2011 kl. 07:58

16 Smámynd: Kama Sutra

Alltaf líflegra og skemmtilegra þegar krúttlegar kisur taka þátt í samræðunum. 

Kama Sutra, 27.1.2011 kl. 09:09

17 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Gunnar: Presturinn baðst afsökunar á þann n hátt sem ég vísaði til hér að ofan. Mér finnst það bæta gráu ofan á svart. Hann segist ekki hafa vita að um ungling var að ræða. En haldandi að um fullorðinn mann væri að ræða  gaf hann í skyn að eitthvað væri athugavert við geðheilsu bans. Það er út af fyrir sig ekki boðlegt, Og á því  biður hann ekki afsökunar,  aðeins á því að hann hafi ekki vitað að um ungling hefi verið að ræða. Honum hefði þá þótt þetta allt í lagi ef um fullorðinn mann væri að ræða. Svo segir hann að hann geri ræað fyrir að foreldrar drengsins beri á byrgð  á netframkomu hans sem honum finnst greinlega ekki vera til fyrirmyndar. Og áréttar að drengurinn sé svo ekki myndugur viðmælandi. Það er hann ekki í lagalegum skilningi á ýmsan hátt. En hann er það í hugsunarlegum skilningi, hann ber ábyrgð á skoðunum sínum, hefur sjálfstætt hugsana- og vitsmunalíf. Það núllar presturinn allt í burtu með þessum orðum alveg eins og hann gerði þegar hann gaf í skyn að viðælandi sinn væri geðveikur og þyrfti á bráðahjálp að ræða. ''Myndugur viðmælandi'', einstaklega rætin athugasemd. En presturinn telur sig áreiðanlega vera vel myndugan viðmælanda. Hér er ekki verið að tala um fjármál eða giftinga, heldur hvort einhver sé myndugur viðmælandi.

Þegar við fólk talar við ungling eru flestir meðvitaðir um hugsanlegan unggæðisskap og horfa í fingur sér með það í ljósi ungs aldurs. Taka mildilega á. En það merkir ekki að unglingar með hugsanlegum stælum sínum og öfgum séu ekki myndugar vitsmunaverur og ekki eigi að bera vissa viringu fyrir því sem þeir hugsa og segja, þó þeir séu ekki myndugir einstalingar í skilningi laga hvað varðar fjárhag og ýmis réttindi, t.d. kosningarétt og að ganga í hjónaband.  En þetta eru sjálfstæðir einstaklingar með sína sjalfstæðu hugsun og skoðanir, réttar eða rangar eftir atvikum. Allt þetta núllar afsökunarbeiðni prestsins burtu á einstaklega hrokafullan og rætinn hátt. Sviftir drenginn vitsmunalegum myndugleik og þar með ábyrg á skoðunum sinum en vísar þeirri ábyrgð yfir á foreldrana eins og um lögbrot hafi verið að ræða. Þetta finnst mér eignlega verra en væna fullorðinn mann um gepveiki. Úkoma er reyndar sú sama: Vimælandi prestsins er ekki marktækur að hans áliti.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 27.1.2011 kl. 13:44

18 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það að "skrifarinn" hafi verið ólögráða unglingur, aðeins 15 ára, er einmitt gert að aðalatriði í umfjöllun um þetta mál.

Sr. Örn Bárður vissi ekki um aldur drengsins. Mér finndist nú í lagi að menn kynntu sér málæði og "spam" drengsins, áður en þeir taka prestinn af lífi. 

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.1.2011 kl. 14:36

19 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það er ekki verið að taka prestinn af lífi. Það hlýtur að mega gagnrýna framkomu hans í þessu eina máli án þess að þannig sé tekið til orða. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 27.1.2011 kl. 16:03

20 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þess má líka alveg geta að ég hef á þessari bloggsíðu ekki verið að gagnrýna nafngreinda presta gegnum tíðina. En ég þoli hvorki þegar menn reyna að gera lítið úr málflutningi annarra með því að gefa í skyn að þeir séu geðveikir né þegar fullorðnir menn sem hafa hreiðrað vel um sig í þjóðfélaginu og hafa þannig visst vald eru að lítillækka unglinga. Hvort tveggja gerði þessi prestur. Það á ekki að yppta öxlum yfir því. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 27.1.2011 kl. 16:11

21 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Presturinn baðst afsökunar

Gunnar, presturinn baðst einmitt ekki afsökunar. Þetta var álíka mikil afsökun og að segja: "Ég biðst afsökunar á að viðmælandi minn sé fífl."

Hann baðst ekki afsökunar á ummælum sínum.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.1.2011 kl. 23:37

22 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

þetta er einmitt málið Hjalti Rúnar.

Sigurður Þór Guðjónsson, 29.1.2011 kl. 11:17

23 identicon

Davíð Oddsson var snjall þegar hann lét reka þennan mann úr nefndinni um árið.

kristjan (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband