8.2.2011 | 12:08
Og næst eru það þá veðurfréttir
Eftir suðvestangarrann sem kom um daginn er snjór nú víðast hvar meiri fyrir sunnan en fyrir norðan. Í Reykjavík er snjódýpt núna t.d. 17 cm en aðeins 3 cm á Akureyri. Í Eyjafjarðardal er hverfandi snjór og lítill í Skagafirði. Hins vegar er talsverður snjór á suðvesturlandi, 10-35 cm. Í Vestmannaeyjum 26 cm. Eftir hádegi er gert ráð fyrir að hlýni með rigningu og verði svo næstu daga að mestu.
Það vakti athygli mína að í fréttum Ríkissjónvarpsins í gær var sagt fullum fetum um að snjórinn væri ''kærkominn''. Eins og á því væri enginn vafi. Hver ætli hafi skrifað þá frétt ? Fréttamenn láta yfirleitt ekki uppi sínar persónulegu skoðanir á fréttum en þegar um snjó er að ræða þá er oft í Sjónvarpinu einmitt talað um hvað snjórinn sé kærkominn. Í gær voru reyndar svo margir í Bláfjöllum að öngþveiti myndaðist og varð að snúa fólki frá. Dæmigerður Íslendingabragur! Óhóf og brjálun! Sagt var líka í sjónvarpsfréttinni að að snjór hafi verið vikum saman víða um land nema á suðurvesturlandi. Það er rangt. Um mánaðarmótin var víðast hvar orðið snjólaust eða snjólítið á landinu.
Stundum fór ég á skíði sem strákur. En þó skíðaferðir séu ágæt skemmtun og þeir fagni snjónum sem njóta þeirra er það samt staðreynd að þeir eru nú ekki margir sem fara á skíði miðað við alla þá sem ekki gera það. Fleiri þurfa sem sagt að glíma við snjóinn en skíðafólk. Sem vel að merkja eru bara á skíðum í nokkrar klukkustundir stöku sinnum. Að leika sér. Atvinnubilstjórar gleðjast varla yfir miklum snjó þó þeir séu reyndar ýmsu vanir. Ekki heldur eldra fólk sem samt er vel ferðafært í góðri færð en lendir hreinlega í erfiðleikum að draga björg í bú þegar er mikill snjór. Og gangandi vegfarendur yfirleitt eiga ekki auðvelt með að komast leiðar sinnar í miklum snjó. En það er eiginlega ekki reiknað með að þeir séu yfirleitt til þegar snjór er annars vegar í fréttaflutningi. Margir árekstrar verða í snjó og stundum slys fyrir nú utan það að margir beinbrotna í hverri einustu hálkutíð. Á þetta allt er lítið minnst þegar sjónvarpið og reyndar fleiri fjölmiðlar reka upp fagnaðaróp þegar snjórinn lætur sjá sig. Snjórinn er ekki bara skemmtun og leikur. Mér finnst það satt að segja annars einkennileg hugsun að snjóatíð sé talinn meira fagnaðarefni fremur en sú góða og snjólausa tíð sem ríkti að mestu leyti í vetur sunnanlands en var þó síður en svo nein fádæmi.
Mér finnst sjálfum nýfallinn snjór geta verið sjarmerandi og viss ævintýrablær yfir honum um stund ef hann er mjög mikill. Sem áhugamaður um veður finnst mér allt veðurlag auðvitað áhugavert. En skemmtilegheit nýfallins snævar er oft hverfult gaman.
Mikill snjór á suðurlandi fellur gjarna í suðvestan leiðindaveðri eins og kom um daginn. Eftir það getur hæglega snúist í norðanátt. Þá frýs snjórinn og verður fljótt skítugur. Fátt er nöturlegra en norðankuldar eða austanþræsingur vikum saman yfir gamlan og harðfrosinn snjó. Enn verra getur þó verið þegar smáblotar koma sem frjósa síðan aftur svo myndast svakaleg svell. Svo snjóar ofan í það kannski og aftur hlánar með enn meiri hálku. Þannig getur þetta gengið vikum saman þegar mikill snjór hefur fallið. Það er þá ekki yfir miklu að gleðjast. Góða hláku þarf til að leysa upp svo mikinn snjó og nú er á suðurlandi. Fyrir norðan eru þessi snjóamál öðruvísi. Þar verður snjórinn ekki eins leiðinlegur og syðra. Hann heldur sér frekar, smá sunnanblotar ná oft ekki þangað og svo bætist bara við hann í norðanáttum.
Nú er einmitt að koma hláka en ég efast um að hún verði svo sterkt og langvinn að hún eyði öllum snjónum á suðurlandi.
Meðalhitinn það sem af er mánaðar er kringum eitt til eitt og hálf stig undir meðallagi sem er auðvitað ekkert óskaplegt. Oft verður kaldast í kuldaköstum rétt áður en hlýnar og á Þingvöllum fór frostið í nótt í 20,5 stig.
Áfram er hægt að fylgjast með mánuðinum í fylgikskjalinu, blaði eitt og tvö.
Flokkur: Mánaðarvöktun veðurs | Breytt 23.2.2011 kl. 19:19 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Er það við hæfi sem sannur íslendingur að kvarta yfir dálitlum snjó sem hverfur jafnharðan aftur? Hvað um forfeður okkar sem máttu þola ísa og harðindavetur í lange baner?
Emil Hannes Valgeirsson, 8.2.2011 kl. 21:46
Ég er vestmannaeyingur!
Sigurður Þór Guðjónsson, 8.2.2011 kl. 22:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.