1.4.2011 | 19:46
Hvernig verður apríl
Mér finnst alltaf 1. apríl vera fyrsti dagur vorsins þó ekki sé nú alltaf komið vorveður. Þegar jörð er orðin auð og komið fram í aprílmánuð finnst mér náttúran vera búinn að gera vorhreingerningarnar.
Hvað finnst mönnum um þetta nýja myndform sem komið er á veðurfréttir sjónvarpsins? Þarna er kort af landinu með landslagi í dýpt. Kannski verður einhvern tíma sýnt hvernig það virkar á veðrið á sérstökum stöðum í sérstöku veðurlagi. Gaman að sjá ástandið í Ameríku þó sárlega sakni ég Eureka og Alerts á Kanadaeyjunum! Þar vilja vorharðindi oft verða í harðara lagi!
En við fylgjumst með apríl hér í fylgiskjalinu.
Meginflokkur: Mánaðarvöktun veðurs | Aukaflokkar: Bloggar, Veðurfar | Breytt 11.4.2011 kl. 12:47 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Gleðilegt vor - mér þótti veðurfréttatíminn flottur.
Höskuldur Búi Jónsson, 1.4.2011 kl. 21:04
Æ mér finnst þetta vera enn ein afturförin í veðurfréttum og sannfæra mig ennþá betur um hvað gömlu handteiknuðu kortin voru góð, jafnvel í svarthvítu. Þar var líka staldrað við hvert kort og yfirlitskortin voru ekki á ferð á flugi. Svo eru veðurtáknin núna svo fínleg að þau eiga það til að hverfa í Íslandskortið sem er allt of litríkt í grunninn, sama má segja um Evrópukortið og Ameríkukortið sem er reyndar góð viðbót. Þetta var kannski flott en veðrið sjálft finnst mér týnast í umgörðinni.
Hinsvegar tek ég undir vorkveðjuna frá Höska.
Emil Hannes Valgeirsson, 1.4.2011 kl. 22:22
Ég held að þeim nútímaaugum sem vön eru orðin því að allt sé á iði á sjónvarpsskjánum myndi bregða við að fá aftur gömlu teiknuðu kortin. Mér hefði reyndar þótt fyrsti apríl einmitt verið dagurinn til að reyna þau að nýju - og kynna sem nýjung. Það er varla nokkur maður undir þrítugu sem man eftir gamla laginu. En ég er auðvitað hjartanlega sammála Emil um endalausa afturför sem staðið hefur síðan svarthvítu kortin hurfu af skjánum. Best voru þó moggakortin gömlu sem hurfu vegna samkeppni við sjónvarp í nóvember 1967. Blessuð sé minning þeirra.
Trausti Jónsson, 1.4.2011 kl. 23:59
Gömlu kassakortin voru náttúrlega það langbesta sem sést hefur í sjónvarpinu. Ég man líka vel eftir Moggakortunum. Öllu fer stöðugt aftur og því hraðara sem tíminn líður!
Sigurður Þór Guðjónsson, 2.4.2011 kl. 00:08
Við getum þó fagnað því að sjálft veðrið hefur batnað svona almennt þótt öllu öðru fari aftur.
Emil Hannes Valgeirsson, 2.4.2011 kl. 00:53
Það er kannski að veðrið sé farið að halda sér til fyrst það er sýnist fallegt í sjónvarpinu. Annars á ég meirihluta minna gömlu sjónvarpsveðurfréttapistla frá kassatímabilinu og þeir geta varla með nokkru móti talist sérstaklega upplýsandi umfram þær veðurfréttir sem eru sýndar í dag. En þær eru hægari - mun hægari, fjögur kort á 4 mínútum - nú eru hvað - 7 til 10 myndir (þar af ein til tvær á hreyfingu) á 2 mínútum (eða er það minna). Veðri var þá eingöngu spáð 24 klst fram í tímann - stöku sinnum minnst á tvo daga. Nú er hraðinn fyrir mestu. Fyrir utan það að tákn og þrýstilínur sjást ekki lengur fyrir hávaða (litafylleríi) í bakgrunninum.
Trausti Jónsson, 2.4.2011 kl. 01:51
Ætli það eigi svo að betrumbæta veðurfréttatímann að einhverjum spurningum út í hött sé beint að veðurfræðingunum? Ef ég væri veðurfræðingur myndi ég nú bara byrsta mig yfir spurningunum!
Sigurður Þór Guðjónsson, 3.4.2011 kl. 19:54
Þessi staða hefur komið upp nokkrum sinnum áður. Frægasta dæmið er líklega þegar Borgþór var spurður að því í hvaða sæti Ísland myndi lenda í Evrópusöngvakeppninni (en hún fór fram sama kvöld). Borgþór svaraði að bragði: „Fjórða sæti“. Enda lenti lagið einmitt í því sæti. Svo fór það svo að fréttamönnum fór að þykja svör veðurfræðinganna heldur súr og þá var þessum ósið hætt. En svo virðist sem saga fréttatíma virðist þeim sem fitla með lúkk hans og framvinduhandrit algjörlega hulin - þannig að hlutirnir endurtaka sig venjulega með eins til tveggja áratuga sveiflutíma - kannski er það sólblettasveiflan eftir allt saman?
Trausti Jónsson, 3.4.2011 kl. 23:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.