Já, tuttugu stig á Vopnafirđi

Í dag komst hitinn á Skjaldţingsstöđum í Vopnafirđi upp í 20,2 stig. Ţađ er fyrsta dagsetning ađ vori sem hiti á Íslandi fer upp í tuttugu stig á kvikasilfursmćli. Hins vegar fór hitinn á sjálfvirkum mćli á Neskaupstađ í 21,2 stig ţ. 3. apríl áriđ 2007 en hvergi mćldust 20 stig í ţeirri hlýindagusu á kvikasilfursmćli. 

Hitastigiđ á Skjaldţingsstöđum er náttúrlega dagsmet fyrir landiđ og ţađ gamla, á sama stađ, var lásí 15,8 stig áriđ 2003.  

Ekki er ţetta ţó mesti hiti sem mćlst hefur í apríl öllum  á Vopnafirđi. Í kauptúninu mćldust 20,4 stig ţ. 26. áriđ 1984 en á Skjaldţingsstöđum 20,6 stig ţ. 18. áriđ 2003.

Á Akureyri var sett í dag dagsmet fyrir hámarkshita, 15,6 stig, en gamla dagsmetiđ var ađeins 12,0 stig frá 2003, ţađ lćgsta á öllum dögum mánađarins. En miklu meiri hiti, 16,9 stig, mćldist á Akureyri ţ. 3. 2003.

Ţađ er hins vegar möguleiki á ţví ađ međalhitinn á Akureyri verđi sá hćsti sem mćlst hefur svo snemma árs og slái ţar međ út  3. apríl 2003! En viđ sjáum hvađ setur. Ţykktin yfir Keflavík var á hádegi 5467 metrar en kringum 5520 á  norđausturlandi.   

Ég segi  skilyrđislaust já viđ svona veđri en ţvert nei viđ norđanátt og kulda!

Viđbót. Jú, međalhitinn á Akureyri náđi 12 stigum og hefur aldrei veriđ jafn hár svo snemma vors. Međalhitinn í Reykjavík er reyndar líka dagsmet en fyrr í árinu hefur ţó mćlst meiri međalhiti. 

Međal annarra orđa:  Af hverju bloggar Einar Sveinbjörnsson ekki? Ekkert komiđ í tvo mánuđi.

Og í sem fćstum orđum: Mikiđ  er pirrandi ađ á vef Veđustofunnar fyrir lágmarkshita láglendisstöđva séu teknar međ einhverjar skollans heiđastöđvar ţar sem ekkert lifandi ţrífst, Klettsháls, Miklidalur, Ţröskuldar, Gemlufallsheiđi.  Ţađ tekur svo óratíma ađ leita ađ lágmörkum á einhverjum vitibornum stöđvum. Ţessar stöđvar ćttu bara ađ vera í flokki međ hálendisstöđvum og óbyggđum ţó ţćr séu kannski undir 400 m hćđ.     

 


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ţetta stefnir í ađ verđa skammgóđur vermir. En eftir alla umhleypingana er ţó kćrkomin nýbreytni ađ sjá allt í einu heiđríkan himinn og tungl núna í kvöld.

Emil Hannes Valgeirsson, 9.4.2011 kl. 21:22

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband