11.4.2011 | 14:31
Ekki vetrarveður þó hvessi
Í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins var talað fullum fetum um að vetrarveður það sem nú á að vera hafi komið fólki á óvart. Á bloggsíðum og fasbókarsíðum tala margir um hret og jafnvel að páskahretið ætli að verða langt í ár. Menn vilja meina að nú láti vorið bíða eftir sér. Í fyrradag var þó tutugu stiga hiti í Vopnafirði!
Að mínum dómi er bara ekkert vorhret núna og því um síður páskahret. Það var ansi hvasst í gær og veðrið verður blautt og rysjótt næstu daga með ónota hryðjum sunnanlands og vestan. En ég kalla það ekki alvöru hret. Ekki má heldur gleyma því að fyrir norðan og austan er fínasta veður. Mjög lítill snjór er líka á landinu, jafnvel upp á heiðar, þó hann aukist kannski næstu daga.
Hvassvirði í apríl af suðvestri jafngildir ekki vetrarveðri eða hreti. Hiti hefur reyndar verið langt yfir meðallagi árstímans allan mánuðinn og hann er enn yfir því. Páll Bergþórsson gerir ráð fyrir því á fasbókarsíðu sinni að hann verði rétt aðeins undir meðallagi hlýindatímabilsins 1931-1960 í Stykkishólmi næstu níu daga.
Það gerir eflaust él og snjókomu á heiðum og fjöllum en á láglendi er varla gert ráð fyrir að frjósi næstu daga þó úrkoma verði talsverð og hryssingur og þessi leiðinlegu haglél. Um miðjan mánuð má slá því föstu að meðalhtinn verði enn vel yfir meðallagi á landinu. Á laugardaginn er hins vegar spáð ansi ískyggilegu veðri, snjókomu og frosti víða. En það veður er ekki komið og kemur kannski ekki.
En það veður sem hefur þegar sýnt sig í apríl, þrátt fyrir illvirðrið í gær, er niður við jörð varla hægt að kalla vetrarveður hvað sem síðar verur. Ég veit ekki við hverju fólk býst snemma í apríl. Varla því að ekki megi gera ráð fyrir því að komi kuldaköst fyrr en að hausti. Stundum koma reyndar engin kuldaköst að heitið getið í öllum apríl en það er þó alvanalegt að alveg til loka hans komi norðanskot með frosti um allt land og snjókomu á öllum norðurhelmingi landsins. Og jafnvel alveg fram í maí eða lengur.Það eru alvöru vorhretin að mínum dómi.
Hvassviðri af suðvestri með hryðjum en frostlausu veðri jafnast engan vegin á við slík alvöruhret þó ekki séu þau sérlega yndisleg.
Alltaf hefur mér leiðst þetta hugtak páskahret. Vegna þess hve hret eru algeng frameftir öllu vori finnst mér út í hött að tengja þau páskum sérstaklega. En það er kannski vit í þessu hugtaki út frá félagslegum forsendum vegna útivistar og þess háttar.
Til þess að menn viti hvað ég á við með alvöru aprílhretum eru hér birt nokkur gömul kort með þeim þennan mánaðardag. Þetta er bara sýnishorn. Og svona dagar geta komið allan apríl. Menn beri svo kortin saman við efsta kortið sem er frá hádegi í dag. Svo er þarna loks bónuskort frá einum yndisfríðum júnídegi!
Vorið er í fullum gangi þó rysjótt sé. Þökkum fyrir að ekki séu vorharðindi.
Meginflokkur: Mánaðarvöktun veðurs | Aukaflokkar: Bloggar, Veðurfar | Breytt 18.4.2011 kl. 19:17 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Fróðlegt
Vorkveðja
Sveinn Atli Gunnarsson, 11.4.2011 kl. 14:37
Vorið finnst mér vera frekar erfitt hugtak hér á landi og hitinn segir kannski ekki allt. Þegar fólk talar um vor þá er yfirleitt átt við veður þar sem hægt er að spóka sig útivið án þess að vera kappklættur, helst þarf sólin líka að skína. Stundum er því talað um vorveður jafnvel í mars ef vel viðrar.
Veðurfarið undanfarið hefur bara verið svo risjótt hér í Reykjavík að hin eiginlega vorstemmning hefur ekki náð sér á strik. En þetta er þó langt frá því að vera vetrarveður eða vorhret miðað við það sést sést á þessum kortum.
Svo er bara spurning hvort þessir umhleypingar standi fram á haust þannig að við fáum loksins almennilegt rigningasumar.
Emil Hannes Valgeirsson, 11.4.2011 kl. 22:53
Já, maður býður eftir rólegu bjartviðri í þolanlegum hita svo hægt sé að njóta vorkomunnar. En það er bara 11. Þetta er allt að koma - vonandi.
Sigurður Þór Guðjónsson, 11.4.2011 kl. 23:07
Reyndar hefur ekkert verið sérlega hvasst undanfarnar vikur nema síðustu viku. Mér finnst margt verra en þetta, t.d. endalausar norðanáttir með kulda. Og gróðurinn er í fínu standi.
Sigurður Þór Guðjónsson, 13.4.2011 kl. 00:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.