1.5.2011 | 01:26
Einn af hlýjustu aprílmánuðum
Það er ekki hægt að segja annað en þessi einkennilegi apríl endi á ótrúlegan hátt. Nú er heilmikill snjór í Reykjavík og þar er dagurinn kaldasti dagur mánaðarins. Meðalhiti dagsins er undir einu stigi sem er þó í sjálfu sér ekki slæmt sem kaldasti dagur heils aprílmánaðar. Á Raufarhöfn var þetta hins vegar hlýjasti dagur mánaðarins með meðalhita í kringum ellefu stig sem væri ágætur hásumardagur hvar sem er á landinu. Á Seyðisfirði var 18 stiga hámarkshiti.
Má þetta allt furðu gegna.
Hvernig sem menn vilja dæma þennan mánuð á höfuðborgarsvæðinu er hann eigi að síður í röð með allra hlýjustu aprílmánuðum á landinu. Og alls staðar vel yfir meðallagi. Að mínu bráðbirgðatali er hann svipaður að hita og 1955. Hann er sem sagt eitthvað í kringum sjöundi eða áttundi hlýjasti apríl. En þarna í röðinni munar litlu á mánuðum og talan fyrir þennan apríl er ekki viss. Ekki má því taka þetta of hátíðlega. Samt alltaf gaman að spá í sögulega viðburði og ég þori reyndar næstum því að hengja mig upp á það að mánuðurinn er í það minnsta meðal tíu hlýjustu aprílmánaða á landinu sem hér má lesa um.
Hann er fyrst og fremst hlýr austan og norðan til á landinu, líklega yfir 6 stig í Hornafirði og um 5,6 stig á Akureyri. Þetta virðist jafnvel vera næst hlýjasti apríl bæði á Teigarhorni og í Grímsey.
Úrkoman í Reykjavík er sú næst mesta sem mæld hefur verið í apríl en metið er 149,9 mm árið 1921. Í dag hefur verið mikil úrkoma en hún telst til 1. maí. Annars væri komið nýtt úrkomumet.
Loftþrýstingur er líklega með því allra lægsta sem mælst hefur í apríl.
Já og var svo ekki helvítis rok alla daga?
Gaman verður að sjá lokauppgjörið fyrir þennan furðulega mánuð.
Meginflokkur: Mánaðarvöktun veðurs | Aukaflokkar: Bloggar, Veðurfar | Breytt s.d. kl. 19:20 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.