Vorið er löngu komið

Í dag var sólskin í Reykjavík og hitinn fór í 14,9 stig. Á Hellu komst hann í 17,9.

Eftir svona degi hefur maður beðið í allan vetur, sól með hlýindum en ekki kulda. Hann kemur þó í fyrra lagi. Fyrstu vikuna í maí fer hitinn í Reykjavík sjaldnast í tíu stig. Á sæmilegum dögum er hann oftast svona sex til átta stig mest. Oft eru hins vegar norðanáttakuldar með næturfrostum.

Ég sagði um daginn á blogginu að menn myndu sjá hvað vel hefði vorað þegar kæmi bjartur og hlýr dagur.

Það sannast í dag. Allt er í blóma í bænum, tré runnar, gras og blóm.

Vorið er komið!

En vorið kom ekki í dag. Það var að koma allan apríl sem hefur verið  ómaklega rægður og  níddur  meira en nokkur mánuður síðan ég fór að fylgjast með veðri.

Svona dagur eins og i dag hefði alveg getað komið í kjölfar apríl sem aldrei hefði náð neinum vordampi þó hann hefði kannski verið sólríkur og ekki hvass. Þá væri í dag sama sólskin og sama hitastig og nú gleður alla. En gróður væri enginn og ekkert sýnilegt vor.

Þökkum fyrir þennan góða apríl. Hann  vann sín vorverk rösklega. 

En ég játa að hann var ekki fyrir pempíur, vælukjóa og aumingja! 

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband