Kuldakast með bravúr

Meðalhitinn í maí er enn þá um það bil tvö stig yfir meðallagi, bæði fyrir sunnan og norðan. 

Menn tala mikið um kuldakastið sem nú er byrja. En enginn minnist á þau sjaldgæfu hlýindi sem voru framan af mánuðinum. 

Það óvenjulega við þennan mánuð er einmitt þessi hlýindi sem eiga sér fáar hliðstæður  í Reykjavík en ekki kuldakastið sem framundan er hvað kuldann snertir. Hann verður bara fremur hversdagslegur en hlýindin voru mjög sjaldgæfur viðburður.

Hið sama má þó líka segja um úrkomuna á Vopnafirði síðasta sólarhringinn. Í morgun var sólarhringsúrkoman 118,0 mm á Skjaldþingsstöðum.  Aldrei hefur fallið eins mikil sólarhrinhgsúrkoma í maí á þessu svæði og reyndar víðast hvar á landinu.

Aðeins í fimm maímánuðum hefur, að ég held, mælst meiri sólarhringsúrkoma á landinu í maí, mest 147,0 mm á Kvískerjum 1973 þann sextánda.

Og enn rignir í Vopnafirði. Frá klukkan 9 til 18 féllu 50,2 mm.

Þannig ætlar sem sagt kuldakastið að byrja. 

Með bravúr!

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er með ólíkindum hér norður á Siglufirði. Hér hefur verið hífandi rok og kuldi alla vikuna og síðan fyrir helgi raunar. Með þessu hefur verið hæfileg rigning og slydda með úrhelli á köflum. Nú er þetta að breytast í snjó og skyggnið er þannig að ekki sést til fjalla.  Heldur bætir í vind og það verður ekki félegt hér um helgina með þessu áframhaldi.  Ekki hundi út sigandi.

Hér getur þú séð herlegheitin á vefmyndavél.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.5.2011 kl. 19:11

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jón Steinar Ragnarsson, 19.5.2011 kl. 19:14

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

siglove_ur.jpg

Ætlaði að setja hér inn synishorn.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.5.2011 kl. 19:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband