22.5.2011 | 13:22
Tunglmynd af gosinu
Hér er Modis gervitunglamynd í sýnilegu ljósi af gosinu í Grímsvötnum frá því kl. 5:10 í morgun. Myndin er af Brunni Veðurstofunnar. Gosmökkurinn var í 15 km hæð skömmu fyrir hádegi en var kl. 13 fallinn niður í 10 km. Toppurinn er þó enn ofar veðrahvarfa sem voru kl. 12 í tæplega 9 km hæð yfir Keflavík en kringum 7,5 km yfir Egilsstöðum. Myndin er í efra fylgiskjalinu en hið neðra er hið venjulega um gang veðurmála í Reykjavik og Akureyri og víðar.
Snjór er nú nokkur fyrir norðan og austan. Í gær var mest snjódýpt 21 cm á Hánefsstöðum í Seyðisfirði. Þaðan hafa ekki borist upplýsingar í dag en mest snjódýpt í morgun voru 12 cm við Skeiðsfossvirkjun í Fljótum og 10 cm á Ólafsfirði. Snjór festist í þessu kasti alveg frá Ísafjarðardjúpi til Austfjarða við ströndina og sums staðar norðaustanlands líka í innsveitum. Ekki varð þó alhvítt á Akureyri.
Kuldinn sjálfur hefur ekki verið sérlega mikill. Meðalhitinn á Akureyri þ. 20. var þó nálægt því kaldasta sem mælst hefur frá 1949 á þeim degi. En lágmarkshiti alls staðar er langt frá metum.
Í Reykjavík er úrkoman nú þegar komin 27% yfir meðaltali alls maímánaðar. Langmest munaði um úrkomuna að morgni þess fyrsta sem var 39 mm og féll að mestu daginn áður.
Á Skjaldþinsstöðum í Vopnafirði er úrkoman orðin meira en fjórföld miðað við meðallag þeirra ára sem mælt hefur verið, frá 1995. Úrkoman er þar nú rétt um 300 mm og er það ekki aðeins mesta úrkoma í maí sem mælst hefur á Skjaldþinsstöðum heldur miklu meira en nokkru sinni hefur mælst í maí á veðurstöðvum við Vopnafjörð allt frá 1931. Á þremur dögum féllu þarna 228 mm.
Á Dalatanga er úrkoman vel tvöföld miðað við meðallagið 1961-1990. Þar hefur nokkrum sinnum mælst dálitið meiri úrkoma í öllum maí. En einn þriðji er enn eftir af mánuðinum.
Annars hefur ekki verið úrkomusamt það sem af er mánaðar víðast hvar á landinu.
Meginflokkur: Mánaðarvöktun veðurs | Aukaflokkar: Bloggar, Veðurfar | Breytt 23.5.2011 kl. 12:37 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Við höfum bara sloppið merkilega vel frá þessu kuldakasti hér í Reykjavík og meðalhitinn enn yfir meðalhita síðustu 10 ára. Og nú stefnir allt í gæðamánuð samkvæmt mínum bókum.
Emil Hannes Valgeirsson, 22.5.2011 kl. 23:02
En nú er öskufall sem þú reiknaðir ekki með!
Sigurður Þór Guðjónsson, 22.5.2011 kl. 23:23
Spurning hvernig maður tekur á því. En nú eru vindáttir aðalmálið og heimurinn stendur á öndinni. Ég sá að þeir á CNN að vonast til að öskuskýið haldi sig bara yfir Íslandi.
Emil Hannes Valgeirsson, 22.5.2011 kl. 23:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.