4.8.2011 | 18:30
Ótrúleg hlýindi
Meðalhitinn í júlí síðastliðnum var 12,2 stig í Reykjavík. Í einni frétt var sagt að ekki hafi verið kaldara í fimm ár. Það er að vísu alveg rétt en orðalagið er samt mjög villandi. Menn gætu haldið að hér væri þá um kaldan mánuð að ræða.
En það er öðru nær.
Meðalhiti júlí í Reykjavík 1961- 1990 er aðeins 10,5 stig. Þetta var fremur kalt tímabil en árin 1931-1960 var hann 11,4 stig.
Sjaldgæft er yfirleitt að meðalhiti nái tólf stigum í Reykjavík.
Það hafa júlímánuðir eftirfarandi ára gert, innan sviga er hitatalan: 2010 (13,0), 2009 (12,8), 2008 (12,5), 2007 (12,8), 2003 (12,1), 1997 (12,0), 1991 (13,0), 1960 (12,2), 1958 (12,0), 1957 (12,0), 1950 (12,4), 1944 (12,6), 1939 (12,55), 1936 (12,8), 1933 (12,4), 1917, (12,7), 1894 (12,2), 1880 (12,2).
Auk þess hafa fimm ágústmánuðir náð tólf stigum, 2001 (12,1), 2004 (12,6), 2003 (12,8), 1950 (12,1) og 1880 (12,4).
Eftir 1960 voru sumur á suðurlandi alveg einstaklega svöl um langa hríð. Frá 1961-1990 var enginn í júlí í Reykjavík hlýrri en 11,6 stig (1968) og aðeins tveir eða þrír aðrir júlímánuðir náðu meðallaginu 1931-1960. (Flutningar veðurstöðvarinnar og endurreikningur meðaltala vegna þess veldur nokkurri óvissu). Loks kom svo þessi metmánuður í júlí 1991 með hita upp á þrettán stig. Þá voru komin nákvæmlega 30 ár frá því einhver júlí, eða annar mánuður, náði tólf stiga meðalhita í Reykjavík og er það út af fyrir sig einsdæmi í svo langan tíma.
Aðrir sumarmánuðir á þessum köldu árum voru svo ekkert hlutfallslega skárri. Meðalhiti sumarsins, júní til september 1931-1960 var í Reykjavík talinn 10,1 stig eftir endurreikning en meðaltal áranna 1961-1990 er 9,3 stig.
Enginn smáræðis munur. Hann virðist reyndar kannski ekki mikill sem tala á blaði en í upplifun manna í raunveruleikanum um svo mörg ár stendur þetta fyrir miklar breytingar.
Þeir sem muna sumargóðærið, eða a.m.k. síðasta huta þess, sem ríkti að öllu jöfnu fyrir 1960 (og líka á öðrum árstíðum) og voru ofurlítið meðvitaðir um það sem þeir upplifðu, hnykkti eiginlega í brún þegar aldrei, bókstaflega aldrei, kom eftir það verulega hlýr sumarmánuður, hvað þá heil sumur, áratug eftir áratug. Stundum komu vitanlega skammlausir mánuðir eða nokkrar vikur sem voru svo sem hlýjar og sólríkar og notalegar en það duldist ekki að eitthvað mikið vanatði miðað við sem menn höfði upplifað þar á undan. Og furðu oft voru bara hreinir kuldar og stundum mikil votviðri með kuldanum. Fyrir norðan var líka yfirleitt sumarkalt á þessum ár en þó komu þar nokkrir afbragðs hlýir mánuðir sem ekki komu í Reykjavík. En köldu sumarmánuðirnir fyrir norðan, og þeir voru margir, voru enn ógeðlegri en syðra á þessum tíma.
En bíðum nú við. Eftir þennan undramánuð júlí 1991 fór eitthvað að gerast. Það sumar náði meðallagi í Reykjavík miðað við 1931-1960. Næstu sumur voru svöl en frá og með 1996 hafa öll sumur í Reykjavík verið yfir meðallaginu 1961-1990 og öll nema þrjú nokkurn veginn eða alveg náð meðallaginu 1931-1960 eða meira. Síðasta áratug hefur enn hert á sumarhlýindunum. Meðalhiti síðustu tíu ára er um það bil hálft stig yfir meðalaginu 1931-1960 og meðallag síðustu fimm ára er 0,8 stig yfir því hlýindameðallagi og þá 1,4 stig yfir gildandi langtímameðallagi 1961-1990!
Ef miðað er við allt landið á þann hátt sem ég hef verið að leika mér með í pistlunum um hlýjustu og köldustu mánuði er svipað uppi á teningnum. Meðalhiti sumars síðustu tíu ár yfir landið er 1,2 stig yfir meðallaginu 1961-1990 og 0,5 stig yfir hlýindameðaltalinu 1931-1960.
Nýliðinn júlí, sem á landsvísu er líklega tiltölulega hlýrri en hann var í Reykjavík, var alveg í sama stíl og sumrin hafa verið síðustu ár sem eru reyndar orðin svo mörg og hlý að þau eiga sér enga hliðstæðu. Nú hafa komið fimm júlímánuðir í röð með yfir tólf stiga meðalhita. Ótrúleg hlýindi!
En geta þessi hlýindi staðið alveg endalaust? Hvað gerist þegar bakslagið kemur? Það verður geðslegt- eða hitt þó heldur!
Ég vona að minnsta kosti að þá verði ég dauður og kominn á einhvern verulega heitan og notalegan stað!
Fylgjumst svo með ágúst á þessum síðustu og langheitustu tímum.
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Það ku vera vel heitt í helvíti. Ætlarðu þér þangað?
Áskell Örn Kárason (IP-tala skráð) 4.8.2011 kl. 21:58
Heitara miklu en á norðurlandi?
Sigurður Þór Guðjónsson, 4.8.2011 kl. 22:43
Þetta er allt mjög merkilegt og það voru allavega tveir fjölmiðlar með þessar kuldalegu fréttir af júlí:
Vísir.is sagði: Júlí sá kaldasti í fimm ár. og mbl.is: Kaldasti júlí síðan 2006
Emil Hannes Valgeirsson, 4.8.2011 kl. 23:04
Undarlegt hvað fólk (og fjölmiðlar) á það til að vera fljótt að breyta viðmiðunum sínum.
Höskuldur Búi Jónsson, 4.8.2011 kl. 23:17
Mér fannst júlímánuður alveg ágætur og ósöp notalegur. Kannski hefði mátt vera meiri væta fyrrihluta mánaðarins.
Vorið var aftur á móti með kaldara móti, að minnsta kosti þar sem ég er staddur í dag í uppsveitunum. Gróður fór seint af stað og sums staðar má greina skemmdir af völdum vorkulda.
Einn kostur er þó við kalda vorið; það er miklu minna um flugur og önnur smádýr hér en undanfarin sumur. Hef varla séð maðk í trjánum ennþá, þannig að lauf þeirra líta óvenju vel út.
Vonandi verður haustið hlýtt og gott.
Ágúst H Bjarnason, 5.8.2011 kl. 16:08
Það var ekki svo kalt vor miðað mið mánaðarmeðalhita og mörg ár fyrr á árum og ekki svo langt síðan. Apríl var sérlega hlýr, maí yfir meðallagi og júní um meðallag fyrir sunnan en að vísu óvenjulega kaldur fyrir norðan. Það kom dálítill kuldakafli milli mánaða, um sex vikur þar sem verst var. Að mínum dómi hefur allt of mikið verið gert úr vorkuldunum. Kannski er það einmitt vegna þess hve við erum orðin góðu vön svo lengi. Mörg dæmi er um samfelldan vor og sumarkulda mánuðum saman. Kuldarnir í ár eru varla til þess að tala um en júní kom þó reyndar eins og skrattinn úr sauðarleggnum sums staðar en ekki má gleyma því að í heild var allt í lagi með hann sunnanlands. Í Reykjavik komu fleiri hlýir sólskinsdagar en venjan er í júní. Hins vegar er ég ekki frá því að veðurvitund þjóðarinnar hafi brjálast í vetur, einhvern tíma í mars held ég og hafi ekki jafnað sig eftir það!
Sigurður Þór Guðjónsson, 5.8.2011 kl. 16:35
Hin hliðin á skemmdum á gróðri er væntanlega sú að mikið af þeim gróðri sem hefur verið reyndur hér á landi á síðustu árum og áratugum (margt með góðum árangri) þolir ekki alla jafna venjuleg vorhret eins og geta komið á Íslandi. Þ.a.l. munum við væntanlega mega eiga von á skemmdum á gróðri við svona vorhret eins og hugsanlega er hægt að færa rök fyrir að hafi verið sumstaðar á landinu í vor (sérstaklega á Norðurlandi) - þó væntanlega þoli flestar tegundir það án þess að það hafi mikil áhrif til lengri tíma. Það eru þó dæmi um að t.d. kvæmi aspa hafi fallið við vorhret hér á árum áður (man ekki ártalið í augnablikinu, en það er væntanlega einhver hér sem þekkir þá sögu).
Sveinn Atli Gunnarsson, 5.8.2011 kl. 23:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.