10.8.2011 | 20:07
Sýnið nú veðuráhugann í verki
Markaðsstjóri Austurlands vildi í frétt í gær fá fleiri veðurstöðvar á austurlandi. Í þessari frétt , sem bloggfærslan tengir við, kemur fram að þær kosti nú sitt og það hindri Veðurstofuna í að fjölga þeim.
En ég veit um ágæta lausn á þessu máli. Hún felst einfaldlega í því að sveitarfélögin kaupi fyrsta flokks veðurstöðvar í sína byggð en þær væru svo reknar af Veðurstofunni.
Ýmis fyrirtæki á markaðnum, einmitt í ferðaþjónustunni, gætu líka lagt sitt af mörkum. Sum eru víst að græða heil ósköp. Þeim myndi nú ekki muna mikið um að spandera í nokkrar veðurvélar - sem fjærst öllum kuldapollum nátturlega en þar á mót ofan í heitum pottum - sem myndi vakta góðviðrið nótt sem nýtan dag og trekkja að glás af ríkum ferðamönnum. Þeir sýndu þá góðviðrisáhugann í verki.
Ef þessir aðilar fást hins vegar ekki til að gera þetta smáræði til að auka veðurhag landsmanna og ekki síst sinna heimamanna geta þeir ekki kvartað yfir því að vanti fleiri veðurstöðvar.
Þeir ættu þá bara að hafa sig hæga.
En við fylgjumst með sumarhasarnum áfram í hinu sjóðheita fylgiskjali.
Kostnaður of hár fyrir Veðurstofuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Mánaðarvöktun veðurs | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 15.8.2011 kl. 12:42 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Er ekki nóg af vindhönum fyrir austan, sem mætti nýta betur?
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 11.8.2011 kl. 13:45
Af hverju á landsbyggðin að borga fyrir tækin en höfurðborgarsvæðið ekki? Er Veðurstofan ekki opinber stofnun fyrir ALLT Ísland?
Alli, 11.8.2011 kl. 14:55
Ég smíðaði einu sinni vindhana, veðrið batnaði ekkert við það! Skrítið!
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 11.8.2011 kl. 16:08
Villi villíngur: Það eru vindhanar alveg alla leið frá Galtalæk að Jerúsalem!
Alli: Þetta á alveg eins við um Reykjavík að mínum dómi. Borgarstjórnin mætti alveg fjármagna þar veðurstöðvar sem mikil þörf er á. En ég geri ekki ráð fyrir því að hún hafi minnsta áhuga og það hefur ekkert með flokka að gera. En þegar ekki eru til peningar fyrir tækjum hjá stofnun sem hefur allt landið undir en menn vilja samt fá þau í sína sveit gætu sveitarfélögin kannski hjálpað til að fjármagna þau. En það vilja flest sveitarfélög aldrei heyra á minnst. Þó held ég að þess séu einhver dæmi.
Sigurður Þór Guðjónsson, 11.8.2011 kl. 16:24
Sæll aftur Sigurður.
Ég var nú aðeins að tala (skrifa) um þær veðurstöðvar sem þegar eru starfandi. Varðandi aðrar aukastöðvar er sjálfsagt að þær séu fjármagnaðar af þeim sem þær reka, sbr. veðurstöðina á Kvískerjum í Öræfasveit sem hefur verið starfræk í áratugi.
Varðandi fjármögnun á tækjum hjá opinberum stofnunum er það staðreynd að líknarfélög og kvenfélög hafa fjármagnað ótrúlega mikið af tækjakaupum heilsugæslustöðva á landsbyggðinni.
Alli, 12.8.2011 kl. 08:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.