24.9.2011 | 16:57
Opiđ bréf frá Mala til Egilsstađabúa
Gestaskrifari á bloggi dagsins ađ ţessu sinni er enginn annar en hinn nafntogađi Mali sem klórađ hefur saman eftirfarandi galopiđ bréf til Egilsstađabúa:
Í Fréttablađinu í dag er frétt um ţađ ađ 26 meira en vafasamir einstaklingar (hvađ búa annars margir á Egilsstöđum) hafi safnađ undirskriftum til bćjarfélagsins um ađ skera upp herör gegn ''kattaplágu'' sem ţeir segja ađ ţar geysi. Og svo virđist af fréttinni ađ bćjarfélagiđ ćtli ađ bregđast viđ ţessari fámennisklíku međ herferđ gegn köttum međ blóđirennandi rađmorđum í stórum stíl.
Ţrátt fyrir ţetta segir bćjarstjórinn ađ vandrćđi vegna katta séu ekki meiri á Egilsstöđum en annars stađar.
Ţađ er einmitt. Og kettir hafa veriđ í ţéttbýli síđan ţađ myndađist á Íslandi og auđvitađ í sveitum ţar á undan. Ţađ er ţó ekki fyrr en á allra síđustu árum sem sumir eru orđnir óđamála og illmála út af ''plágunni'' sem ţeir allt í einu eru sagđir vera.
Hvers vegna?
Vegna ţess ađ til er til fólk sem er ekki ađeins meinilla viđ ketti heldur hatar ţá beinlínis út af lífinu. Af einhverjum ástćđum hefur ţetta grimma og guđlausa vandrćđafólk fengiđ meira vćgi en áđur og veđur nú uppi í bćjarstjórnum og í fjölmiđlum.
Fulltrúi ţessara 26 hvumleiđu Egilsstađabúa, Ţórhallur nokkur Ţorsteins, eys úr hatursskálum sínum í Fréttablađinnu. Hann kvartar hástöfum međ ámáttlegum orđum yfir ţví ađ barnabörn sín, sem áreiđanlega eru andstyggilegir óţekktarormar, geti ekki lengur veriđ úti vegna katta sem geri ţarfir sínar í blómabeđ ţar sem fagrar skrautjurtir og blóm eigi ađ spretta.
Ýmislegt getur vitanlega fariđ miđur í kattheimum eins og í mannheimum. En ţessar lýsingar Ţórhalls eru áreiđanlega stórýktar ef ekki bara hrein lygi.
Ţćr eru ţađ sem venjulega er kallađ hatursáróđur.
Í bakgarđinum ţar sem ég á heima, stóru porti međ einkagörđum í kring, eru margir kettir, hver öđrum skemmtilegri og vitrari. Oft tökum viđ brćđur ţar mal saman um landsins gagn og nauđsynjar. Aldrei hef ég á minni lífsfćddri ćvi rekist ţar á kattaskít og aldrei fundiđ kattarhlandslykt, en hins vegar er ekki farandi um undirgöng í nágrenninu vegna stćkrar mannahlandfýlu úr einhverri álíka mannfýlu og ţessum Ţórhalli.
Viđ sómakisur ţurfum auđvitađ ađ kúka og pissa ekki síđur en Ţórhallur. En viđ förum fínlega í ţađ samkvćmt okkar náttúrlega eđli og oftast í kassann okkar heima og gerum ţađ til dćmis alls ekki í fjölmiđlum.
Ţađ er fyrir neđan virđingu okkar.
Ţađ er engin raunveruleg kattaplága í ţessu landi. Hins vegar eru manntuđrur eins og Ţórhallur Ţorsteins orđnar meiriháttar plága hvar sem ţćr láta til sín taka í ţjóđlífinu. Og bćjarstjórnir og ađrar stjónir sem hlaupa eftir fordómum ţeirra og hatursćđi eru ekkert annađ en mann-og kattfjandsamlegar fasistabullustjórnir.
Ţórhallur erkibulla Ţorsteins, sem ég mundi klóra úr augun ef ég nćđi til hans, hótar ţví ađ ţeir vondu einstaklingar sem hugsa eins og hann muni grípa til sinna eigin ráđa gegn köttum, sem sagt fari í algjört holókast, ef bćjarstjórnin muni ekki leysa gyđingavandamáliđ í bćnum... nei, kisuvandamáliđ vildi ég sagt hafa, kemur út á eitt ţví söm er gjörđin og samt er hjartalagiđ.
Viđ kettir trúum ţví ađ til sé fleira gott fólk en vont fólk. Og ég skora á góđa Egilsstađabúa, menn og kisur, ađ rísa upp gegn vondu Egilsstađabúunum og berja niđur međ harđri hendi og klóm og kjafti ţessar siđlausu og guđlausu ofóknir gegn hinu göfuga kattakyni. Ţćr eru blettur á bćjarfélaginu.
Viđ treystum ţví ađ allir kattaunnendur muni grípa til sinna eigin ráđa gegn ţessu morđóđa hyski, svo ekki ţurfi ađ spyrja ađ leikslokum, ef bćjarafélagiđ getur ekki sjálft verndađ sína spakvitrustu og ljúfast malandi ţegna fyrir öđrum eins hamfara ofsóknum og til er blásiđ.
Hvćsum á ţessar níđingslegu ađfarir!
Mali Sigurđsson
Fćrsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síđur
- Sólarminnstu júlímánuđir
- Ţíđukaflar ađ vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveđriđ frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauđ
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veđriđ í Reykjavík
- Slćr júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuđir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síđur ]
Eldri fćrslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Konungi gćludýranna er ekki skemmt
DoctorE (IP-tala skráđ) 24.9.2011 kl. 17:39
Heyr, heyr Mali.
Halldór Egill Guđnason, 24.9.2011 kl. 21:20
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.