Fyrstu næturfrost í Reykjavík

Í nótt mældist fyrsta næturfrostið á þessu hausti í Reykjavík, -2,5 stig. Síðasta frost í vor var 21. maí. Frostlausi tíminn var því 141 dagur. Það er reyndar tveimur dögum skemur en meðaltalið frá 1920 sem er 143 dagar.

Enn hefur ekki mælst frost á suðausturlandi, syðst á landinu og á stöku stað við sjóinn annars staðar.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vona að þessi fallegi dagur hafi verið þér hinn ánægjulegasti :) Innilega til hamingju með afmælið elsku Siggi

Eva Sólan (IP-tala skráð) 10.10.2011 kl. 21:34

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Takk Eva frænka.

Sigurður Þór Guðjónsson, 10.10.2011 kl. 21:51

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Þvílík veðursæla, ég skóf ísinn af rúðum bíls míns sunnudagsmorgun hér í Kaupmannahöfn, eftir að hafa komið frá Berlín, þar sem ég hafði verið í 20-23 stiga hita alla síðustu viku!

Mér fraus einnig blóð í æðum þegar ég sá að íslenskar bækur voru aðeins kynntar á tæplega eins fermetra tilboðsborði í stærstu bókaverslun Berlínar, Dussmann í Friedrichstrasse, og margar bækur á því borði voru eftir ómerkilegri rithöfunda en þig, Sigurður.

Hefur mönnum orðið á á messunni í Frankfurðu og veðurguðunum líka?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 10.10.2011 kl. 22:40

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Furðulegt!

Sigurður Þór Guðjónsson, 11.10.2011 kl. 00:12

5 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Merkwürdiges! Svo ekki sé meira sagt.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 11.10.2011 kl. 09:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband