Glæpur en ekki mistök

Eftir því sem segir í fréttinni var um ,,stórkostlegt gáleysi'' að ræða sem olli sjúklingnum óbætandi skaða til lífstíðar. Tók hann á barnsárum hreinlega út úr öllu venjulegu lífi. 

Þetta var ekki slys. Þetta var stórkostlegt gáleysi.

Ef ég myndi valda einhverjum því með stórkostlegu gáleysi og hirðuleysi að hann hann hefði skerta heyrn og sjón, væri mjög spastískur og í hjólastól og gæti ekki staðið í samskiptum við umhverfið og hann yrði þannig það sem hann ætti ólifað, kannski áratugum saman, yrði ég alveg örugglega dæmdur til refsingar í fangelsi, auk skaðabóta.

Í þessu tilfelli, þegar um var að ræða stórkostlegt gáleysi, eru dæmdar skaðabætur sem skattgreiðendur borga.

Enginn af starfsfólkinu, enginn yfirmaður sjúkrahússins eða starfsmaður yfirleitt, virðist þurfa að bera persónulega ábyrgð á gáleysinu, hvorki fjárhagslega eða á annan hátt. 

Þetta var ekki slys.

Þetta var glæpur. 

Og það er líka glæpur að þeir sem olllu þurfi ekki að bera á því neins konar persónulega ábyrgð fyrir dómstólum.

Og loks er það glæpur að kerfið skuli vera þannig að menn skuli með gáleysi geta eyðilegt gjörsamlega líf annarra án þess að þurfa á bera á því minnstu ábyrgð. 

Jafnvel nöfn þeirra og starfsheiti eru falin. 

Þetta mál er ekki um læknamistök.

Þetta er einstaklega óhugnanlegt glæpamál. 

 


mbl.is Stórkostlegt gáleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband