Skítt með sjúklingana

Á Alþingi hafa nokkrir þingmenn hneykslast mikið á því að að réttargeðdeilin á Sogni verði lögð niður en starfsemin flutt til Reykjavíkur.

Málfutningur þeirra snýst eingöngu um hreppapólitik, atvinnumál í héraði, en hvergi er svo mikið sem minnst á það hvort þessi skipti komi sjúklingunum til góða eða ekki. (Viðbrögð sunnlenskra sveitarfélaga eru reyndar alveg þau sömu). 

Ekki svo mikið sem á það minnst.

Segir allt sem segja þarf um hug þessara skotgrafaþingmanna til geðsjúklinga og skilning þeirra á málaflokknum.

Hann er enginn.

Alls enginn. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nákvæmlega sama og einn sjónvarpsáhorfandi sagði áðan nálægt mér. Sama á reyndar við í fangelsismálunum, það er ekki verið að velta fyrir sér hvaða erfiðleika það skapar aðstandendum fanga að þurfa að aka í öllum veðrum austur á Litla-Hraun.

Ayatollah (IP-tala skráð) 12.10.2011 kl. 19:47

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Geðlæknirinn í Kastljósi skýrði vel hvvers vegna breytingin er gerð og hvaða hagsmunir sjúklinaga eru í húfi. Það er þingmönnunum og sveitarfélögunum til skammar hvernig þau láta.

Sigurður Þór Guðjónsson, 12.10.2011 kl. 20:14

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Aldrei nokkurn tíma skilið hvers vegna það fólk sem sárast þarfnast geðheilbrigðisþjónustu er sent austur í sveitir til ævarandi innilokunar. Flutningur þessarar deildar er löngu tímabær og hreint ótrúlegt að einungis séu nefnd töpuð störf við aðhlynningu, eins og þú bendir á Sigurður, en ekki orð um sjúklingana. Grátlegt að hlusta á þennan vaðal misvitra og oft á tíðum óhæfra pólitískra trúða. 

Halldór Egill Guðnason, 12.10.2011 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband