13.12.2011 | 14:46
Höfuðið bitið af skömminni
Ég er ekki í Vantrú, enda maður mjög einfaldur og trúgjarn, og hef reyndar lítið fylgst með kæru Vantrúar gegn Bjarna Randver Sigurvinssyni fyrir Siðanefnd Háskólans. Við lestur þessarar yfirlýsingar starfsmanna Háskólans er ljóst að Siðanefnd skólans gerði mistök í framkomu sinni gegn Bjarna Randver með því að bera ekki ákvörðun sína um sættir undir hann.
En það er jafnframt augljóst að yfirlýsingin tekur að sér að skera úr um það sem Siðanefndin átti að gera en klúðraði: að meta efnislega réttmæti kvörtunar kærandans. Yfirlýsingin valtar beinlínis yfir kvörtunarefni Vantrúar þó þeir sem að yfirlýsingunni standa hafi ekkert formlegt umboð til þess. Sé ekki betur en að upprunalegu kæruna þurfi að taka upp aftur af til þess bærri siðanefnd en ekki svo og svo mörgum starfsmönnum Háskólans.
Meðferð málsins í heild er ekki sæmandi akademískri stofnun. Það er óþolandi að menn geti ekki leitað réttar sins fyrir síðanefnd einhverrar stofnunar og HÚN ljúki málinu með efnislegum lokadómi með réttri formlegri málsmeðferð án þess að stofnunin öll fari meira og minna að skipta sér að málinu. Yfirlýsing starfsmanna Háskólans er röng málmeðferð og að engu hafandi.
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Sammála þessu. Ég skora á Vantrú að taka upp kæruna aftur og leyfa málinu að fá eðilega málsmeðferð. Eftir að hafa skoðað glærurnar gaumgæfilega get ég ekki séð annað en að Vantrúarmenn hafi ýmislegt fyrir sér í þessu máli. Ef við sæjum sambærilega glærukynningu á t.d. Þjóðkirkjunni þar sem búið væri að týna saman og taka úr samhengi tilvitnanir frá hinum og þessum innan Þjóðkirkjunnar í þeim tilgangi að gera hana tortryggilega þá leyfi ég mér að fullyrða að allt yrði vitlaust.
Arnþór (IP-tala skráð) 13.12.2011 kl. 15:36
Ég hef enga trú á Vantrú
Gunnar Th. Gunnarsson, 13.12.2011 kl. 17:37
Þetta er svona svipað og ef ég kærði lækni á Landsspítalanum fyrir siðanefnd lækna sem myndi klúðra málinu, sem þá er ónýtt og verður að byrja upp á nýtt, en þess í stað kæmi yfirlýsing um kæruefnið frá læknum og hjúkrunarkonum spítatalns, eða ef ég kærði sóknarprest fyrir siðanefnd presta sem klúðraði málinu en í staðinn kæmi yfirlýsing presta og prófasta. Kærandi til siðanefndar, hver sem hann er, á heimtingu á því að fá gildan úrskurð mála sinna af siðanefndinni en ekki einhverjum hópi annarra manna.
Ég myndi hreint ekki sætta mig við þetta ef ég væri kærandinn.
Sigurður Þór Guðjónsson, 13.12.2011 kl. 18:12
Það er ljóst að siðanefnd klúðraði málum illilega. Nú taka 109 starfsmenn HÍ sig til og lýsa Bjarna saklausan. Vantrú segir að þessir 109 hafi gerst sekir um svipuð afglöp og Bjarni var sakaður um. Á vantrú ekki að endurkæra Bjarna fyrir hinni nýju siðanefnd og svo hina 109 fyrir þeirra þátt?
Svanur Gísli Þorkelsson, 13.12.2011 kl. 19:26
Já hvernig væri að taka upp galdrabrennur að nýju og byrja á að reisa 109 staura fyrir framan háskólann og brenna liðið. Ég meina, það er jú það sem Vantrúarsnillingarnir vilja.
Böðvar (IP-tala skráð) 13.12.2011 kl. 22:05
Hvaða bull er þetta í þér Böðvar. Brenna liðið?
Vantrú sendi inn erindi til siðanefndar. Kennarinn sem um ræðir og stuðningsmenn hans blésu til gagnsóknar og þetta er útkoman.
Það mætti halda að fæstir þeirra sem kema með upphrópanir og kommenta á þetta mál hafi kynnt sér það.
Annars tek ég undir þessa bloggfærslu Sigurður.
Einar (IP-tala skráð) 13.12.2011 kl. 22:15
Ég vil minna á að Vantrú dró kæruna til baka þannig að þeir eiga nú sinn þátt í því að málinu lauk ekki með úrskurði Siðanefndar, hvað sem hennar klúðri líður.
Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 14.12.2011 kl. 01:43
Ég er alveg ósammála þér, Sigurður í þessu máli, en sammála Pétri Péturssyni í Mbl. um daginn og þessum háskólamönnum öllum. Þú verður að lesa texta þeirra rækilega upp á nýtt, sýnist mér, þér hefur sézt yfir svo augljósa hluti. Og yfirgangur Vantrúar, sem heyktist svo á kærunni og lætur eftir á sem hún sé saklaus af hrikalegum persónumeiðingum, er alveg með endemum. Ég mæli með því að þú kynnir þér vandaða úttekt Helga Ingólfssonar kollega þíns (rithöfundar) og umræðuna á síðu hans hér á Moggabloggi, auk þess að lesa grein dr. Péturs; og ég efa ekki, að svo skarpur maður sem þú fari þá að sjá ljósið í málinu, sem að sönnu er talsvert flókið og vafningasamt.
Jón Valur Jensson, 14.12.2011 kl. 07:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.