Hringnum lokað

Nú hef ég lokið pistlum mínum á blogginu um tíu hlýjustsu og tíu köldustu mánuði á Íslandi. Þetta eru 25 pistlar, tveir fyrir hvern mánuð, einn um hlýju mánuðina og annar um þá köldu, nema hvað janúar 1918 fær sér pistil. Auk þess er einn pistill þar sem skýrt er hvernig ég stóð að þessu.

Miðað er við hitann á þeim veðurstöðvum sem lengst hafa athugað. Fyrsta viðmiðunarárið er 1866 en þá voru aðeins tvær veðurstöðvar starfandi, sem er ansi fáar,  en voru orðnar fjórar árið 1874, sjö 1880 og svo níu frá 1898 og síðan. Ég kaus að byrja 1866 frekar en til dæmis 1874, þrátt fyrir stöðvafæð, til að ná inn í meginbálkinn hinum mjög svo köldu árum 1866 og 1867.

Í þremur tilvikum (jan. og mars 1847 og  apr. 1859) þegar einhver mánuður fyrir 1866 hefur verið afgerandi hlýjastur eða kaldastur eða mjög nærri því og þá í öðru sæti, eru þeir teknir inn í meginröðina en hins vegar ekki á sama hátt skeytt um aðra mánuði sem hugsanlega kæmust inn á topp tíu lista í önnur sæti ef reynt  væri að meta það í alvöru sem ég held að sé ekki auðvelt því mælingar verða bæði strjálli og óáreiðanlegri því lengra sem dregur aftur í tímann.                                 

Hins vegar er allmargra slíkra mánaða samt sem áður getið utan raðar og stundum í talsverðu máli. Auk þess eru ýmsir mánuðir frá 1866 teknir með utan dagskrár sem ekki eru meðal þeirra tíu hlýjustu eða köldustu en mér þótti samt ástæða til, af ýmsum orsökum, að taka fyrir. Þetta gildir ekki síst um júlí þar sem fjallað er alls um 44 mánuði og ágúst þar sem ég hef skrifað um 34 mánuði.         

Mánuðirnir frá janúar 1866 til nóvember 2011 eru alls 1751 (145 ár og 11 mánuðir) og þar af hef ég fjallað um 293 mánuði eða tæp 17 %.                                                                       

Fyrir 1866 hef ég svo skrifað um eða í það minnsta drepið á 95 mánuði og eru  þar með taldir janúar og mars 1847 og apríl 1859.

Alls eru þetta 388 mánuðir. 

Þetta er í raun og veru orðin dálítil bók. Rafbók og veðurbók. 

Hér fyrir neðan er hægt að smella á alla pistlana hvern um sig. 

Jú, ég veit að þessir pistlar eru langir. En ég held að þar geti hinir fróðleiksfúsu fundið ýmislegt. Þegar ég var að lesa þá yfir núna sá ég að minnsta kosti margt sem ég vissi ekki áður!

Hlýjustu og köldustu mánuðir á Íslandi -Skýringar. 

Hlýjustu janúarmánuðir. 

Frostaveturinn mikli 1918.

Köldustu janúarmánuðir. 

Hlýjustu febrúarmánuðir. 

Köldustu febrúarmánuðir.

Hlýjustu marsmánuðir.

Köldustu marsmánuðir.

Hlýjustu aprílmánuðir.

Köldustu aprílmánuðir.

Hlýjustu maímánuðir. 

Köldustu maímánuðir.

Hlýjustu júnímánuðir.

Köldustu júnímánuðir.

Hlýjustu júlímánuðir.

Köldustu júlímánuðir.

Hjýjustu ágústmánuðir.

Köldustu ágústmánuðir

Köldustu septembermánuðir

Hlýjustu septembermánuðir.

Hlýjustu októbermánuðir. 

Köldustu októbermánuðir.

Hlýjustu nóvembermánuðir.

Köldustu nóvembermánuðir.

Hlýjustu desembermánuðir

Köldustu desembermánuðir. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er einstakt afrek hjá þér Sigurður. Eg hef haft ómælda ánægju af þessum mögnuðu mánaðapistlum þínum. Hafðu ævinlega þökk fyrir.

Áskell Örn Kárason (IP-tala skráð) 14.12.2011 kl. 21:18

2 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Þílík elja, hafðu þökk.  Hvernig væri að gefa þetta út á bók?

Höskuldur Búi Jónsson, 14.12.2011 kl. 22:32

3 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Frábært framtak - Það mætti skjalfesta þetta enn betur á prenti - tek undir með Höska með það.

Sveinn Atli Gunnarsson, 14.12.2011 kl. 23:28

4 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Takk fyrir alla þessa veðursagnfræði. Nú vantar bara mestu meðalmánuðina.

Emil Hannes Valgeirsson, 15.12.2011 kl. 00:23

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Þakka frábæra pistla. Það hlýtur að vera mörg stundin, sem fór í að koma fróðleik um 388 mánuði á prent. Tek undir með þeim hér að ofan sem hvetja til bókar. Emil líka fjandi góður að fara fram á mestu meðalmánuðina;-)

Halldór Egill Guðnason, 15.12.2011 kl. 00:30

6 identicon

Sæll Sigurður og takk fyrir frábært framtak,

ég finn ekki Hlýjustu ágústmánuði

Kv Hörður

Hörður Jónsson (IP-tala skráð) 15.12.2011 kl. 22:33

7 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Kærar þakkir fyrir ábendinguna Hörður! Þegar smellt var á hlýjustu águstmánuði komu upp hlýjustu septembermánuðir og náttúrlega líka þegar smellt var á hlýjustu septembermánuðii. Þetta er ein af þeim villum sem maður óttast mest.  En nú hef ég lagað þetta og hlýjustu ágústmánðir koma upp og þar má finna ágúst 2003 sem er hlýjasti mánuðir af öllum sumarmánuðum sem mælst hefur á Íslandi frá upphafi mælinga. Endurtek þakkir fyrir ábendinguna. Mikilvægt að lesendur bendi á svona klúður þegar þeir verða varir við það.

Sigurður Þór Guðjónsson, 16.12.2011 kl. 07:07

8 identicon

Sæll Sigurður
Mjög skemmtilegt að rýna í þetta og þakka ég fyrir það.
Ég hef nú verið að gæla við að gera línurit frá upphafi mælinga til dagsins í dag úr gögnunum þínum en ég kann eiginlega ekki við það. Langar mikið að sjá þróun veðurs á íslandi. Hita, úrkomu, vind. Eins og Haraldur veðurfr. talaði um á ruv um daginn, að stöðugt drægi úr vind í Reykjavík og þakkaði hann það gróðri.

Rabbi (IP-tala skráð) 19.12.2011 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband