''Bloggheima og fésbækur þarf að forðast''

Reynir Tómas Geirsson yfirlæknir á Landspítalanum skrifar grein í dag í Fréttablaðið um staðgöngumæðrun.

Ekki ætla ég að gera efni greinar hans að miklu umtalsefni en hnaut þó um það atriði að um sé að ræða eina konu á eins eða tveggja ára fresti.

Sumir mundu segja að vandamálið væri þá ekki mjög knýjandi. En látum það nú vera. 

En það er annað atriði sem ég vil vekja athygli á. Greinarhöfundur skrifar:

''Margir sem láta  sig málið varða vildu sjá meiri umræður meðan löggjöf er undirbúin. Það þarf að gerast í fjölmiðlum á formi þar sem staðreyndir ráða í fordómalausri umræðu. Bloggheima og fésbækur þarf að forðast.''

Bloggheima og fésbækur þarf að forðast. -Óskaplegir fordómar eru þetta!

Blogg er ýmis konar. Þar er hægt að finna vandað efni um nánast hvað sem er. Iðulega  eru góðir bloggarar hefðbundnum fjölmiðlum fremri í að segja frá og greina málefni sem efst eru á baugi. En á bloggi er vitaskuld líka margt ómerkilegt. En það er einnig í venjulegum fjölmiðlum; sjónvarpi, útvarpi,  prentmiðlum og vefmiðlum. 

Fésbók, sem ég vil kalla fasbók með Páli Bergþórssyni, er öðru vísi miðill en blogg. Þar er nú vissulega margt hratið eins og annars staðar. En hitt er þó mikilvægara að fasbókin er orðin einhver mikilvægasti samskiptamiðill heimsins í miðlun upplýsinga og síðast en ekki síst baráttu fyrir betri heimi gegn kúgun af öllu tagi eins og sannast hefur heldur betur í atburðunum sem kallaðir hafa verið Arabíska vorið. 

Að nefna þessa miðla, blogg og fasbók, án minnsta fyrirvara, sem víti til að varast í umræðu um þjóðfélagsmál  ber vott um sjaldgæft yfirlæti og fordóma.

Umræður á bloggi og á fésbók svona almennt eru til dæmis fráleitt verri en sú einhliða framsetning sem Reynir Tómas Geirsson hefur haft í frammi í fjölmiðlum um staðgöngumæðrun. Undir kurteislegu yfirbragði miðar hún öll frekjulega að því að hún skuli bara ná fram að ganga hvað sem það kostar og þá er gert sem allra minnst úr öllum vafa og álitamálum.

Það er umræða sem stendur langt að baki því besta sem sést á bloggi og á fasbók um almenn þjóðfélagsmál og einnig ýmis sérstakari viðfangsefni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sammála Sigurður.

Ég er þó á því að leyfa staðgöngumæðrun að uppfylltum tiltölulega ströngum skilyrðum en ekki sópa þessum möguleika út af borðinu, af því hugsanlega og kannski geti eitthvað vont gerst.

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.12.2011 kl. 14:34

2 identicon

Sammála, hroki að tala niður til okkar sem eigum ekki kost á því að gefa út greinar í dagblöðum en höfum alveg jafnmikið að segja og jafnvel rökstutt!

Hann skrifar einnig; "Það má gefa kynfrumur og líka nýra. Hvers vegna mætti ekki standa að staðgöngumæðrun með líkum hætti og án þess að setja á þær konur vændisstimpil? Er það að „lána“ verra en að „gefa“? Hvers vegna ætti að þurfa að bíða eftir hinum Norðurlandaríkjunum? Ekki var það gert varðandi feðraorlof. Þarf úrræði fyrir fáa að þýða að allt sé opnað fyrir öllum?"

Ég skrifa og meina! Að gefa kynfrumur nafnlaust tel ég algerlega siðlaust gagnvart verðandi barni! Hugsanlega er í lagi að leyna barni kynuppruna þess til 18 ára, en ég sé ekki löglegan grunn fyrir því.

 Ég tel það, að gefa nýra og nafnlaus sæði/egg sé ekki sambærilegt.

Ragnar skrifar einnig "Að eignast barn sem verður til úr eigin kynfrumu og er beinn hluti arfleifðar og fjölskyldu, fætt í ástarsambandi af konunni, það þrá flestir. " Hvernig passar þar að segja "að eignast nýra/ónefnt sæði/egg sem verður til úr eigin kynfrumu og er beinn hluti arfleifðar og fjölskyldu, fætt í ástarsambandi af konunni, það þrá flestir. "????

Kær kveðja

Anna B. Mikaelsdottir (IP-tala skráð) 15.12.2011 kl. 20:21

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta nýja fyrirbæri samfélagsins verður ekki stöðvað til fulls með banni.

Alltaf munu einhverjir einstaklingar, t.d. tengdir á einhvern hátt, fara sínu fram og örðugt verður að koma lögum yfir það fólk þó einhver kynni að hafa hneigð til þess.

En ég held að mér sé óhætt að taka undir viðhorf Gunnars Th. hvað það varðar að þetta verði að umgangast með stakri gætni og nokkurri íhaldssemi.

Árni Gunnarsson, 15.12.2011 kl. 20:22

4 identicon

Tek undir gætni og íhaldssemi, en bendi á að gagnvart barni er alltaf ranglátt að halda frá því kynforeldrum. Það er ekkert "sjálfsagt" við það þótt það hafi tíðgast.

Anna B. Mikaelsdottir (IP-tala skráð) 15.12.2011 kl. 21:00

5 Smámynd: Dagný

Forræðishyggjan hefur löngum loðað við umrædda stétt og menn þar talið sig betri öðrum mönnum.

Dagný, 15.12.2011 kl. 21:12

6 identicon

takk elsku "dagny", nú man ég nákvámlega hversvegna ég nætti á Moggablogginu!

Anna B. Mikaelsdottir (IP-tala skráð) 16.12.2011 kl. 00:21

7 Smámynd: ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE

Ég segi það með þér, Sigurður: Óskaplegir fordómar eru þetta! – gagnvart bloggheimum og Facebók. Þá er það ennfremur rétt hjá þér að hnjóta "um það atriði að um sé að ræða eina konu á eins eða tveggja ára fresti," en þessi er þó áróðurstæknin hjá þessu liði, Spurning um þessa hröðu aðkomu Reynis Tómasar að málinu, ætli hann eigi einhverra hagsmuna að gæta, eða þykir honum þetta einfaldlega sjálfsagt í ljósi sinnar hörðu veraldarhyggju í lífsverndarmálum?

Frábær hafa skrif annars læknis, Guðmundar Pálssonar, verið í þessu máli, já, einmitt í bloggheimum og hér á Moggabloggi: http://gp.blog.is, allnokkrum greinum, og þeirra nýjust er þar efst: Ný tillaga um staðgöngumæðrun. Umsögn mín,

ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE, 16.12.2011 kl. 08:25

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Afsakið, ég var víst ekki búinn að útskrá mig af Þjóðarheiðurs-bloggi, en innleggið er sem sagt frá mér!

Jón Valur Jensson, 16.12.2011 kl. 08:37

9 identicon

Guðinn hans JVJ er svona líka, notast við staðgöngumæðrun.. algerlega án þess að spyrja konuna eða eiginmann hennar.. bara lét allt vaða

DoctorE (IP-tala skráð) 16.12.2011 kl. 09:52

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Spurning um þessa hörðu aðkomu Reynis Tómasar að málinu

átti þetta nú að vera.

Jón Valur Jensson, 16.12.2011 kl. 14:04

11 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Greinar Guðmundar Pálssonar standa síst að baki skrifum  Reynis og ættu að sýna svo ekki verður um villst hve fráleitt það er af Reyni að hafna fyrirfram öllu sem skrifað er á blogg og fasbók.

Sigurður Þór Guðjónsson, 16.12.2011 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband