Eftir apríl kemur maí

Apríl slapp alveg sæmilega. Hann var þurr og snjóléttur, fremur hlýr nema á austurlandi og allt í lagi sólarlega, reyndar komu nokkrir óvenjulega góðir og samfelldir sólardagar í Reykjavík. 

Eftir úrkomuna síðustu daga hefur gróður þotið upp og orðinn venju fremur mikill í görðum í Reykjavík svona í blábyrjun mámánaðar.

Nú er bara að vona það besta með maí.  

Undanfarið hafa verið mikil hlýindi í austur og mið Evrópu, mjög nærri því hlýjasta sem gerist eftir árstíma og sums staðar meira en það. Leiðinda kast er nú að hellast yfir Norðurlönd. 

En við fylgjumst með veðrinu á okkar landi í fylgiskjalinu.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Sæll. Hér í Gautaborg er hitinn núna 18° en spáð er að hann lækki niður í 10° næstu daga. Mér finnst veðrið hér og heima vera nokkuð svipað, það koma tveir eða þrír góðir sólskinsdagar en síðan fer að rigna. En almennt er veður betra hér en heima. (Hins vegar er verð hærra hér).

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 3.5.2012 kl. 20:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband