Nú fer ballið að byrja

Það hefur víst ekki farið framhjá mönnum að mikið kuldahret er framundan. 

Maí byrjaði ekki illa. Meðalhitinn hefur verið yfir meðallagi fram á allra síðustu daga að hann fór niður fyrir það í Reykjavík. Þar er hitinn 0,7 stig undir meðallagi. Á Akureyri er hann hins vegar 0,3 stig yfir  meðalhita ellefu fyrstu dagana.

Kuldinn strax eftir helgi virðist ætla að verða ansi ískyggilegur.

Þetta kast er nokkuð síðbúið miðað við styrk þess. Það verður kominn miður maí þegar það verður upp á sitt besta eða versta öllu heldur, dagana 14-16. 

Þess má hér endilega geta að hlýjustu dagar sem mælst hafa í maí í Reykajvík voru 14. og 15. árið 1960 upp á 14,5 og 14,9 stig að meðalhita og með hámarkshita upp 19,5 og 20,6 stig á en 15. maí 1988 var með meðalhitann 14,8 stig og hámark 18,8.

Mikið kuldakast skall yfir um þetta leyti árið 1955. Þá var meðalhitinn Reykjavík -1,3 stig þ. 14. og -0,2 stig daginn eftir.

Í þeim ofurkalda maí 1979 var sá 18. -0,4 stig að meðalhita í Reykjavík og er þetta síðasta dagsetning að vori í borginni með meðalhita undir frostmarki. 

Fylgikskjalið njósnar um framvinduna með kuldahrolli. Gott ef ekki verður heljarkuldi!

Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Aðeins 0,3 stiga meðalhiti í Reykjavík mánudaginn 14. maí.

Hefur slíkt gerst um miðjan maí í seinni tíð?

Emil Hannes Valgeirsson, 15.5.2012 kl. 22:40

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Frá 1920 aðeins verið kaldara 1955, -1,3° og 1922, um -0,9°.

Sigurður Þór Guðjónsson, 16.5.2012 kl. 01:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband