Dietrich Fischer-Dieskau

Ríkisútvarpið er eini fjölmiðill landsins sem hafði fyrir því að geta um lát Dietrich Fischer-Dieskau, einhvers frægasts söngvara tuttugustu aldar og ókrýndan konung sönglagalistarinnar. Hann söng inn á plötur nær allan þýska sönglagalitteratúrinn, frá Mozart til Richard Strauss.

Fáir eða engir hafa veitt mér meiri ánægju í lífinu.

Á vef Ríkisútvarpsins er hægt að heyra hann syngja alla Vetrarferð Schuberts.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Trausti Jónsson

Hann söng líka hérna megin við Strauss, m.a. Eisler, Reutter, Henze og meira að segja hinn snjalla Wolfgang Rihm - sem er yngri en við báðir.

Trausti Jónsson, 23.5.2012 kl. 01:08

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þó það nú væri! Og marga aðra nýja. Hann söng líka ýmsa í hinn endann frá árdögum þýskra sönglaga, svo sem Reichardt og Zelter. Söng líka lög eftir Charles Ives á ensku og kannski fleira svoleiðis. Fyrir utan óperuhlutverk og óratóríuleghlutverk, svo sem Bach kantötur.  Kannski ekki alltaf bestur í öllu en enginn hafði aðra eins víðfemi. Ef hann hefði ekki verið væri maður enn varla farin að kynnast Liedermúsik í nokkurri heild.  Hann söng hins vegar aldrei í Eurovision!

Sigurður Þór Guðjónsson, 23.5.2012 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband