Þurrkurinn

Í dag komu skúrir í Reykjavík og á suðurlandi. Mjög þurrt hefur verið víðast hvar á landinu frá og með 28. maí.

Í fylgiskjali má sjá úrkomu frá þeim tíma á öllum skeytastöðvum Veðurstofunnar, nokkrum völdum mönnuðum úrkomustöðvum og loks nokkrum völdum sjálfvirkum stöðvum.

Úrkoma er mælt klukkan níu að morgni og sýnir það sem fallið hefur frá sama tíma deginum áður.

Þegar 0,0 stendur í dálki merkir það að úrkoman hafi verið það lítil að hún hafi ekki verið mælanleg, sum sé verið minni en 0,1 mm, en millimetrar eru mæleiningar úrkomu eins og menn vita. 

Á sjálfvirku stöðvunum er ekki greint á milli alls engrar úrkomu og úrkomu minna en 0,1 mm, 0,0 sem sagt, og þar læt ég vera auða dálka nema úrkoman hafi náð 0,1 mm eða meira. 

Kannski er eitthvað athugavert við Surtsey sem ekki hefur mælt neina úrkomu þennan tíma.

Stafinn v hef ég sett inn þegar engar upplýsingar komu frá viðkmomandi stöð inn á netstíðu Veðurstofunnar en þar hef ég náð í allar þessar upplýsingar. Þetta er óþægilega algengt en í þessu tilfelli má eiginlega fullyrða að þar sem v stendur hafi svo sem enginn úrkoma verið.

Villur geta verið í þessu og ferst ekki heimurinn þó svo kunni að reynast.

Fyrst og fremst er þetta veðurdellufólki til skemmtunar, að vísu nokkuð þurrlegrar. Og  bara sjónrænt sést úrkomuleysið ansi vel, einkum vestanlands.

Þrumupistill um þrumur og eldingar er svo í undirbúningi hér á Allra veðra von þar sem alltaf er einmitt allra veðra von!

Þurrkafylgiskjalinu verður eitthvað haldið við- áður en hið alræmda rigningarsumar 2012 tekur völdin!  Hitt fylgiskjalið er svo hið hefðbundna.  


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband