Mikill snjór

Það hefur víst ekki farið framhjá neinum að mikill snjór er í heiðabyggðum á norðurlandi og víðar. Snjódýpt í morgun á Auðnum í Öxnadal var mæld 50 cm. Mesta snjódýpt sem ég veit um  í byggð í öllum september er 55 cm á Sandhaugum í Bárðardal þann 24. árið 1975. 

En nú er bara 11. september! Og  þori ég að veðja að þetta sé mesta snjódýpt sem mælst hefur á landinu, nema kannski á fjöllum, á þessum árstíma. Á Grímsstöðum var snjódýptin 30 cm og 20 cm í Reykjahlíð við Mývatn. Þarna er reynt að mæla jafnfallin snjó. 

Úrkoman á Akureyri var mæld 34,4 mm í morgun en 42,8 í gær. Á tveimur sólarhringum hafa þar því fallið 77 mm og er það ekki hversdagslegt.

 

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband