Enginn alvöru bati

Hret getur komið í öllum sumarmánuðum og alhvíta jörð getur þá gert í heiðabyggðum norðanlands.  En snjódýptin er ekki mikil, svona 10 cm mest í júlí og ágúst  og frameftir september en yfirleitt miklu minni. Það er ekki fyrr en í seinni hluta september sem búast hefur mátt við meiri snjódýpt en þetta, allt upp í hálfan metra seint í mánuðinum og auðvitað bara einstaka sinnum. Það sem nú er að gerast á sér því ekki hliðstæðu síðustu áratugi svona snemma hausts eða réttara sagt svona síðla sumars hvað snjóinn varðar. Snjódýptin hefur sums staðar fyrir norðan verið 25-50 cm.

Í fyrradag hlánaði ekki allan sólarhringinn á Grímsstöðum á Fjöllum. Það er nauðasjaldgæft á þessum árstíma en hefur þó gerst áður einu sinni eða tvisvar á síðustu áratugum. En það er ekki kuldinn sem nú er aðalatriðið heldur snjóþyngslin og auðvitað hvassviðrið sem kom með þau.

Lítið mun leysa á næstunni til fjalla fyrir norðan og um helgina má jafnvel búast við meiri snjókomu  en þegar enn lengra líður er gert ráð fyrir að létta muni til. En þá verður kuldatíð.  

Er þetta þá ekki til vitnis um vaxandi öfgar í veðurfari? 

Nei, skrattakornið!  Þetta er fremur vitni um það að svo sem flest getur gerst í veðrinu á hverri árstíð.

Einstaka sinum gerast stórlega afbrigðilegir atburðir. Og svo ekki kannski næstu 50 árin.

Og hana nú!   


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það sjást ummæli í þá veru að þetta norðanskot sé "Global Warming" að kenna

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.9.2012 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband