Sérstakt ársmet í Reykjavík

Aldrei hefur lægsti hiti ársins í Reykjavík verið jafn hár og árið 2012. Lægsti hiti ársins var aðeins -7.9 stig, þann 3.janúar. Mælingar ná til 1872. Gamla metið var -8,2 stig frá árinu 1926. Frost hefur ekki verið mælt undir tíu stigum árin 1908 (-9,3°), 1922 (-9,7°), 1929 (-8,9°), 1934 (-9,8°), 1938 (-9,1°), 1946 (-9,3° ) og 2009 (-9,7°). Þetta eru aðeins átta ár af 141 eða um 6%  ára. Þess skal reyndar getið að árið 1908 voru ekki raunverulegar lágmarksmælingar en lesið á mæla nokkrum sinnum á dag. Hugsanlega hefði hitinn þá mælst undir tíu stiga frosti ef lágmarksmælir hefði verið notaður sem mældi allan sólarhringinn. Á öðrum  árum um það leyti þegar ekki var lágmarksmælir kom tíu stiga frost alltaf fram við mælaálestur.
 
Óneitanlega er ósvikinn hlýindatímabilsblær yfir þessu nýja meti.
 
Ef hins vegar eru teknir veturnir sérstaklega, október til apríl, hefur frostið ekki náð tíu stigum veturna 1907-8 (-9,3°), 1927-28 (-9,7°), 1933-34 (-9,8°), 1937-38 (-9,1°), sem hefur þá metið, 1945-46 (-9,3°) og loks veturinn 2008-9 (-9,7°). Hvernig veturinn núna stendur sig að þessu leyti kemur ekki  í ljós fyrr en í vor.   
 
Árið var annars hlýtt og sólríkt, það næst sólríkasta í höfuðborginni en það allra sólríkasta á Akureyri.
Ekki nenni ég að hafa um árið 2012 fleiri orð en vísa líka á  þetta.
 
Ég hef nú bloggað um veður og fleira nokkuð á sjötta ár. Og óneitanlega er ég farinn að lýjast nokkuð. Ég er svo að segja hættur að blogga um annað en veðrið. En raunar var bloggið fyrst og fremst hugsað sem veðurblogg. Allt hitt er bara svona utan um. Mér leiðist að blogga um annað en veðrið.
 
Lesendur þessa bloggs, þegar einungis er uppi margra daga gömul færsla með fylgiskjalinu sem alltaf er uppi og sífellt endurnýjast þó ekkert nýtt sé skrifað, er ótrúlega jafn hópur og stöðugur. Þegar ný færsla birrtist stækkar leshópurinn í nokkra daga en jafnast svo aftur út í þennan fasta hóp. Hann er greinilega að fylgjast með fylgiskjalinu- enda er það einmitt fylgiskjal! Þegar ekkert nýtt hefur birst á blogginu óvenju lengi eykst reyndar alltaf aðsóknin eilítið fremur en að deyja alveg út og hefur það vakið mér nokkra furðu.
 
Það eru sem sagt einhverjir veðureðjótar að fylgjast með þarna úti! Og þeir halda manni við efnið.
 
Ég var reyndar ákveðinn í að hætta alveg nú um áramótin að blogga. En það er líka orðinn viss vani að sinna veðurblogginu svo ég mun halda áfram eitthvað enn.
 
 

Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Taktu Óla-Style á þetta félagi. Hættu við að hætta!

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 3.1.2013 kl. 18:10

2 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ég óska þess að þú haldir áfram að blogga - hvort sem er aðeins með veður eða veður með einhverju öðru þó það sé þér jafnvel til "lítillar skemmtunar". Þetta blogg er fróðlegt hjá þér og ég hef oft haft gaman að fróðlegum vangaveltum þínum.

Sveinn Atli Gunnarsson, 3.1.2013 kl. 23:12

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þó það sjáist kannski ekki á skrifum mum hefur mér alltaf fundist óþægilegt að blogga. Það er eitthvað nervösitet.

Sigurður Þór Guðjónsson, 3.1.2013 kl. 23:20

4 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

 

 Ef einhver skyldi velkjast í vafa, þá er mér það ljóst eftir að búa á Patreksfirði í hálft ár að Reykjavík er höfuðstaður Suð-Vestfirða!

Ísafjörður er ekki eini bæjarkjarninn á Vestfjörðum! Patreksfjörður er hérna einnig...halló! Svo ég tali ekki um alla Vesturbyggð, sem dregur að sér mesta erlenda túristafjölda Vestfirða (Látrabjarg og Rauðasandur). Ísafjörður er í 3 og 4 sæti hjá útlendingum.

Hjá Vesturbyggð er Ísafjörður eins og Egilsstaðir, langt í burtu og Egilsstaðir meiga eiga það að allir vegir fyrir Austan liggja til Egilsstaða! Þannig er það EKKI á Vestfjörðum Ólafur Ragnar og Ólína Þorvarðard. .og fl.

Ísafjörður á sér þá skömm að hafa aðeins hugsað um sig og sína, á meðan þessi bær nýtur þess að það eru ekki malbikaðir vegir til Patreksfjarðar (halló Ísafjörður ?) þess að heimska landsmanna , eins og mín ,er að læra í bókum að þetta sé "höfuðstaður" Vestfjarða! (það er að segja Ísafjörður?)

 

Þá veit ég núna að Ísafjörður er eins og forseti Íslands, hugsar einungis um sjálfan sig og hefur tungutak Loka!

Minni á að snjóflóðahættan var lengi líka á Patreksfirði um áramótin.

Núna segjum við öll í kór í Vesturbyggð (1.300 manns eftir á stærð við Sjáland í DK)

 

Reykjavík, vor höfuðstaður og Ísafjörður alls ekki!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 4.1.2013 kl. 21:52

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Veðurfarslega er Patreksfjörður reyndar alls ekki á Vestfjörðum heldur á  Breiðafirði! 

Sigurður Þór Guðjónsson, 5.1.2013 kl. 17:01

6 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

takk elskulegur, gott að vita. Pólitískt er Patró alls ekki á Vestfirðum (með Ísafjörð sem "höfuðstað").

Er þá ekki lógíst að Reykjavík, eða Stykkishólmur sé vor höfuðbær?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 7.1.2013 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband