Bronsið blasir við

Meðalhtinn í febrúar er nú kominn í 3,8 stig í Reykjavík og hann hefur þar með nappað bronsinu af febrúar 1964 í keppninni um hlýjustu febrúarmánuði.

Það er ekki alls ekki útilokað að hann haldi þessari tölu til mánaðarloka og bronsið ætti í það minnsta að vera nokkuð öruggt.

Vel af sér vikið að þeim stutta! 

Á Akureyri er meðalhitinn nú 2,3 stig og er mánuðurinn þar kominn i fimmta sæti yfir hlýjustu febrúarmánuði. 

En hvað gerist á lokasprettinum? 

Fylgist með í beinni útsendingu á Allra veðra von! 

Hvergi nema þar!

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Fyrstu 2 mánuðirnir eru í silfrinu ef mér skjátlast ekki þeim mun meira og það verður því fróðlegt að fylgjast áfram með þróun mála. Kuldakastið sem spáð var í byrjun mars er að koðna niður og endar líklega bara í plúsgráðum þegar á hólminn er komið - þannig að allt getur gerst í beinu útsendingunni.

Sveinn Atli Gunnarsson, 27.2.2013 kl. 16:49

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Já, kuldakastinu er a.m.k. frestað. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 27.2.2013 kl. 19:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband