Þriðji hlýjasti febrúar í Reykjavík

Febrúar sem var að líða er sá þriðji hlýjasti í Reykjavík frá því mælingar hófust, eftir 1932 og 1965. Meðalhitinn er 3,9 stig.

Ef janúar og febrúar eru hins vegar teknir saman slá þeir öll met í Stykkishólmi, eru hlýrri saman en sömu mánuðir 1964 sem næstir koma,  en athugað hefur verið þessa mánuði í Stykkishólmi frá 1846 en mánuðurnir eru í öðru sæti í Reykjavík núna, á eftir 1964.

Við suðurströndina og á suðausturlandi virðist þetta vera næst hlýjasti febrúar.

Og reyndar hugsanlega líka á landinu öllu á eftir 1932 en kannski var 1965 hlýrri. Þetta kemur ekki í ljós alveg strax.

Á Akureyri er hann sá fjórði, en auk 1932 og 1965 var 1956 hlýrri þar en 1921 var svipaður. 

Fylgiskjalið sýnir herlegheitinn í heild sinni.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband