Mars

Varla er hægt að búast við að mars verði jafn hlýr og tveir síðustu mánuðir.

Það er samt aldrei að vita og fylgiskjalið fylgist með mánuðinum marsera sinn gang.

Landið má nú víðast hvar heita alautt af snjó eða því sem næst. Næstum því alls staðar á suður,vestur og austurlandi er jörð algerlga alauð á láglendi. Víða á norðurlandi er líka snjólaust, svo sem á Akureyri. Enn er talsverður snjór í Fljótum, á Ólafsfirði, í Svarfaðardal og sums staðar í innsveitum á norðausturlandi og í heiðabyggðum.

Snjóalög komu snemma vetrar fyrir norðan og voru mikil vikum saman fram eftir öllum vetri en hafa verið að minnka smám saman síðustu vikur. En næstu daga má aftur búast við snjó. 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband