24.4.2013 | 20:37
Harðindi eða ekki harðindi
Nú þegar aðeins er um vika eftir af apríl er staðan sú að meðalhitinn í Reykjavík er 2,2 stig eða 0,5 stig undir meðallagi. Ekki er það nú mikið frávik og varla til að kvarta yfir í stórum stíl. Frá 1949 hefur tuttugu sinnum verið kaldara í apríl í Reykjavík fyrstu 23 dagana, síðast árið 2006. Serm sagt næstum því þriðja hvern apríl.
Á Akureyri er meðalahitinn nú -0,2 stig eða 1,3 stig undir meðallagi.Það er samt ekkert óskaplegt miðað við það sem alloft gerist. Þar hafa örfáir dagar verið taldir alhvítir í apríl en flestir daga flekkóttir af snjó. En Akureyri er reyndar ekki snjóþngsti staðurinn fyrir norðan núna. Það er samt ekki hægt að segja, að mínu viti, að einhver sérstök harðindi hafi ríkt undanfarið hvað hitann snertir fyrir norðan eða annars staðar.
Eins og menn ættu að vita var veturinn afskaplega mildur, einkum þó sunnanlands en hann var líka mildur annars staðar. Líka fyrir norðan. Hins vegar hefur sú öfugþróun orðið að kaldara hefur verið í mars og það sem af er apríl en í janúar og febrúar en þeir mánuðir voru sjaldgæflega hlýir.
Tveir dagar aðeins hafa verið alhvítir í Reykjavík í apríl og er það enn undir meðallagi. En það er líka nokkuð öfugsnúið að ekki skuli hafa sést snjór í apríl í borginni fyrr en allra síðustu daga. En þessi snjór hverfur strax. Veturinn var mjög snjóléttur í Reykjavík og á öllu suðurlandi.
Sums staðar fyrir norðan er aðra sögu að segja. En bara sums staðar. Það má glögglega sjá á mynd frá þeim 21. Snjóþyngslin hafa verið í Þingeyjarsýslum inn til landsins (en þó ekki sérlega venju fremur við Mývatn og á Hólsfjöllum), á utanverðum Eyjafirði og Skagafirði. Þarna eru reyndar sumar mestu snjóasveitir landsins. Það sem er sérstakt er að sums staðar fyrir norðan kom snjór snemma og hefur ekki náð að leysa en bætir bara í hann. Reyndar fer ekki að bræða snjó fyrir norðan í stórum stíl í mestu snjóasveitum fyrr en komið er vor og bætir í hann alveg þangað til og stundum lætur vorið nú á sér standa. Ég held að snjóalög séu ekkert sérstakelga afbrigðileg ef horft er nokkur ár aftur í tímann en ekki get ég tékkað á því hér og nú.
Ekki geri ég lítið úr erfiðleikum bænda á þeim svæðum þar sem snjóþyngsli eru mest. En það varla hægt að segja almennt að harðindi ríki eða hafi ríkt á landinu eða að vorið sé eitthvað verulega afbrigðilega á eftir tímanum. Það gengur heldur ekki að gera ástandið á verst settu svæðunum að eins konar samnefnara fyrir allt landið. Hins vegar er spáin næstu daga ekki geðsleg. Ég held reyndar að fjárfellirinn í hretinu mikla í september valdi því mest hve vonda tilfinningu menn sums staðar hafa fyrir snjóalögum þessa vetrar. Ef það hefði ekki komið held ég að mönnum fyndist þessi vetur ekkert hafa verið sérlega vondur. Hvað þá ef litað er lengra aftur en síðustu árin með sínum afbriglegu hlýindum sem varla standa endalaust.
Og þegar menn tala um að vorið láti á sér standa, sem virðist vera nýjasta orðræðu vortískan, má alveg muna að apríl er nú ekki liðinn og ekki er hægt að gera sér vonir um raunverulegt vorveður á Íslandi í þeim mánuði nema einstaka sinnum dag og dag.
Þetta vor er sem sagt bara allt svona nokkurn veginn í lagi miðað við það sem viðgengist hefur. Ekki samt alveg! En það er ekkert sérstaklega mikið á eftir tímanum. Og alls ekki meira en Framsóknarfokkurinn!
Myndin stækkar vel við tvísmellun. Blágrænu svæðin eru snjólaus en rauðu með snjó. Og þetta er i apríl áður en snjóa tekur almennilega að leysa og alls ekki annars staðar en á mesta láglendi. Snjólétt er víðast hvar í byggð.
Meginflokkur: Mánaðarvöktun veðurs | Aukaflokkar: Bloggar, Veðurfar | Breytt 29.4.2013 kl. 00:27 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Það mætti ímynda sér hvernig tíðin væri ef hafísþök lægju úti fyrir Norðurlandi eins í gamla daga.
Emil Hannes Valgeirsson, 24.4.2013 kl. 22:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.