Veðurstöð í Fljótin

Mikið væri nú gaman að fá sjálfvirka veðurstöð í Fljótin. Þó ekki við Skeiðsfossvirkjun þar sem er úrkomu og snjómælingastöð heldur t.d.í grennd við Ketilás. Fyrir löngu var í allmörg ár veðurathugunarstöð úti við sjó á Hrauni eða Hraunum (hvort er það?). En mér finnst áhugaverðast að veðurstöð væri inni í dalnum. 

En mikið er lagið við þetta myndband leiðinlegt og flutningurinn enn leiðinlegri. Óneitanlega er nafn lagsins, Undur vorsins, samt kaldhælðislegt miðað við ástandið! 

Í morgun var snjódýptin 162 cm við Skeiðsfossvirkjun. Metið í maí er 176 cm árið 1995.  


mbl.is Fljótin á kafi í snjó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Já þú heldur að sé betra að hafa hana í ketilási en á Sauðanesi?Getur verið að að snjóalögin séu meiri þar?.Annars var mér að misminna varðandi bóndann á Brúnastöðum.Það er náttúrulega Jóhannes en ekki Heiðar bróðir hans sem heitir reyndar Jón Heiðar,maður Rannveigar Rist.En svona er maður nú orðinn gamall.En gaman(og ekki gaman)að sjá þessar myndir frá æskustöðvunum.

Jósef Smári Ásmundsson, 4.5.2013 kl. 14:24

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Það hefur aldrei verið veðurathugunarstöð við Hraun svo ég viti.Held þú sért að tala um Sauðanes,næsta bæ við.

Jósef Smári Ásmundsson, 4.5.2013 kl. 14:33

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Minn draumur gengur út á það að skeytastöðin á Sauðanesvita og úrkomustöðin við Skeiðsfossvirkjun haldi auðvitað áfram en sett verði upp sjálfvirk stöð fyrir hita og vind í námunda við Ketilás. Veðurfarsstöð var við Hraun frá 1922 og 1926 fór hún að senda veðurskeyti. Stöðin var lögð niður árið 1935. Alveg eins og Sauðanesviti, sem byrjaði 1990, mældi hún stundum háan hita um hávetur, t.d. 16,6 stig í desember 1933 sem var desembermet fyrir allt landið í nokkra áratugi. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 4.5.2013 kl. 15:57

4 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ok.þetta var allt fyrir mína tíð.Þekki þetta með hitann á Sauðanesi.Þetta hlýtur eitthvað að hafa með gólfstrauminn að gera.Hlýtur að vera rannsóknarefni fyrir ykkur veðurfræðingana.En mikið óskaplega er nú fallegt í fljótunum hvort sem það er vetur eða sumar.

Jósef Smári Ásmundsson, 4.5.2013 kl. 16:57

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Já, Fljótin er falleg sveit en menn segja að hún hafi verið enn fallegri áður en virkjunin kom og vatnið. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 4.5.2013 kl. 17:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband