Óþokkabragð

Er þetta síðasta óþokkabragð Ögmundar eða fyrsta óþokkabragð Hönnu Birnu?

,,Ríkislögreglustjóri mun leigja farþegaflugvél til að flytja fimmtíu manna hóp Króata sem leituðu hælis hér á landi. Fólkinu var synjað um hæli og er verið að birta þeim þá niðurstöðu þessa daganna.''

Hvaða flugfélag leigir annars flugvélar til svona nauðungarflutninga?  

Viðbót: Króatísku fjölskyldurnar voru ekki aðeins fluttir nauðugar brott með fjölmennu lögreglu liði (vopnuðu?) eins og glæpamenn heldur var kostnaðurinn tekinn úr sjóði sem stjónrvnöld settu á fót til að reyna að stytta biðtima hælisleitenda  eftir afgreiðslu um hælisvist. Ef þetta er ekki óþokkaskapur þá veit ég ekki hvað er óþokkasakpur. Hér líka ágæt grein um þetta mál.

 


mbl.is Leigja flugvél undir flóttafólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er mál sem fyrrverandi Innanríkisráðherra tók á.

Kannski Hanna Birna sjái aðra lausn ?

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 24.5.2013 kl. 23:34

2 Smámynd: Hörður Einarsson

Kaupum bara vél, þá þarf ekki að leigja, það kostar,og eins og við vitum er Landhelgisgæslan besta dæmið.

Hörður Einarsson, 24.5.2013 kl. 23:45

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sigurður, ef til vill verður fólkið bara fegið að komast heim aftur, Króatía er jú ESB land.  Hingað kom fólkið því einhver hafði sagt því að hér yrði því tekið opnum örmum, fengi íbúð, bíl og vinnu samdægurs.

Kolbrún Hilmars, 25.5.2013 kl. 13:05

4 Smámynd: Björn Jónsson

Eru blaðamenn ekki bara að snúa þessu á haus ????

Leigja flugvel til að sækja lið til Svía, sem þeir eiga núna í vandræðum með ???

Björn Jónsson, 25.5.2013 kl. 15:36

5 identicon

Í hverju felst óþokkabragðið ???

Jóhanna (IP-tala skráð) 25.5.2013 kl. 16:24

6 identicon

Höfundur ætti kannski bara að taka þessa 50 Króata og láta þá búa heima hjá honum fyrst hann vorkennir þeim svona mikið?

ólafur (IP-tala skráð) 25.5.2013 kl. 16:39

7 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Óþokkabragðið felst t.d. í fjöldanauðungarflutningum sem m.a. þurrka þá út öll einstaklingsblæbrigði. Þeir verða eins og dilkar en ekki manneskjur. Nauðungarfutningar eru yfirleitt ekki vel séðir. Ólafur: Ég finn til með þessu fólki sem þú getur kallað að vorkenna með fyritlitningu. En hvílíkur skætingur í þér. Ég skrifa hér undir fullu nafni og leynist ekki. Það væri ekki verra ef þeir sem koma með skæting hafi nú manndóm til að tala undir fullu  nafni. Ég vorkenni slíkum bleyðum.

Sigurður Þór Guðjónsson, 25.5.2013 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband