Nú er ekkert sumarveður

Nú má þó með sanni segja að sé ekkert sumarveður hér í höfuðborginni!

Í Reykjavík komst hitinn aldrei í tíu stig en var lengst af um 8 stig og svipað alveg frá Hornafirði vestur um til Vestfjarða. Og það er mikil hryssingur. Heldur skárra var fyrir norðan þangað til fer að kvölda. 

Þetta er æði ólíkt því sem verið hefur. Þrátt fyrir lítið sólskin í Reykjavík hefur veðrið þar í júní þangað til í gær verið æði langt frá því sem var í dag og er hiklaust hægt að kalla að hafi verið sumartíð. Þetta geta menn séð mjög skýrt í fylgiskjalinu. 

''Víðast hvar á landinu hefur verið ágæt tíð í mánuðinum en einkanlega þó fyrir norðan og austan. Og þó sólarlítið hafi verið á suðurlandi hefur alls ekki verið kalt. Það gæti hafa verið suðvestanhryðjur með meðalthita undir átta stigum í stað um tíu stiga. Slíkt veðurlag var nánast regla í júní þegar ég var upp á mitt besta!''  

Þannig tók ég til orða fyrir nokkrum dögum í bloggpistli. 

Og veðrið í dag er nákvæmlega það sem ég átti við með þessum orðum hvað gæti hafa verið og er ekki sjaldgæft. Og þetta veðurlag í dag er þó bara eitt sýnishorn af mörgum vondum sem hefðu getað verið ríkjandi allan júní i stað þeirrar ekki óhagstæðu veðráttu sem var á suðurlandi og hreinnar öndvegistíðar á norður og austurlandi.

Það er ekki allt sama veðrið þó sólarlítið sé og jafnvel úrkomusamt. Lengst af í júní var sumar um allt land.

En nú er það ekki lengur. Nú fer líka meðalhiti mánaðarins að hrynja en hefur reyndar ekki marga daga til þess.

Það er svo sannarlega ekkert sumarveður! 

Og spáin er eiginlega hrollvekjandi!


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband