Dregur til tíðinda í hitamálunum

Í dag mældist mesti hiti sem enn hefur komið á landinu í sumar. Hiti komst almennt yfir 20 stig alveg frá innsveitum í Húnsavatnssýlsu og austur til Fljótsdalshéraðs. Svalara var við sjóinn eins og vænta mátti. 

Hiti fór i 20 stig eða meira á fimm mönnuðum, stöðvum, 21,5 á Bergsstöðum í Skagafirði, 21,5 á Akureyri, 23,6 á  Torfum í Eyjafjarðardal, 21,0 á Mýri í Bárðardal og 22,2 á Grímsstöðum. En í dag fór hitinn á landinu mest í 24,0 á sjálfvirku stöðinni á Torfum. 

Mjög hlýtt loft er yfir landinu og eru það viss vonbrigði fyrir hitakærar örverur eins og mig  að hiti skyldi ekki stíga enn hærra.   

Hiti fór að öðru leyti í  20,0 á Húsafelli, 20,9 á Brúsastöðum í Vatnsdal, 20,3 á Blönduósi, 21,6 á Nautabúi í Skagafirði, 22,7 á Sauðárkróksflugvelli, 21,3 á Siglfufirði, 23,0  á Möðruvöllum í Hörgárdal, 21,9 á Staðarhóli i Aðaldal, 22,5 í Ásbyrgi, 23,4 á Végerisstöðum í Fnjóskdal, 22,9 á Reykjum í Fnjóskadal,  20,3 á Fljótsheiði, 21,3 á Þeistareikjum, 20,6 á Gæsafjöllum, 20,3 á Hólasandi, 21,9 á Húsavík, 21,4 við Kröflu, 22,0 við Mývatn, 21,3 á Mývatnsheiði, 21,5 á Mývatnsöræfum, 20,7 í Svartárkoti, 20,9 á Biskupshálsi,  23,7 á Brú á Jökuldal, 22,8 á á annari  ónafngreindri stöð á Jökuldal, 20,5 á Brúaröræfum, 22,0 á Vopnafjarðarheiði, 23,1 á Egilsstöðum, 23,4 á Hallormsstað, 21,9 í Möðrudal, 20,4 á Möðrudalsöræfum, 21,7 við Upptyppinga, og 20,6 í Neskaupstað.

Í Reykjavík komst hitinn á kvikasilfrinu 15,9 stig en suðurlandi varð hlýjast 17,6 stig í Þórsmörk. Á Gagnheiði í 950 m á austurlandi hæð fór hitinn í 15 stig. 

Er sumarið ekki komið?  


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei, Sigurður Þór, sumarið er ekki komið. Það sem af er júlí er meðalhiti í Reykjavík -1,0°C lægri en meðaltal áranna 1961-1990 og -2,7°C lægri en meðaltal áranna 2001-2012(!)

Þurfa spámenn á Veðurstofu Íslands ekki á endurmenntun að halda í loftslagsfræðum? :)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 9.7.2013 kl. 23:03

2 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Kannski þurfa sumir bara smá grunnmenntun í veðurfræði. Þó ekki væri nema bara sjálfsmenntun í heimilisveðurfræði.Ánægður

Emil Hannes Valgeirsson, 9.7.2013 kl. 23:54

3 identicon

EHV kominn aftur á klakann eftir rannsóknarferð sína á Norðurpólinn ;)

Er svolítið erfitt að kyngja því að miðað við mælingar á júnístöðu hafíss á norðurslóðum 1979 - 2013 þá lendir júní 2013 í 11. (ellefta sæti)?

Hvað varð um skelfilegu óðabráðnunina á norðurslóðum? Er forseti vor að fabulera eina ferðina enn?

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 10.7.2013 kl. 00:31

4 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Það er allt að gerast við Norðurpólinn eins og annarstaðar og útbreiðsla íssins fer hratt minnkandi. Annars eiga forsetar og aðrir að fara varlega í spádómum um framtíðina. Hafísinn gæti alveg aukist á ný á næstu árum og það er alls ekki útilokað að hér muni koma ný hafísár í stíl við árin um og fyrir 1970 - hvort sem hnattræn hlýnun halda áfram eða ekki. Finnafjörður gæti líka alveg fyllst af ís daginn sem stórskipahöfnin þar verður formlega opnuð.

Það er að sama skapi vel mögulegt að eitthvað dragi úr þeim hlýindum sem hér hafa verið frá aldamótum enda hafa öll árin frá 2001 verið mjög hlý á landinu. Í Reykjavík hafa öll ár aldarinnar verið yfir 5 stigum sem er alveg einstakt. Við skulum sjá til hvernig þetta ár endar. Það lítur ekkert illa út ennþá.

Emil Hannes Valgeirsson, 10.7.2013 kl. 12:56

5 identicon

Mikil er kolefnistrú þín EHV ;)

Vinsamlegast athugaðu að útbreiðsla hafíss við Norðurpólinn hefur aukist í ár og staðan í lok júní er á pari við 1990(!) Um þróunina við Suðurheimskautið þarf ekki að fjölyrða, þar eykst hafís jafnt og þétt :)

Ég get því miður ekki sameinast þér í "hefði og gæti" spádómum, enda er það ekki vísindaleg nálgun á viðfangsefninu. Við skulum bara láta nægja að meta stöðuna ískalt eins og hún er: Það er að kólna í heiminum ;)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 10.7.2013 kl. 14:23

6 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Útbreiðslan núna er komin vel niður fyrir það sem var á saman tíma sumarið 1990.

Emil Hannes Valgeirsson, 10.7.2013 kl. 16:32

7 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

.. á sama tíma ... skulum við hafa það.

En annars borgar sig aldrei að vera með fullyrðingar varðandi framtíðina og jafnvel ekki nútíðina. Til að geta sagt að það sé að kólna eða hlýna þurfum við að vita hvað tekur við. Ekki ósvipað og í hlutabréfaviðskiptum, margir fóru illa út úr því á sínum tíma þegar fullyrt var að hlutabréf væru að hækka í verði.

Emil Hannes Valgeirsson, 10.7.2013 kl. 17:19

8 identicon

Al Gore er alltént fyrsti globalwarming-multi millinn :)

"Follow the Money" EHV, ef þú vilt komast að hinu sanna um kolefniskirkjuna.

"A theory in science only lasts while it is accord with observations. The theory of catastrophic anthropogenic global warming has failed in so many respects that it should have been discarded years ago." ;)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 10.7.2013 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband