Plebbalegt kosningavígorð

''Kjósum betra veður í Reykjavík''!

Þetta er ugglaust plebbalegasta vígorð sem notað hefur verið í nokkurri kosningabaráttu á Íslandi.

Reyndar hefur veðurfar í Reykjavík tekið miklum breytingum til hins betra á þessari öld miðað við það sem var svona 30 til 40 síðustu ár tuttugustu aldar. 

Mánuðurinn er nú í kringum meðallagið 1961-1990  að hita í Reykjavík  en meira en heilt stig undir því á Akureyri. Er þetta meðallag þó eitt hið kaldasta fyrir nóvember sem hægt er að finna. Nóvember var sá mánuður sem mest kólnaði eftir hlýindatímabilið hið fyrra á tuttugustu öld.

Framundan virðist vera umhleypingar, ýmist sæmilega hlýtt eða verulega kalt.

Ekki blæs því sérlega byrlega fyrir meðalhitann í þessum mánuði.

Fylgiskjalið fylgist með ósköpunum! 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Nú bregður svo við að fylgiskjalið næst ekki fram þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Sigurður Þór Guðjónsson, 22.11.2013 kl. 14:36

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Og þó er nóg eftir af rými.

Sigurður Þór Guðjónsson, 23.11.2013 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband