15.2.2014 | 20:47
Öfugmæli
Veðufréttamaðurinn í sjóvarpinu í kvöld tönnlaðist á veðurblíðu sem spáð er sunnanlands á morgun. Samt verður frost allan sólarhringinn. Í gær var glaðasólskin og 3-5 stiga hiti í Reykjavik. Það má hiklaust kalla blíðu en var ekki kölluð það í veðurfréttum.
Í dag var bjart en frost mátti heita allan daginn í Reykjavík, hámkarskhitinn varð +0.1 stig. Það kalla ég hins vegar ekki neina blíðu. Frostið bítur en strýkur ekki blíðlega um vanga. Á morgun verður líklega frost allan daginn.
Bjart veður með frosti þó um vetur sé finnst mér ekki vera nein veðurblíða. Það er bara öfugmæli. En það má kalla það fagurt veður ef menn vilja.
Að geti komi raunverulega blítt veður um hávetur í glaða sólskini sýna sumir síðustu dagar svo ekki verður um villst, ekki bara gærdagurinn heldur líka 8. og 9. febrúar sem voru sólríkir og nær frotlaustir allan sólarhringinn og með þriggja til fimm stiga síðdegishita. En enginn hefur haft fyrir því að nefna veðurblíðu um þessa daga. Það er þó alveg himinn og haf hvað blíðleika varðar milli þeirra og þess sen spáð er fyrir morgundaginn. En svo þegar kemur bjart veður með frosti - köldustu dagar ársins á suðurlandi - þá er allt í einu komin veðurblíða!
Skil nú bara satt að segja ekki svona tilfinningaleysi fyrir verðurlagi og fyrir merkingu orða.
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Er ekki allt í lagi hjá þér, Sigurður? Hafðu það gott, og njóttu veðurblíðu sálarinnar.
Hörður Þórðarson, 16.2.2014 kl. 03:52
Ég veitti þessu einnig sérstaka athygli,hélt veðurfréttakonuna hafa mistalað sig í fyrstu,en framhaldið benti eki til þess.
Helga Kristjánsdóttir, 16.2.2014 kl. 10:37
Hvað ertu að fara með þetta Hörður hvort allt sé ekki allt í lagi sálinni á mér? Ég skýrði meiningu mína vel út efnislega, bæði litillega hvað varðar orðið blíðu en sérstaklega með dæmum um nýlega daga sem réttmætt væri að kalla að hafi einkennnst af veðurblíðu sem dagurinn sem spáð er ekki uppfyllir. Hann er dagur með annars konar veðurlagi en veðurblíðu að mínum dómi. Mér er nákvæmni og ónákvæmni í veðurlýsingum nokkurt mál. En úr því þú ert búinn að gefa það ekki aðeins í skyn heldur nánast segja það beinum orðum að eitthvað sé í ólagi í sálinni á mér viltu þá ekki gjöra svo vel að skýra út hvað þú heldur að það sé. Það er reyndar óbjörgulegur málflutningur þegar menn grípa til þess að segja út af einhverju sem einhver segir: voðalega hlýtur þér að líða illa á sálinni, eða eitthvað álíka! En bloggið mitt er til vitnis um það að ég er alla jafna hinn glaðasti og reifasti. En ég get stundum verið gagnrýninn á eitt og annað. Held samt að þetta sé í fyrsta sinn á 7 ára bloggferil að ég setji eitthvað út á veðurfréttamenn sjónvarpsins. Og hvað skeður: Spretta þá ekki fram veðurfræðingar hinum meginn á hnettinum og spyrja hvort ekki sé allt í lagi í sálinni! Hafðu það samt sem áður feikarlega gott, vertu alveg uppi í skýjunum, en ég stend efnislega við allt sem ég hef skrifað í þessari færslu og er í einstöku sólskinsskapi. En veðrið er ekki blítt núna. Það var það fyrir nokkrum dögum með álíka sól og núna en margra stiga hita en ekki margra stiga frosti. Efast ekki um að þú sem veðurfræðingur skiljir muninn á því tvenns konar veðurástandi. Ef ekki þá hefur sál þín heldur betur formyrkvaðst!
Sigurður Þór Guðjónsson, 16.2.2014 kl. 11:29
Þú veist það best sjálfur hvernig ástand sálarinnar er. Ég þarf ekki að segja þér neitt um það.
Hvað varðar mat á veðri er það persónubundið. Það sem einum kann að finnast blíða finnst öðrum vera illviðri.
Hörður Þórðarson, 16.2.2014 kl. 12:11
Ég gerði efnislega grein fyrir afstöðu minni, allnákvæma. Í stað þess að víkja að henni og sýna á fram á að hún væri röng kemur þú með flatar dylgjur um það að eitthvað sé að í sálarlífi mínu og bætir svo um betur með þessari athugasemd sem hnykkir á því. Segist ekki þurfa að segja mér neitt um það hvernig ástand sálarinnar sé því að viti ég bara best sjálfur en samt ertu einmitt með dylgjur í þá átt að eitthvað sé þar í ólagi. Þetta er ekki aðeins rætinn málflutningur heldur líka órökréttur.
Sigurður Þór Guðjónsson, 16.2.2014 kl. 13:27
Sæll SÞG. Það er naumast að þú færð yfir þig gusuna frá innvígðum - sprenglærðum - veðurspámanni!
En svona er nú Ísland í dag. Ef maður vogar sér að benda á hið augljósa er sjálfskipuð veðurlögga umsvifalaust komin með rætnar tilvísanir í sálarlíf viðkomandi.
Hér gildir hið fornkveðna:
En þeir sem ætíð góna á global myndir
og gisk um veður tigna allra mest
þeir ættu’ að sýna sínar sálarmyndir
og svo skulum við dæma hverjum ferst
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 16.2.2014 kl. 16:22
Þegar ég fór út í dag var bölvuð gjóna og veðurblíðan beit í kinnar í frostinu. Og svei mér ef ég kom ekki heim kalinn á sálinni!
Sigurður Þór Guðjónsson, 16.2.2014 kl. 20:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.