Mestu hlýindum lokið

Nú er mestu hlýindunum lokið í bili. Í dag komst hiti hvergi í 20 stig á landinu. Þetta voru reyndar ekki nein sérstök hlýindi. Hiti náð tuttugu stigum eða meira aðeins á suðurlandsundirlendi og í Borgfarfirði að undanskildum fyrsta degi tuttugu stiga syrpunnar. Hitinn náði 20 stigum á þessum stöðvum en ekki er skeytt um sjálfvirku stöðina á Hjarðarlandi heldur aðeins þá mönnuðu. 

5.  20,0 Egilsstaðaflugvöllur.

6. 21,1, Hjarðarland,  21,0 Þingvellir og Bræðratunguvegur ( vegagerðarstöð), 20,9 Árnes, 20,5 Hvanneyri og Skálholt (vegagerðarstöð), 20,2  Hjarðarland. 

7. 21,8 Húsafell, 20,7 Litla-Skarð, 20,5  Þingvellir, 20,4 Kolás, 20,2 Veiðivatnahraun, 20,0 Hjarðarland og Stafholtsey.

8. 21,0 Hvanneyri, 20, 9 Húsafell, 20,8 Þingvellir, 20,6  Litla-Skarð, 20,4 Kolás, 20,3 Veiðivatnahraun, 20,2  Lyngdalsheiði. 

 

Við þetta er að bæta að 20,8 stigin frá Þingvöllum voru mæld kl, 13 í gær en eftir það komu ekki upplýsingar en kannski koma þeir seinna. Ekki er útilokað að þar hafi mælst mesti hitinn í gær og jafnvel það sem af er ársins. 

Í gær mældist svo mesti hitinn sem enn hefur komið í Reykjavík þó ekki væri hann meiri en 16,5 stig.

Mikil sól var dagana  6. og 7. í Reykjavík og fyrri daginn var jafnað sólskinsmetið þann dag í  borginni, 17,6  klukkustundir.   

Eftirmáli 10.6. Jú, það fór eins og mig grunaði að mestur hiti þ. 8. mældist á Þingvöllum, þaðan sem  upplýsingar létu standa á sér en hafa bú borist, en þar fór hitinn í 22,1 stig þennan dag og er það þá mesti hiti sem enn hefur mælst á landinu þetta sumar. 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Mjög svo skemmtileg fyrirsögn, "Hlýindunum lokið"... hvaða hlýindum? Síðustu daga eða er komin ísöld?

Kveðja úr Austfjarðaþokunni.

Sindri Karl Sigurðsson, 9.6.2014 kl. 23:04

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það sést nú hvaða hlýindi ég  var að tala um og hvar þau voru. Ísland er stórt land og veður getur verið mjög mismunandi eftir landshlutum. Ætlaði reyndar að minnast á þessu miklu kulda við sjóinn á austfjörðum en gleymdi því svo bara. Gott að þú minnist á þá.

Sigurður Þór Guðjónsson, 10.6.2014 kl. 00:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband